Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 28
„Ég er meö volgt vatn. Ég mundi allt i einu, aö þaö lækkar hitann”. Nú haföi Geoffrey viöur- kennt, aö veikindi barnsins voru alvarlegs eölis, og þaö veitti henni öryggi. Kviöi hennar var hinn sami, en hún bar óttann ekki ein. Hún sagöi: „Kemur Smith?” Já”. ’.Gott. Viltu ná I handklæöi? Stórt handklæöi!” Hann geröi sem hún baö og strauk Jane yfir háriö meöan Sheila sveipaöi handklæöinu um hana. Jane virtist ekki veita hon- um neina athygli. Hún tuldraöi enn samhengislausar setningar. „Bókin er þarna!” Hún benti á snjáö eintakiö af Trixie, sem hita- mælirinn lá ofan á. Þegar læknirinn kom, lá Jane hreyfingarlaus i rúminu. Kannski haföi hitinn lækkaö viö volga 'vatniö. Fyrir siöasakir' baö Geoffrey lækninn afsökunar á þvi „aö draga hann fram úr rúminu”. „Ó, þaö var ekkert, hreint ekk- ert. Ég er öllu vanur”. Hann var I sömu gráu fötunum og um morguninn og geröi aftur nákvæmlega þaö sama, skoöaöi hálsinn, þreifaöi á kirtlunum, baö hana draga djúpt andann, hlust- aöi hana, hrósaöi henni og sagöi, aö hún væri dugleg stúlka. Jane virtist ekki taka meira en svo eft- ir honum. Hún sá foreldra sina, en þó var eins og þeir væru langt i burtu frá henni og hún næöi ekki til þeirra. Hún var þarna hjá þeim i hlýjunni, I þvældum rúm- fötunum. Þarna var náttboröiö hennar og samt var hún einhvers staöar langt i burtu lika. Þegar Smith haföi lokið við aö skoða barniö, sagöi hann I hálfum hljóö- um. „Eins og þiö vitiö tók ég sýni úr hálsinum I morgun. Niöurstöö- urnar veröa tilbúnar I fyrramál- iö. Ég hringi til ykkar.... Mér list ekki vel á þetta. Hálsinn hefur enn bólgnað, hálskirtlarnir eru mjög störir, og þiö segiö, aö hún hafi haft óráö. Ef hún veröur ekki betri á morgun, veröum viö aö leggja hana inn á sjúkrahús...” Sheila fylltist arigist. „Sjúkra- hús. En —” Geoffrey sagöi: „Hvaö er aö henni? Barnaveiki?” Hún var honum þakklát fyrir aö spyrja um það, sem hún gat ekki fengiö sig til aö segja sjálf, en eitt saman oröiö jók á angist hennar. „Þaö er óliklegt nú á timum, mjög óliklegt....” Af raddblæ læknisins þóttist Sheila merkja, aö honum heföi sjálfum dottiö þaö i hug. Hann hélt áfram: „Auövit- að getur maöur aldrei staöhæft neitt. Fékk hún ekki ónæmis- sprautu, þegar hún var barn?” „Jújú!” „Þá er næstum áreiöanlegt, aö þaö er' ekki barnaveiki.... Nú verður ekki vart meira en eins barnaveikistilfellis aö meöaltali á ári i landinu. En svo ég sé alveg hreinskilinn, hef ég aldrei.... Þetta er liklega heiftúöug háls- bólga....” Hann talaöi samfleytt i nokkrar minútur, og Sheila vissi, aö hann var aö reyna aö sefa ótta þeirra meö venjulegum oröum, ekki vegna þess, aö hann vissi, hvaö gekk aö Jane, heldur vegna þess, aö hann vissi þaö ekki. „Hafiö engar áhyggjur”, sagði hann hvaö eftir annaö, en var greini- lega áhyggjufullur sjálfur. Geoffrey fylgdi honum til dyra. „Ég hringi til þin strax i fyrra- máliö”, sagöi hann hressilega um leið og hann fór út úr herberginu, og hún svaraði: „Nema viö hringjum til þin fyrst”. Meö þvi öðluöust orö hans merkingu, sem hann haföi ekki áttaö sig á. Jane lá i rúminu meö breitt upp aö höku. Hún var meö munninn litiö eitt opinn og andaöi ótt og titt, en hún þagði. Þjáningar- drættir voru á andliti hennar, og þegar Sheila laut yfir hana, kom þaö illa viö hana, hve miklar breytingar kvölin getur gert á kunnuglegri og elskaðri ásjónu — svo miklar, aö hún er nær óþekkj- anieg, jafnvel þeim, sem heitast unna henni. Ef hún sæi mynd tekna af Jane núna, þekkti hún hana þá sem stúlkuna sina? Hún hrinti þessum þenkingum frá sér. Vertu ekki að gera þér þessar fáránlegu grillur! Henni þótti meö ólikindum, aö hún myndi sofna nokkuö sjálf um nóttina, en ákvaö samt að hátta og klæöa sig i náttkjólinn. Hún skildi dyrnar á herbergi Jane eftir opnar og gekk yfir ganginn og inn I stóra svefnherbergiö þeirra hjónanna. Henni gast vel aö svefnherberginu þeirra.Græn silkitjöldin fyrir gluggunum og ólifugrænt rúmiö voru aö hennar smekk. Þó fannst henni þetta aldrei vera svefnherbergiö sitt. Einhvern veginn var það almenn- ingur, þó aö þau væru harögift og enginn svæfi þar, nema þau tvö. Innan um ilmvatnsglösin á snyrtiboröinu hennar — Geoffrey haföi gefiö henni þau öll á jólum og afmælum — lágu nokkrir skartgripir, sem hún haföi boriö undanfarna daga. Geoffrey þreyttist aldrei á aö segja henni, aö hún ætti aö setja þá á öruggan staö um leiö og hún tæki þá af sér, og auövitaö var þaö hárrétt hjá honum. Henni þótti miöur, aö hún skyldi ekki meta þessa gripi aö veröleikum.... Þarna var brjóst- nál úr safninu hans, fallegur demantsskreyttur gripur. Inn I hann ipiöjan var greyptur hár- lokkur, á bakinu var áletrun — kveðja — dæmigerö næla frá fyrstu árum viktorianska tima- bilsins, miklu finlegri en yngri viktorianskir skartgripir... Sorgarnæla. Allt bar aö sama brunni. Hún lagöi frá sér næluna, eins og hana hryllti allt I einu viö henni. Hvernig gat Geoffrey haft unun af þvi aö safna slikum mun- um, munum, sem i var fólgin dýpt mannlegra tilfinninga? Hvar haföi þetta hár vaxiö, á höföi elskaös barns, eiginmanns, syst- ur eöa móöur? Hve mjög var skilningi þeirra Geoffreys vant, þar sem þau héldu sig örugg 1 nútlðinni? Hún fann, aö þessa nælu bæri hún aldrei framar. Miklu seinna sat hún hjá Jane, og Geoffrey kom I gættina, klædd- ur náttfötum. „Hvernig liöur henni?” „Hún sefur. Hún er enn mjög heit á enninu, og hún muldrar viö sjálfa sig viö og viö. Og hún dreg- ur andann mjög óreglulega”. „Sennilega finnur hún til I háls- inum, ef hún dregur andann dýpra”, sagöi Geoffrey af sann- færingarkrafti. „Kannski”. Meðan Sheila haföi horft á Jane sofa óværum svefni, hafði hún fundið sinn eigin hjart- sláttóvenju vel, hún haföi hlustaö eftir andardrætti sinum eins og hann væri á einhvern hátt tengd- ur andardrætti Jane órjúfanleg- um böndum. I sjötiu, kannski áttatiu ár, drógust hjartavöðv- arnir háttbundiö saman og dældu lifsorkunni um likamann. En þó voru þeir svo viökvæmir — allur likaminn þoldi i rauninni svo lit- iö! Hjartaö sleppti einum slætti, lungum misstu eins andardrátts, einn virus lamaöi allan Hk- amann.... Hún hafö einbeittsér aö þvi aö hlusta eftir hjartslætti Jane eins og hann kynni aö stööv- ast, ef athygli hennar nyti ekki viö eitt andartak. Geoffrey sagöi: „Ertu ekki aö koma aö sofa?” „Nei”. „Ætlaröu aö vaka I nótt?” „Ég býst viö þvi. Já”! „0, ég skil. Viltu ekki, aö ég sitji hjá henni, meöan þú hvilir þig i nokkra klukkutima?” Hún vissi, aö meövituö sjálfsaf- neitun fékk hann til þess aö bjóö- ast til aö vaka. Hann haföi svo oft sagt, aö hann mætti ekki vaka fram eftir, þegar hann þurfti aö mæta I réttinum daginn eftir. „Nei, haföu engar áhyggjur”, sagöi hún. „Ég vil miklu heldur, aö þú farir aö sofa. Kannski þú hjálpir mér annars aö vekja hana og láta hana taka inn mixtúruna, áöur en þú ferö I rúmiö”. „Auövitað. Hvenær á hún svo aö fá næsta skammt?” „Biddu viö.... um þrjúleytiö”. „Þú vekur mig”. „Já”, Þau hjálpuöust viö aö gefa barninu mixtúruna. Nokkrir dropar slettust á náttföt Geof- freys. Hann fór aö sofa, hún sat á- fram kyrr. Andardráttur Jane dýpkaöi, og hún svaf rólegar nokkra stund. Sheila tók bókina, sem lá á náttboröinu. Myndirnar I bókinni kölluöu hennar eigin bernsku fram I hug- ann. Myndiraf börnum meö alltof stór höfuö og hrokkiö hár, smáa fætur i skrautlegum skóm. Þau voru með stóra blómum prýdda hatta, voru með múffur og riöu stórum og ólmum hestum. Vatns- könnurnar, sem þau burðuöust meö, voru enn meir úr samræmi viö stærö barnanna. Engu var lik- ara en listamaöurinn heföi viljaö ýkja alla hluti til þess aö leggja áherslu á hve börn fá litlu ráöiö. Auövitaö færi þetta framhjá börnum, sem læsu bókina. Ein- hver — liklega hún sjálf — hafði byrjaö aö lita sumar myndirnar, ýmist meö vaxlitum eöa vatnslit- um. Börnin höföu öll fengiö gult hár, og þau teymdu gula hunda. Ermasvunta Trixie var I senn purpurarauð og skætgræn, þó aö teiknarinn heföi engan skugga sett i hana Kjaftur hestsins og nasir voru ljósrauöir deplar — annaö á myndinni var ólitaö. Hún fletti bókinni, uns hún kom aö lokakaflanum, sem hún og Jane höföu enn ekki lesiö saman. 1 honum haföi engin mynd veriö lituö. Aftasta teikningin I bókinni var af litilli stúlku, sem lá á legu- bekk. Kringum hana stóö hópur fulloröins fólks og hin börnin, sorgmædd á svip. Framan viö sófann baöst skeggjaöur maöur fyrir. Barniö á sófanum skeytti ekki um hann, en breiddi út faöm- inn eins og til aö fagna gesti, sem hinir sáu ekki, en stóö viö enda sófans, þar sem birtan var mest á myndinni. Undir myndinni stóö: Égeraö koma, elsku mamma, ég er aö koma! óljóst. Já, Sheila mundi þaö eftir allt saman, en óljóst. Þaö rann smám saman upp fyrir henni. Trixie haföi i glannaskap sinum oröiö fyrir einhvers konar slysi og dáiö meö syrgjandi ætt- ingja í kringum sig. Þannig lauk sögunni eins og Jane haföi sagt. Hvernig stóö á þvi, aö hún hafði gleymt endinum svona? Kannski haföi endir sögunnar veriö ofvax- inn hennar skilningi, þegar hún var barn, og hann haföi þokaö fyrir gamninu og leikjunum, sem voru undanfari hans. Henni haföi ekki fundist neitt til um dauöa annars barns, þegar hún var sjálf heilbrigö. En Jane i kvöld.... Hún las siöustu kaflana hægt. Löskuö rim i stiga i háu húsi i London haföi ráöiö niöurlögum Trixie. En þá voru börn alltaf aö deyja, bæöi i sögum og i raun- veruleikanum. Ekki eins og nú. Hún lagöi bókina frá sér og leit aftur á Jane, en nú var eins og hún liti gegnum gagnsæja mynd á aöra, þar sem skuggarnir voru dýpri. Jane lá þögul I fallegu rúmi meö æöardúnssæng I rósóttu veri ofan á sér. Herbergi hennar var rúmgott, lýst upp meö rafmagns- 28 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.