Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 51

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 51
Draumar I sundi Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig um að ráða þennan draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mig dreymdi að ég vceri í skyldusundi. Það er ein stelþa sem af vissum ástæðum horfir á. Hún segir við kennarann: ,, Get ég fengið að tala við stelpurnar svo allar heyri? Kennarinn segir að það sé allt í lagi. Hún byrjar að sþyrja okkur hvort við séum hræddar við dauðann og allar svara játandi. Þá byrjar hún að tala um að hún sé að fara að deyja og eitt- hvað um að mamma hennar gráti stanslaust og vilji ekki að litla mýslan hennar deyi. ,,Amma huggar mig ætíð og segir að hún komi til mín seinna. En ég veit að nú fæ ég að fara til guðs sem er œtíð svo góður, ” segir hún. Mér finnst ég vera að fara að gráta svo að ég sting mér í vatnið. Stelpan seg- ir: ,,Stelþur, það er best aðþið kveðjið mig núna því ég dey nú t nðtt. Læknirinn segir það og hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér. ’ ’ Svona var þessi draumur sem mig dreymdi. María. Þennan draum er varasamt að ráða mjög eindregið. Sumt bendir til að hann boði stelp- unni veikindi en góðan og fulla bata. Ef þér hefur fundist hún vera alveg dáin (tilfinningin svo sterk fyrir því) þá boðar hann henni eingöngu langlífí. Fyrir þig er þessi draumur vísbending um ósjálfstæði og að þú reiðir þig um of á aðra. Það getur þó verið gott að þiggja aðstoð sem boðin er af góðum hug og þú munt þurfa á henni að halda (jákvætt ef um nám er að ræða). Þú mátt vara þig á baknagi, einkum ef þú ert hrifin af einhverjum strak. Ofund gæti valdið því að þú yrðir fyrir leiðindum út af bak- tali en hins vegar bendir allt til þess að ástarmál séu þér mjög hagstæð og áhugi endurgoldinn ef þú ert í þeim hugleiðingum. Gæsir skotnar Sœll Póstur! Mig langar að biðja þig um að ráða draum. Hann er svona. Það komu nokkrir strákar, sem ég er með t skóla, heim. Við skulum kalla þá G., T., K. og H. Við vorum í túninu heima. Það er fyrir neðan bæinu. H. og K. fóru eitthvað með ]. og Þ. bræðrum mínum. G. var þá með byssu og skýtur þrjár gœsir og finnst mér eins og ég hafi verið ein gæsin og T. og G. hinar. Gæsirnar dráþust ekki og ég var að taka skotin úr mér. Er þá 0. allt t einu kominn og segir að það verði að skjóta gæsirnar sem mér finnst vera G. og T. Eg vakna við það að Ó. ætlar að skjóta G. og ég og T. stöndum og horfum á. Bæ, Fjðla. Hvað getur þú lesið úr skriftinni? Því miður er draumráðandi ekki fær um að lesa úr skrift en hér er draumráðningin: Þótt undarlegt megi virðast er þessi draumur þér að mestu leyti fyrir góðu. Draumanöfnin öll, nema nafn Þ., eru mjög góð og eink- um er draumurinn jákvæður fyrir ykkur sem urðuð fyrir skoti. Því má bæta við að ekki er ólíklegt að þið gerið ykkur sek um ein- hverja flónsku og fíflagang og sleppið vel frá því og hafið jafn- vel gaman af en það er þá fyrir hjálp hinna sem koma fyrir í draumnum. Yfirleitt má segja að draumurinn viti á mannfagnað og fjölda fólks í kringum þig og einhverja nýja vini muntu eign- ast á næstunni þó ekki risti sú vinátta endilega djúpt. Maður á jarðýtu Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum sem mig langar að láta ráða fyrir mig. Hann er svona: Eg var stödd á mjög stóru fjalli. Eitt hús stóð á þessu fjalli og var gil alls staðar við húsið. A var alveg upp við húsið og vegurinn sást ekki því áin flæddi yfir. Mér fannst ég vera fangi og maðurinn sem hélt mér þarna var fyrrverandi mað- ur minn. Hann fór með mig úr einu herbergi í annað. Þau voru 5—6. I einu herberginu voru borð og stólar. A borðinu var fullt af kökum. Og það skrýtna við það var að búið var að leggja á þær allar, annaðhvort með ávöxtum eða rjóma. Svo kom fullorðin kona og ég spurði hana: Því eru allar þessar kökur hér? Hún svarar: Það veltur á því hvort þú stenst þœr allar í tvo daga. Eg sagði: Það get ég ekki. Svo fannst mér hún fara með manninum og hann henda mér í drullu sem var rétt hjá húsinu. Hann segir: Eg ætla að drekkja þér í drull- unni. Síðan fannst mér ég kom- ast uþþ úr þessu, öll í leðju. Þá sé ég mann koma á jarðýtu á fullri ferð á ánni og fyrir er gríðarstór veggur úr stáli. Eg garga á fyrrverandi manninn minn: Hvað er að þér, ætlarðu að drepa manninn? Hann svar- ar: Hafðu engar áhyggjur, hann kemst óskaddaður. Svo sá ég að hann (maðurinn) gekk til baka. Mig langar til að vita hvort þetta varðar mig og manninn minn, ég er nú gift öðrum. Með fyrirfram þökk, 7730—9802 Þú hefur greinilega fundið breytingu til batnaðar í nýja hjónabandinu, aukið frelsi og unnið einhvern sigur í einkalíf- inu. Vera má að þú eða ein- hverjir þér nákomnir hafi átt við veikindi að stríða og ljóst er einnig að peningamál hafa verið mjög til umræðu, jafnvel umtalsverðir peningar. Gætu verið í sambandi við eitthvert fyrirtæki. Þér er boðið upp á að leiða hjá þér allar erfiðar ákvarðanir um peningamál sem geta brugðið til beggja vona, góðs eða ills. Auður og hamingja, missir og ef til vill arfur eða eitthvert dauðsfall (ef ekki veik- indi) gætu verið eitthvað af því sem fólk heldur að þú viljir ekki af vita. En þú vilt ekki skorast undan og ert reiðubúin að takast á við það sem að höndum ber. Þú verður (eða ert) viðriðin eitt- hvað þar sem miklir peningar eru í húfi og að sjálfsögðu geta verið einhverjar tálmanir en svo virðist sem fremur létt reynist að sigrast á þeim. Flest bendir til að nú- verandi hjónaband þitt sé farsælt og draumatáknin segja að mað- urinn þinn (núverandi) sé mjög traustur og ábyrgur í raun. Von- andi að ráðningin gagni þér vel en rétt er að taka fram að tákn- draumar leysa engan undan því að treysta eigin dómgreind og þroska hana sé þess nokkur kostur. Hér virðist geta verið um ýmislegt spennandi að tefla og gott að þú íhugir vel hvað þér finnst. Draumurinn getur ekki meira en sagt þér hvað fram í honum kemur en það er sem sagt gott. vehir augtýsendum góöa þjónustu á skynsamlegu verði og hver augtýsing nær tii aHra lesenda VIKUNNAR. V Auglýsingasími: 85320 J 32. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.