Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 14

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 14
Texti og myndir: Jens Kr. Overgaard Jöklaferð við miðbaug Nú stöndum viö hér — nokkur hundruð kílómetra sunnan við miöbaug í hitabelti Afríku — og klæðum okkur í kuldaúlpur, prjónahúfur og þykka vettlinga. Þaö er ekki af því að við höfum fengiö sólsting eöa séum oröin vitlaus; viö höfum þvert á móti einsett okkur aö gera tilraun til aö klífa hæsta f jall megin- lands Afríku, Kilimanjaro. Viö Birgit höfum nú í bráöum eitt ár verið gagn- tekin hugmyndinni um aö komast upp á þennan bergrisa, sem er um 60 kílómetrar í þvermál viö fjallsræturnar, meö snævi þakta tinda sem teygja sig næstum sex kílómetra upp í himininn. Og loks í dag, 7. júlí 1980, gátum viö reist tjöld okkar í Moshi, einum af stærri bæjum Tansaníu, aöeins nokkra kílómetra frá f jallsrótunum. Lokaundirbúningur Viö höfum lengi vitaö — af samtölum viö fólk sem klifiö hefur Kilimanjaro á undan okkur — aö þaö er skynsamlegt að fá í liö meö sér nokkra innfædda sem þekkja fjalliö vel. Þaö er svo stórt aö það er eins víst aö maöur fari villur vegar í hlíðunum eöa lendi í hrakningum ef á skellur þoka eöa kuldi. Þaö er heldur ekki sama hvaöa leið er farin upp á tind- inn. Raunar er bara ein leiö sem talin er fær fyrir þá sem ekki hafa meiri reynslu í f jallaklifri en viö. Viö höfum þess vegna notað tímann síöan viö komum til Moshi til þess aö ráöa þrjá Afríkumenn sem hafa áöur farið upp á fjallstindinn og eru reiðu- búnir aö gera þaö aftur — auövitaö fyrir þóknun. Einn þeirra Elías, brosleitur og vingjarnlegur chagga, á aö giska þrítugur, á aö vera leiösögu- maöur því hann þekkir fjallið eins og handarbakiö á sér. Hinir tveir eiga aö bera föggur okkar meö Elíasi. Viö semjum viö þá um aö kaupa feröanesti handa okkur öllum til fimm daga, en það er sá tími sem áætlaö er aö leiöangurinn taki, aö því viöbættu að matreiða fyrir okkur meðan viö erum á þessari ferö. Fyrir allt þetta komum viö okkur saman um fast verö, þrjú þúsund Tansaníushillinga eöa því sem næst 2.100 danskar krónur (á verðgildi nú tæp- ar 3000 íslenskar — þýö.). Um hádegisleytiö í dag var allt til reiöu, búiö aö kaupa nesti fyrir fimm manns í fimm daga, stórar körfur og pappakassa úttroöna af kartöflum og freönu kjöti, eggjum, brauöi, tei og hunangi, banönum og appelsínum, gulrótum og káli. Viö yfirgáfum Moshi og eftir klukkustundar akstur bar okkur aö smáþorpinu Marangu, þar sem byrjar aö halla á brattann. Héöan ætlum viö aö hef ja 55 kílómetra gönguna upp á tindinn. Líklega fara fæstir til hitabeltisins í svörtu Afríku í kuldajakka, meö prjónapottlu og vettlinga, en hér í Marangu er líka hægt aö taka þessar flíkur á leigu því hlý föt eru alger forsenda þess aö gera sér von um aö ná hæsta tindinum, hinum fyrirheitna Kibo. Þar er nefnilega — aö því manni er sagt—allt niður í tíu gráöa frost og bölvaöur næöingur. Eftir klukkutíma viödvöl í þessari sérstöku „sportvöru- verslun” viö rætur fjallsins er klukkan oröin 15 og mál aö koma sér af staö í fyrsta áfanga feröarinnar til aö ná fyrsta náttstaö áöur en verður of dimmt. Upp gegnum regnskóginn Buröarmenn okkar raöa farangrinum upp á höfuöin: nestinu, kuldafötunum (til síöari nota), svefnpokunum, brúsum með soönu vatni. Þeir fara létt meö fimmtán kíló á mann þrátt fyrir aö þeir séu aliir smávaxnir og mjóslegnir. Sjálf látum viö okk- ur nægja aö bera myndavélarnar okkar tvær meö aödráttarlinsum og gnótt filma, regngallana og sinn voldugan göngustafinn hvort. Leiöin frá Marangu upp í fyrsta náttstaö, Mand- ara-kofana, liggur í gegnum einstaklega frjósaman regnskóg. Og regnskógur er þaö sannarlega því alla leiöina veröum viö aö baksa í gegnum ausandi rign- ingu sem gerir mjóan stíginn aö samblandi af vot- um, hálum trjárótum og rauöum leirdrullugraut. Áöur en langt um líöur veröur vegurinn aö mjóu ein- stigi sem höggviö er þvert í gegnum þennan frum- skóg, sem annars er ógerningur aö bolast í gegnum. Það hallar mjög á fótinn og viö verðum stundum beinlínis aö klifra yfir kræklóttar og slímugar ræturnar á einstiginu. Þótt enn sé tiltölulega lágt yfir sjó (Mandarakofarnir eru í 2727 metra hæö) miðar okkur hægt. Hver minnsta tilraun til aö hraöa feröinni eykur hjartsláttinn þegar í staö svo ugg- vænlegt veröur. Eg verö aö stansa hvaö eftir annað og kasta mæðinni, meö 180 æðaslög á mínútu! Viö vitum aö í þessum regnskógum Kilimanjaro eiga aö vera bæöi vísundar, fílar, nashyrningar og hlébaröar, en viö treystum því aö stöðugur manna- þefurinn frá þessu einstigi dugi til aö halda hættu- legustu dýrunum í hæfilegri fjarlægö. Aö minnsta kosti komumst viö hjá því aö horfast í augu við solt- inn hlébarða og látum okkur nægja aö finna sterka lykt af öpum. Klukkan er 18. Viö höfum nú verið þrjá tima á leiöinni og Mandara-kofarnir koma allt í einu í ljós í þokunni. Stórrigningin hefur breyst, fyrst í fíngerö- an úöa, síöan í niöaþoku. Viö erum í miöju skýja- beltinu sem næstum alltaf er um þetta regnskóga- belti í fjallshlíöunum. Þaö er nánast heppni aö viö skulum koma auga á kofana því þeir eru spölkorn frá stígnum. í ljós kemur aö í Mandara eru um tíu smáhús. Eitt er „eldhús” (stórt, sótsviöiö hús meö svörtu eldstæði á miöju gólfi), annaö er náttstaður fyrir buröarmennina. Afgangurinn er fyrir okkur, „túristana”, lítil fjölskyldusvefnherbergi og sam- eiginlegur matsalur. Vel þreytt, rennvot og klístruö meö rauðum leir upp á læri komum viö okkur fyrir í stórum, köldum matsalnum og bíðum þess aö þjónar okkar færi okk- ur kvöldmatinn. Nú er orðiö aldimmt (hér viö miö- baug er komiö niöamyrkur klukkan 19!) og viö verðum aö hafa olíulampa á boröinu þegar matur- inn loks kemur. Meðan stígvélin okkar hanga til þerris yfir opnu eldstæöinu í „eldhúsinu” og meöan votir sokkarnir okkar hanga í sama tilgangi og lítiö lystaukandi yfir lampanum á borðinu njótum viö dásamlegrar, heitrar máltíöar hér í ókleifum, þoku- hjúpuðum frumskóginum í hlíöum Kilimanjaro! Skýjum ofar Miövikudagur 9. júlí. Elías, þessi umhyggjusami leiösögumaöur okkar, vekur okkur klukkan sjö meö bolla af rjúkandi tei, áöur en viö náum aö skríöa úr svefnpokunum. Þaö er vel þegiö á þessum haust- lega þokumorgni. Ekki líöur á löngu áöur en Elías og aöstoöarmenn hans hafa búiö okkur ríkulegt morgunveröarborö: Eggjaköku, beikon, brauðmeö hunangi og te, svo okkur finnst viö býsna vel endur- nærö þegar viö leggjum af staö klukkan níu í næsta áfanga hins fyrirheitna takmarks. Viö erum enn í regnskóginum en hann breytir um svip eftir því sem hæöin eykst. Þegar í gær tókum viö eftir sérkennilegum mosaslæöum sem hanga í löngum taumum niöur úr greinunum og gróa þar í sífelldum raka, en nú breytist þessi mosavöxtur yfir í hrikaleg form sem ásamt skuggamyndum trjánna í blindþokunni gera þaö aö verkum aö okkur finnst sem viö séum í ævintýraskógi á framandi plánetu. Þar viö bætist aö á opnum svæöum í skóginum vex lyng sem er í allt öörum stæröarhlutföllum en heima. Lyngið hér á Kilimanjaro er nefnilega allt upp í 5—7 metrar á hæö! Viö höfum vaöið drulluna í ökkla í tvo tíma þegar viö komum klukkan 11 allt í einu upp úr regnskógin- um. Viö erum viö jaöarinn á endalausum heiöarfláka sem hallar eilítið upp í móti og hverfur einhvers staöar í móskuna. Viö vonuðum aö hér myndum viö sjá snævi þakinn tind Kilimanjaro í fyrsta sinn, en viö skimum árangurslaust og sjáum ekki annaö en gríöarlega víöáttu meö lyngi og klettum, þetta er víst ansi stórt fjall! Þaö er enn dálítill þokuslæðing- ur en þaö mótar fyrir sólinni gegnum þokuna; við erum aö komast upp úr skýjunum. Viö fylgjum enn þröngum stíg — líklega þeim eina á svo sem þrjátíu kílómetra svæöi. Viö ræöum okk- ar í milli um veslings fólkiö sem sjálft ætlaöi aö rata sína leiö upp á tindinn, vék af stígnum og hefur ekki sést síðan. Þeir eru fjölmargir sem hafa horfiö algerlega og þaö skiljum viö vel: villist maður hér getur maöur ráfaö dögum saman án þess að finna nokkra leiö upp eöa niöur, og hér er sérlega kalt um nætur. Hve bágt er aö rata hér af eigin rammleik má meöal annars ráöa af því aö eftir tveggja daga göngu höfum viö enn ekki séö tangur eða tetur af tindinum sjálfum. Fjalliö er einfaldlega of stórt og skýin grúfa of nærri því til þess aö viö getum almennilega skynjaö aö viö séum í f jallshlíð. Kibo kemur í Ijós Klukkan er oröin 15 þegar viö greinum í þokunni þyrpingu af trékofum, öllum eins, sem reka gaflana upp móti gráum himni. Þeir standa á miðjum þess- um hallandi heiöarfláka, sem viö höfum nú veriö aö keifa eftir síöustu fjóra tímana. Viö nálgumst Horombo-kofana, næturstaö okkar númer tvö: um 20 trékofa. Viö leggjum einn þeirra undir okkur und- ir eins og hvílum okkur um hríð, eftir aö hjálpar- hellurnar okkar hafa fært okkur bolla af endurnær- andi tei. Viö höfum sjálfsagt blundaö svo sem hálftíma þegar viö vöknum aftur til raunveruleikans viö aö vindgustur rykkir nokkrum sinnum ærlega í kof- ann. Viö lítum út um gluggann og sjáum gjörbreytt- landslag: Þegar viö komum var allt grátt og ekkert nema grátt, þoka meö 30—40 metra skyggni. En nú er allt f jalliö skafheiöríkt og viö sjáum takmark okkar í fyrsta sinn, snævi þakinn Kibo-tind! Hann rís eins og himneskt tákn yfir búöir okkar, enn á að giska tvær dagleiðir frá okkur. Viö njótum útsýnisins í tvær mínútur, en þá slotar fallvindunum aö ofan og rök, þétt þokan breiöir sig aftur yfir hlíöarnar og hylur allt. Vafasamar horfur í Horombo Horombo-kofarnir eru í 3.780 metra hæö og nú finnum við fyrstu daufu einkenni þess aö viö séum komin í óvenju mikla hæö. Viö finnum bæði léttan þrýsting á gagnaugun, höfuðverkjarseyöinginn sem næstum allir finna sem eru á sömu leið og viö. Hér í Horombo hittum viö nefnilega um tvo tugi okkar Iíka, einkum frá Hollandi, Vestur-Þýskalandi og Englandi. Sumir eru á leið upp eins og viö, aörir hafa sigraö f jalliö og eru á leið niöur. Allir ætla aö dvelja hér í nótt og á svona kvöldi er enginn endir á lifandi lýsingum þeirra sem hefur lukkast aö kom- ast á tindinn. Flestar lýsingarnar eru á þeim óþægindum og sjúkdómum sem viö getum vænst frá og meö morgundeginum vegna súrefnisskorts í þunnu loftinu. Þannig eru nokkrir í hópnum sem hafa varið drjúgum hluta þriöja dagsins í að kasta 14 Vikan 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.