Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 17

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 17
Mannraunir metra sem eftir eru upp á sjálfa gígbrúnina. Svo viö veröumaðþraukaogsjáhvaðsetur. . . Síðasta þjáninganóttin Um kvöldiö kynnir Elías fyrir okkur áætlun síö- asta áfangans. Klukkan 1 — sem sagt rétt eftir miö- nætti — verðum viö vakin, fáum tebolla í skyndi og hálftíma síðar eigum viö aö hefja síöasta áfangann. Hann á aö taka um sex tíma, ganga og klifur upp snarbrattan eldgíginn, upp aö Gillman’s Point á gígbarminum. Á slaginu klukkan 18 kemur Elías meö steiktan kjúkling og soðnar kartöflur handa okkur. En viö getum ekki borðað nema nokkra munnbita. Ogleöi, höfuðverkur og örmögnun koma í veg fyrir aö viö getum gert okkur gott af krásinni. Viö erum komin í svefnpokana klukkan 18.30 til aö reyna aö sofa sem mest áöur en stóra stundin rennur upp. — Nú er klukkan 1.20 og viö höfum átt svefnlausa hörmunganótt og háö baráttu viö kuldann og „fjallaveikina”. Eitt einkenni „fjallaveikinnar” er það hvaö manni er ótrúlega kalt. Viö klæddum okk- ur í allt sem hægt var aö finna: Vettlinga, skíöa- sokka og kuldajakka ofan í svefnpokunum, en lág- um samt og skulfum svo tennurnar glömruöu. Þó var ekki svo kalt inni í kofanum: 1 gráöa á Celsíus! Viö komumst ekki hjá að taka sína sjóveikitöfluna hvort til aö geta afborið biðina þangaö til Elías vakti okkur meö morguntei og tveimur kexkökum. Þaö er ekki mikiö talað meöan viö sitjum hér og bíðum brottfarar. Viö erum tveir Danir, þrír Eng- lendingar og hópur af Þjóðverjum og Hollending- um sem ætla aö reyna aö komast á tindinn í nótt. Viö erum víst öll meira og minna kvíöin. Nú kemur í ljós hvort þaö sem viö höfum einbeitt okkur aö í marga mánuöi reynist gerlegt. Viö tökum aöeins það allra nauösynlegasta með okkur, þaö er aö segja myndavélarnar og nóg af filmum og nokkrar töflur af þrúgusykri. Burðarmennirnir koma ekki meö síðasta áfangann því við eigum að snúa aftur til sama staöar eftir svo sem átta tíma. Loksins! Klukkan hálftvö aðfaranótt 11. júlí leggur sér- kennileg halarófa af staö upp frá Kibo-sæluhúsinu. Þaö er niödimm nótt, stjörnubjört og ísköld, strekk- ingsvindur. Við göngum þétt á hæla Elíasi sem lýs- ir okkur meö olíulugt. Meö í ferðinni eru hinir fjalla- garparnir, hver meö sínum leiðsögumanni og hver leiösögumaöurinn með sína lugt. Þaö er talsveröur hópur fólks sem nú fetar sig hægt og þegjandi upp eftir f jallinu. I þessari hæö er ekki skipst á nema því bráðnauðsynlegasta af orðum — einfaldlega til aö spara orkuna. Upp liggur leiöin — óendanlega hægt eins og filma sem sýnd er allt of hægt. Þaö er bratt, snarbratt. Undir fæti er lausagrjót, klettasnasir og eldfjalla- vikur. Viö köstum mæöinni óteljandi sinnum en um leiö nístir kuldinn og rekur okkur áfram. Frostið er nálægt tíu gráöum á Celsíus og næöingsvindur herj- ar án afláts. „Fjallaveikin” versnar eftir því sem ofar dregur. Okkur finnst viö vera gersamlega máttlaus og horfum á hvert annað slaga um eins og dauöadrukkin. Endrum og eins steypumst viö í urö- inni og liggjum hreyfingarlaus um stund, uns viö höfum safnað kröftum til aö rísa á fætur á ný. Þrúgusykurinn, sem heföi átt aö veita okkur þann þrótt sem við þörfnumst svo mjög, eykur bara ógleöina og í staðinn veröum viö aö gleypa sjó- veikipillu. Þeir sem ekki gera þaö veröa hvaö eft- ir annað aö „færa fórnir”. Þetta er staöurinn þar sem jafnvel þeir þjálfuöustu hafa sést örmagna, hangandi á göngustöf unum sínum meö höfuö niöri á bringu, másandi og blásandi, uppgefnir. Viö erum nú komin yfir 5000 metra hæð og þeir einu sem ekki eru veikir eru innfæddu fararstjór- arnir sem eru aldir upp í þunnu loftslagi. Só sem JÖKLAFERÐ VID MIÐBAUG hefur aliö allan sinn aldur á tansanísku hásléttunni hefur miklu meiri möguleika ó aö standast loftslag Kilimanjaro heldur en Danaveslingar sem bara hafa séö Himmelbjerget tilsýndar. 1 5500 metra hæö erum viö bæöi tilbúin aö gefast upp en aöeins stutta stund því Elías stappar blíö- lega í okkur stálinu, þrífur til okkar þegar við slög- um of mikið og ekki er annaö sýnna en viö munum velta til baka, niöur, og bíöur okkar þolinmóöur þeg- ar viö meö æ styttra millibili stöldrum viö til aö blása mæöinni. Sólarupprás á Kilimanjaro Síöustu 200 metrana eru ekki nema fimm skref á milli hvílda og jafnvel svona nálægt finnst okkur takmarkiö svo óendanlega langt undan aö viö erum alls ekki viss um aö viö náum því. En sú tilhugsun aö þaö sé nú eöa aldrei drífur okkur til dáöa og rétt áöur en viö náum alla leiö hljótum viö ríkulega umbun meö þeirri dýrölegustu náttúrusýn sem viö höfum nokkurn tíma augum litiö. Fram til þess hefur veriö dimmt af nóttu en á fáeinum mínútum breytist allt og viö lifum sólarupprás sem aöeins fó- ir jarðarbúar fá nokkru sinni aö kynnast: Sólin rís yfir Kilimanjaro! Stórkostlegur, gullinn bjarmi lýs- ir fjalliö. Langt fyrir neðan okkur liggur þétt skýjalagiö eins og ullarlagöur og geislar rísandi sólar gefa þessum skýjamyndunum næstum yfir- náttúrlega fegurö. Mawenzi-drangurinn stend- ur eins og Þyrnirósarturn upp úr ullarlagðinum. Þessi viðburöur einn gerir allt sem við höfum á okkur lagt ómaksins vert! Sigurinn! Meö sólinni dregur úr versta kuldanum og með því aö sjóveikitöflurnar hafa sín áhrif samtímis líöur okkur eiginlega prýöilega þegar við um síöir erum þess umkominn aö stíga fæti á Gillman’s Point á gígbarmi eldfjallsins, klukkan 7.30, eftir nákvæm- lega 6 tíma göngu. Gillman’s Point er merktur meö plötu, sem segir aö hæöin sé 5.685 metrar yfir sjó, og þar fyrir utan finnum viö fjölda af fánum og veifum sem fyrri leiöangrar hafa komiö fyrir hér. Viö erum sjálf meö dálítinn dannebrogfána sem viö setjum nú meöal hinna — eina danska fánann sem er hér þessa stundina. Héöan er ólýsanlegt útsýni, sumpart inn í gíginn, sem er um tveir kílómetrar á breidd og ekki sérlega djúpur, og sumpart yfir ísmyndanirnar sem víöa þekja ytri hlíöar eldfjallsins. Gillman’s Point er ís- laus en viö sjáum aö örskammt frá liggja ókleifir jökulflákar sem teygja sig langt niður eftir hlíöun- um. Hallar undan fæti Við dveljum á tindinum í um hálftíma, þangað til Elías telur hæfilegt aö leggja af staö niöur eftir aftur. Þaö sem haföi tekið 6 tíma á leiöinni upp tekur nú ekki nema þrjú kortér (!) á niðurleiðinni. Viö rennum okkur og skoppum niöur brattann svo ryk og möl stendur í stórum strókum hátt í loft upp ó eftir okkur. Klukkan er ekki nema 9 þegar viö komum aö Kibo-kofunum en þrátt fyrir örmögnunina og aö viö getum ekki rifjað upp hvenær viö fengum síðast aö boröa er nú um aö gera aö komast áfram, í lægri og þægilegri hæöir. Viö skellum í okkur tebolla og tveimur kexkökum í hvelli, vefjum saman svefn- pokana og yfirgefum þennan fráhrindandi staö meö Elíasi og buröarkörlunum. Viö ætlum aö ná Horombo-kofunum, 16 kílómetrum lægra í fjallinu. Þar ætlum viö aö sofa fjóröu nóttina. Löngu áöur en viö náum Horombo er okkur fariö aö líöa langtum betur. Höfuöverkurinn og ógleðin réna og viö verðum svöng. Þegar viö loks náum Horombo seint um daginn finnst okkur næstum aö viö séum komin niður á láglendið. Þó er hæöin hér 3.780 metrar yfir sjó. Síöan um miðjan dag í gær og þangað til í kvöld, aö við náöum til Horombo, höfum við aðeins fengiö tebolla við og við og nokkrar kexkökur. Þar aö auki höfum viö misst einnar nætur svefn en í staðinn ferö- ast 36 kílómetra veg um þetta erfiöa landslag. Þaö er ekki aö undra þótt við höfum óvenju góöa lyst í kvöld! Nú ætlum viö aö sofa almennilega út því á morgun ætlum við aö freista þess aö komast alveg niöur af fjallinu, sleppa sem sagt fyrsta sæluhúsinu. Þetta veröur 28 kílómetra ferö, þar af talsveröur hluti á ógreiöfærum stígum regnskógarins. Aftur til menningarinnar Laugardagur 12. júlí: Þetta er síðasti dagur leiöangursins. I ljós kemur aö þaö er talsvert auöveldara en viö bjuggumst viö aö halda áætlun og komast þessa 28 kílómetra niður til Marangu í einni lotu. Þaö er í fyrsta lagi ótrúlega mikiö léttara aö fara undan en á fótinn — og þar aö auki erum viö svo heppin aö fá gott veöur í gegnum regnskóginn. A leiöinni upp var hann blautur, slímugur og háll en nú er unaðslegt sólskin og fast undir fæti. Klukkan 15 náum viö til menningarinnar og veröum aö kveöja hann Elías okkar og burðarkarl- ana meö trega. Án þeirra hefðum viö ekki náö tak- marki okkar. Viö yfirgefum nú Kilimanjaro og höld- um til aðalstöðva okkar í Moshi. 1 pússi okkar höf- um við fjölmargar áteknar og dýrmætar ljós- myndafilmur og ógleymanlega lífsreynslu. Viö finnum þaö nú þegar að næstu dagana veröum viö aö vera meira sitjandi en gangandi. Eymslin í fótavöövunum veröa tvímælalaust til aö minna okkur á 110 kílómetra löng átök okkar viö Kilimanjaro. ^ 32. tbl. Vlkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.