Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 27

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 27
hann til að vekja athygli, berja í borðið eða hrópa. Nei, þó vil ég ekki viðurkenna að svona hávaði sé endilega tæki unga fólksins. Þetta er bara hluti af hinu tæknivædda þjóðfélagi og því eiga hinir eldri kannski eftir að venjast.” Úr hávadanum í daudann — ertu hrœdd vid ad deyja ? „Nei, ég veit ekki annars hvað það er að deyja. Ekki vildi ég samt deyja núna. Mig langar til að lifa svolítið lengur.” Enga hugmynd um hvad verður um þig? „Nei, ekki nokkra, en þessi hræðsla viö dauðann byggist örugglega aðallega á því að verður ekki lengi. Lifa lífinu alltaf, já einmitt, þannig á það að vera. Ekki fara þá fyrst, þeg- ar fjölskyldan, húsið og bíllinn er allt komið, að lifa lífinu heldur einbeita sér stöðugt að því. Mér finnst hugsunarhátturinn hjá þessari stóriðjukynslóð vera þannig að grundvöllur þess að lifa lífinu sé traust, fjárhagsleg af- koma, kjarnafjölskyldan, bíll, myndsegul- band og allt það. Gallinn er sá að þegar þannig er hugsað er fólk alla ævina að vinna fyrir því. Lífið líður þá hjá án þess að því sé lifað. Maðurinn getur haldið áfram að vinna á skrifstofunni og átt draum um eitthvað stórt, ef maður er að fara að deyja þá kemur hugsunin um það sem hefði átt að gera og ónotaða tímann. Þetta er með öðrum orðum spurningin um tilgang lífsins.” Ertu trúud? „Nei, ekki svo mjög, ekki í þessum kirkju- lega skilningi.” Stóridjukynslódin — hvad getur hún lœrt af unga fólkinu ? „Að gefa mörgum hlutum tækifæri, gleyma sér ekki á skrifstofunni og í milljón tonnum af steinsteypu. LlFIÐ ER TIL AÐ LIFA ÞVÍ. lltúrdúrar eiga að fá tækifæri — að gera eitt- hvað sem örugglega alla langar til en ekki má. Ég má gera hitt og þetta ennþá en það hann verður bara að minnast þess að slíkt er ekkinóg.” Ertu ad gagnrýna lífsgæóakapphlaupjd? „(Hlátur) Mér finnst allt í lagi að koma sér upp húsi, bíl og myndsegulbandi en ég vil ekki að fólk drepi sig á því í ieiðinni eða komi brenglaðútúr.” Tískan og samkeppnin — er unga kynslóðin nokkuð betri? „Kannski ekki alltaf en nýtt er alltaf nýtt, nýjar aðferðir og nýjar leiðir. Hlutir fæðast og hringrásin heldur áfram með unga fólkinu sem leitar sífellt nýrra leiða. Þaö er ekki hægt að notast viö leið hinna eldri því hana þekk- irðu ekki. Tískan er spegilmynd af okkur sjálfum, þar fær leitunarþrá og hugmynda- flug tækifæri til að leika lausum hala. ” Fylgist þú með í tískuheiminum ? „Já, mjög svo. Maður reynir svoleiðis auð- vitað, það er hollt að fylgjast með því sem gerist í kringum mann. ” Fjölskylduhagir þínir — úr hvernig fjöl- skyldu ? „Millistéttarfjölskyldu, báðir foreldrar mínir gengu menntaveginn. Mamma er bóka- safnsfræðingur og pabbi tannlæknir, ósköp venjuleg fjölskylda vildi ég segja. Við höfum alltaf gætt þess að lifa lífinu. Ef einhver vand- ræði eru yfirvofandi er bara slappað af. Þó verður að viðurkenna að ég sætti mig ekki við lífsmynstur foreldra minna sem er annað en mitt. Ég er reyndar farin að heiman. Við skiljum þó hvert annað og viðurkennum þenn- an skoðanaágreining og ólíkar þarfir.” Farin að heiman — er heppilegt að fara snemma að heiman ? „Maður verður að fá að brjótast áfram. Þetta er eins og með ungann í hreiörinu sem þarf spark út úr því til að hann læri flugið.” Vinna — afstaðaþín til hennar? „Vinna er mér böl, alveg ferlega leiðinleg. Eg skil ekki þessa ríkjandi vinnugleði, þó ábyggilega sé mjög auðvelt að detta í hana. En það verða allir að vinna og vinnan þarf þá helst að vera gefandi. Þegar vinna er „rútína” og endurtekning er hún hræðileg.” Skóli — viðhorf til hans? „Mér finnst að flestir ættu að fara meira en í grunnskóla — ef ég fyndi mitt fag væri ég til með að vera endalaust í skóla. Skóli gefur möguleika og er jákvæður og skapandi en getur að vísu verið fullur endurtekninga á stundum.” Músík. „Ég er ekkert forfallin í músík þó ég hafi gaman af henni. David Bowie elska ég samt út af lífinu. Ætli megi ekki segja að ég kunni best við þá músík sem er nýjust núna. ” Skemmtanagleði. „Mikil — ég tek fullan þátt í skemmtanalífi hjáungufólki (og afmiklum móð).” Bíómyndir — fer Margrét mikið í bíó ? Já, það segist hún gera. Hún tókst öll á loft við spurninguna: „Og hvílík synd að hann Fassbinder skuli vera dáinn, ég trúi því varla ennþá.” Tómstundagaman — í hvað fara tómstund- irnar? Heilmikið af þeim fer að sjálfsögðu 1 leiK- list. „Ég vil bara helst ekki hafa neitt tóm- stundagaman, ég þarf að fara í bíó og út að skemmta mér.” Og nú kom líka annað fram hjá Margréti: „Ég á 11/2 árs gamlan son og hann tekur eins og gefur að skilja mikinn tíma. Sambandið við barnsföðurinn er þó mjög gott og strákurinn er oft hjá honum. Mig langaði óskaplega mikið til að eignast barnið þegar ég var ófrísk en vil ekki segja að hann fullnægi mér alveg. Hvað sem ég geri verður þó alltaf staður fyrir Andra.” Undir lok viðtalsins barst talið aftur að framtíðaráformum og væntingum foreldra Margrétar. Pabbi hennar vildi að hún yrði blaðamaður, mamman lögfræðingur en hvað segir hún sjálf núna: „Ég hef mínar „ambi- sjónir” í ýmsar áttir og verð að fara og kanna þetta.” . _ Er hcegt að eiga opnari og k W meira spennandi framtíð? í—U 32. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.