Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 21
orsökin sú hve vanur ég var orö- inn öllu hér, ég hafði vanizt að lita á Vestra Egg sem heim út af fyrir sig, heim með eigin siðareglur og eigin þjóð, þjóð, sem enga taldi sér fremri. Og nú varð ég að lita á þetta allt að nýju, lita á það með augum Daisy. Það er jafn hryggi- leg reynzla að verða að lita aug- um annarra á eitthvað, sem menn hafa vanizt að geta virt fyrir sér að eigin geðþótta. Þau komu þegar myrkrið var að falla á og við gengum um og virtum fyrir okkur stórmenniö, sem þarna var komið svo hundr- uðum skipti og ég gat undrast þau kynlegu hljóö, sem fylgdu muldri Daisy og heyrðust verða til, ein- hvers staðar niðri i hálsinum á henni. — Mér finnst þetta svospenn- andi, hvislaði hún. — Ef þig skyldi langa til að kyssa mig einhvern tima I kvöld, Nick, þá bara láttu R Scott mig vita og ég skal sjá þér borgið, með ánægju. Kallaðu bara á mig, eða sendu mér grænt spjald. Ég á græn spjöld, sem ég útbýti ..... — Littu i kringum þig, sagði Gatsby. — En ég er að Hta I kringum mig. Ég skemmti mér dásamlega — Þú hlýtur að kannast við andlit margra hér, margt fólk sem þú hefur heyrt talað um. Tom skyggndist yfir mann- fjöldann með yfirlætissvip. — Við gerum ekki svo víðreist, sagði hann, — enda held ég að ég þekki hér ekki eina einustu sál. — Ef til vill þekkir þú ungfrúna þarna, sagði Gatsby og benti á forkunnarfagra stúlku sem vart virtist geta verið af þessum heimi. Hún sat undir hvitu plómu- tré og naut aðdáunarinnar.sem að henni beindist. Tom og Daisy störðu á hana, full þeifrar tilfinn- Fitzgerald ingar óraunveruleika, sem þvi fylgir að koma auga á mikla kvikmyndastjörnu i fyrsta sinn. — Hún er dásamleg, sagði Daisy. — Sá, sem lýtur yfir hana, er leikstjórinn hennar. Gatsby leiddi þau hátiðlega frá einum hópi til annars: — Frú Buchanan ...... herra Buchanan ...pðlðleikarinn, bætti hann við, eftir andartaks hik. — Sei, sei, nei, flýtti Tom sér að andmæla. — Það er ekki ég. En augljóst var að Gatsby þótti þetta hljóma ágætlega, þvi Tom hélt áfram að nefnast „pólóleik- arinn”, allt kvöldið. — Ég hef aldrei hitt svona margt frægt fólk, hrópaöi Daisy upp yfir sig. — Hann var viðkunn- anlegur þessi maður, — hvað sem hann annars heitir — sá með blá- leita nefiö. Gatsby tilgreindi hann og bætti við að hann væri minniháttar kvikmyndaframleiðandi. — Jæja, en ég kunni nú samt vel viö hann. — En gæti ég ekki verið laus viö að vera kallaður „pólóleikar- inn”, sagði Tom vingjarnlega. — Ég vildi fremur virða þetta fræga fólk fyrir mér, sem óþekktur maður. Þau Daisy og Gatsby dönsuðu. Ég minnist að ég undraðist að sjá hve tigulega hann dansaði fox- trot, — ég hafði aldrei séð hann dansa fyrr. Að þvi búnu héldu þau yfir að minu húsi og sátu þar á tröppunum I hálfa klukkustund, meðan ég stóð á verði að beiöni hennar i garðinum. — Ef kviknar I eða ef það kemur flóðbylgja, sagði hún til útskýringar, — já, eba annar guðlegur refsidómur. Tom kom i ljós á ný, þegar við höfðum sezt að kvöldverði. — Væri ykkur sama þótt ég borðaöi með fólki þarna fyrir handan? sagði hann. — Það er þar svo anzi skemmtilegur náungi. — Faröu bara, sagði Daisy vin- gjarnlega, — og ef þú skyldir þurfa að skrifa hjá þér heimilis- 2. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.