Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 38
eitthvert ósæmilegt samband væri á milli okkar. — Þér virðist hafa nokkuö vafasamt orB á yBur, sagBi Sara, nokkuB hvassyrt. Dökk augu hans gneistuBu: þaB var einskonar sambland af kimni og hneykslun. — Ég get ekki neit- aB þvi. Fólk hefur svo mikla ánægju af þvi aB rægja náungann, ég reikna meB, aB.ég hafi orð á mér fyrir aB smygla bæBi vopnum og tei yfir landamærin. — Er þá eitthvaB til i þvi? spurBi Sara og horfBi beint i augu hans. Hann lyfti annarri augabrún- inni. — Ég tek ábyrgB á minum gjörBum og ég myndi óska þess,. aö eiginkona min gerBi slikt hiB sama.En eitt get ég fullvissaB yð- ur um... nú var rödd hans alvöru- þrungin, — ekkert sem ég geri nú eða kem til meB aB gera, mun á nokkurn hátt skaBa yöur og mannorö yBar. — Ég hefi engan áhuga á þvi, herra Garrett, sagBi hún kulda- lega. — Ég kom hingaB I þeim til- gangi einum, aö fá vinnu en ekki eiginmann. Ef þaB er skilyröi fyr- ir dvöl minni hérna, þá neyBist ég til aö taka saman föggur minar og fara. — Þaö þykir mér leitt, sagöi hann og virtist ekki hafa áhuga á neinu, nema stjörnunum á himninum. — Til aö verja heiöur yBar, sagöi ég þessum herramönnum, sem komu hingaö i dag, aö viö værum trúlofuö. Konur þeirra biBa þess I ofvæni, aö hitta yBur i samkvæmi landstjórans I kvöld. — Þér eruö nokkuö djarfur, herra minn, sagöi hún og stóö snögglega á fætur. Bryne stóö ifka upp, greip um arm hennar, þegar hún ætlaBi aö þjóta inn i húsiB. — Ég baö yöur um aö hugleiBa tilboö mitt, sagöi hann I ákveönum rim, eins og sá maöur, sem ekki er vanur þvi aö honum sé mótmælt. — Veriö ekki of fljótfær. HugsiB um þetta. Heimili mitt stendur yöur opiö. Hún var eiginlega alveg hneyksluö á þrjósku mannsins, en viöurkenndi meB sjálfri sér,aö hún gat lika veriB þrjósk. — Þér hljótiö aö skilja, aö ég get alls ekki fariB meö yöur i þetta samkvæmi i kvöld, sagöi hún. Hún var eiginlega búin aö taka ákvöröun. Hann kinkaöi kolli. — Ég ætlaöi sannarlega ekki aö koma yöur úr jafnvægi og mér er þaö ljóst, aö þér getiB ekki horfst I augu viö kventlgrisdýrin I York fyrr en allt er klappaö og klárt. Þér megiö sjálfar ráöa um.hugsunartlman- um og tækifærinu til aö hitta þetta fólk. Þaö gæti llka veriö best, aö þaB yröi hér á heimilinu. ViB gæt- um sjálf haldiö dansleik. Hann virtist ekki vera I neinum vafa um þaö, hver ákvöröun hennar yrBi. — Góöa nótt, herra Garrett, sagöi hún og reyndi aB láta ekki bera á geöshræringu sinni. Hann sleppti takinu á handlegg hennar, en þegar hún var aö ganga yfir þröskuldinn, sagöi hann bliölega: — Sara: — Já, hún sneri sér viö til hálfs og kjóllinn lagBist mjúklega aö likama hennar i tunglsljósinu. Hann var eins og dökkur skuggi, meB stjörnurnar aö baki. — Þér skuluB ekki hafa neinar áhyggjur af þvi, aö hjónaband okkar veröi til þess, aö ég gerist áleitinn. Lykillinn aö búningsher- berginu verBur ávallt yBar meg- in. Þér getiö læst þvl, svo lengi sem þér óskiö þess. Svar hennar var snöggt. — Þaö veröur til eiliföarnóns! Hún tók til fótanna og hljóp yfir gljáfægt gólfiB aB stiganum. Hann kom ekki á eftir henni. Hún var búin aö hengja knipplingakjólinn inn I skáp og komin i bómullarkjólinn sinn, þegar hún heyröi aö vagninum var ekiö upp aö dyrunum. Hún gægöist út um gluggann. Bryne steig inn I vagninn og hún heyröi hjóláskröltiö á malarstignum. Þegar vagninn var kominn úr augsýn, flýtti hún sér aö ná i tösk- una sfna.og fór aö tlna fátæklegar eigur sinar ofan I hana. Föt barn- anna setti hún efst. Hún myndi þurfa tvær feröir, fyrst meö dótiö og koma þvi I fel- ur viö vatniö og svo yröi hún aö koma aftur, til aö sækja börnin. Söru var ljóst, aB hún yröi aö bera Robbie, hann yröi alltof syfj- aöur til aö ganga og llka var sennilegt aö Jenny yröi erfiö til gangs. En hún varö aö koma þeim i burtu. Hún var viss um, aö Bryne dytti aldrei i hug, aö hún færi meö börnin um þetta leyti sólarhrings og þaö myndi ekki komast upp fyrr en klukkan niu eöa tlu um morguninn, þegar Beth og Agnes kæmustaö þvi aö þau væruhorfin. Hún vonaöist til aö vera komin um borö I einhvern bátinn um þaö leyti. Þaö myndi aö sjálfsögöu kosta hana siöustu skildingana, en þetta var á þeim tima árs, sem sennilega væri hægt aö fá vinnu á bændabýlunum. Hún gæti liklega litiö eftir börn- unum, meöan hún væri viö akur- vinnuna, oröiö sér úti um mat á býlunum og fengiö aö sofa 1 hlöö- um eöa útihúsum. Þetta voru framtiöarhorfur hennar þessa stundina... Þegar Sara var búin aö taka þá ákvöröun, aö yfirgefa heimili Brynes Garrett, meöan hann væri I veisluntii hjá landstjóranum, haföi hún gefiö sér tima til aö skrifa annaö bréf til Wills Nightingale, föður barnanna. Hún ætlaöi aö skilja þaö eftir á póst- húsinu, áöur en hún færi frá borg- inni, i von um aö hann myndi kannski spyrja eftir bréfi þar. Hún vakti ekki börnin strax, ætlaöi aö gera þaö, þegar hún kæmi úr fyrri leiöangrinum meö dótiö þeirra. Hún reyndi aö halda sig I skugga trjánna, þangað til hún var komin út á götuna. Þá fór hún aö hraöa göngu sinni, þrátt fyrir þunga byröi.. Þaö var fátt fólk á ferli og ljósiö skein glatt út um glugga veitingá- húsanna, en þegar hún kom nær vatninu, var birtan frá tunglinu svo draugaleg, aö henni var um og ó, þegar hún gekk fram hjá skuggalegum vörugeymslunum. Hún herti gönguna og var rétt komin aö vegamótunum, sem lágu inn I skóginn viö vatniö, þeg- ar hún nam staöar I skyndi. Hún sá mann koma út úr ein- hverri dyragætt og hún sá aö hann hélt á flösku og aö á eftir honum komu fleiri, sennilega ein- ir sex. Þeir höföu komiö auga á hana og voru þá komnir I hörku- samræður, olnboguöu sig áfram og voru áöur en varöi næstum búnir aö umkringja hana. Hún gekk nokkur skref aftur á bak, þoröi ekki aö snúa viö þeim baki. Þaö myndi enginn heyra til, hennar, þótt hún kallaöi á hjálp. Hún sá nú, aö þaö höföu veriö mistök hjá henni aö velja þessa leiö, en hún haföi aðeins farið þarna um I björtu og þá var ekk- ert viö þennan staö aö athuga. Hún saup hveljur af ótta, þegar einn maöurinn yrti á hana. — Hvert ert þú aö fara svona seint? spuröi hann I hættulega mjúkum rómi. Hann haföi ýtt hattinum fram á ennið. Hún svaraöi ekki, en hörfaöi ennþá aftur á bak og baö til þess aö hún sneri nú ekki ökklann eöa eitthvaö þvi likt, svo hún yröi hjálparvana. Skuggar mannanna uröu ennþá stærri i tunglskininu og hún vissi aö hún myndi aldrei geta hlaupiö á brott frá þeim. Svo ráku þeir allir upp öskur og komu áleiöis til hennar. Hún sveiflaöi þungri feröatöskunni I kringum sig af öllum kröftum, hitti einn þeirra um hnén, svo hann þeyttist eftir stignum og tók tvo meö sér. Svo sló hún fatapinklinum i kringum sig, en hann var auövit- aö svo mjúkur, aö hann gat engan meitt, en hún beiö ekki til aö sjá árangurinn. Hún sneri sér viö og hljóp allt hvaö af tók upp eftir götunni, hélt upp um sig siöum pilsunum og yfirhöfnin stóö beint aftur af henni eins og stórir væng- ir. Framhald f næsta blaöi Vió álítum aó okkar bttl sé betri en þinn Simca 1100 rv T SIMCA 1100 hefur náð verulegum vinsældum hér á landi, sem og I flest öllum öörum löndum I fjórum heimsálfum. SIMCA 1100 SPECIAL er glæsilegur 5 manna bfll f sérflokki. — SIMCA 1100 er vandaöur, traustur, sparneytinn, lipur og sérstaklega styrktur fyrir fslenzka vegi og veöurfar. — SIMCA 1100 er traust ökutæki fyrir vegi og vegleysur. — SIMCA 1100 SPECIAL er fáanlegur 2ja eöa 4ra dyra, meö fimmtu huröina aö aftan, þ.e.a.s. einskonar station-bfll. Tryggiö ykkur SIMCA 1100 strax f dag. Ifökull hf. ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366. 38 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.