Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 43

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 43
Framhaldssaga til að fá sér matarbita. En hvað ertu með undir hendinni, Tessa? — Ekkert sérstakt, sagði hún hljómlaust. — Bara drasl! — Nei, en kæra vinkona, hvað amar nú að? Það er eins og þú berir allar heimsins áhyggjur á herðum þér. Hún tók upp vasaklútinn og þurrkaði tár, sem leitaði útrásar. — Æ, það er ekkert. Ég hafði bara gert mér of miklar vonir. — Við skulum koma inn í vagn- inn. Mér líst ekki á þetta fólk hérna. Hann hjálpaði henni upp í vagn- inn, og þegar hún sneri sér að hon- um til að þakka honum hjálpina, sá hún eitt andartak andlit hans nakið og grímulaust, áður en hann náði aftur valdi á svipbrigðum sín- um. En Tessu hitnaði af fögnuði, því ef henni skjátlaöist ekki því meira, þá var sú ljóshærða honum ekki jafnmikils virði og hún hafði haldið! — Nú? sagði höfuðsmaðurinn. — Segðu mér nú allt af létta! Tessa andvarpaði, hún hefði heldur viljað dvelja hugann viö heitar tilfinningar en blákaldan veruleikann. — Ég var víst ósköp barnaleg. En mig langaði svo til að hjálpa yöur. Eg tók því með mér nokkrar af myndunum mínum og ímyndaði mér, að ég gæti selt þær, svo að þér gætuð greitt skuldina, sem þér minntust á. En listaverkasalinn leit varla á myndirnar mínar, rétt gaut augunum á þær efstu í bunkanum og hristi svo höfuðið. — Til hvaða listaverkasala fórstu? Tessa nefndi nafnið. — Æ, hann! sagði höfuðsmaður- inn. — Hann kaupir bara nöfn. Sé um frægan málara að ræða, kaupir hann allt, hvort sem það er gott eða vont, en óþekktum lista- mönnum lítur hann ekki við. Má ég sjá myndirnar þínar? — Helst ekki. Þetta eru viðvaningsverk af versta tagi. — Leyfðu mér að mynda mína eigin skoðun á því. Án frekari vífilengja tók hann pakkann af henni og vafði utan af myndunum. Hann virti þær fyrir sér eina af annarri, án þess að segja eitt einasta orð. Svo vafði hann pappírnum aftur utan um þær. Svo strauk hann vanga hennar, en þá var Tessu allri lokið. Hún kveið því sárlega að heyra hann fella sinn dóm, en jafnframt þráði hún að leita trausts við öxl hans. Svarti engillinri — Hvar hefurðu faliö þetta? spurði hann hljómlaust. — I skúrnum, sem er fullur af tómum flöskum. — Jæja, innan um tómu vínflöskurnar hennar Lydíu! — Lydíaaf Ilmendrakkekki. — Ekki það? Hún drakk bæði með syni sínum og ráðsmannin- um, og það var hreint ekki lítið, sem henni tókst að innbyrða um ævina. Það var Lydía, sem eyði- lagði Kristján með því að hafa fyrir honum ósiðina og reyna ekki hið minnsta að halda aftur af hon- um. — En Kristján sagði, að móðir hans væri bindindispostuli. — Þá hefur hann logið. Þá nafn- bót verðskuldaði hins vegar móðir mín. Oljós minning bæri á sér í huga Tessu, en lagðist aftur til hvíldar, þegar höfuðsmaðurinn hóf máls á nýjan leik. — Það var fallegt af þér að vilja hjálpa mér, en ég hefði ekki undir nokkrum kringumstæðum getað tekiö við peningum frá þér. Þessar myndir eru líka alltof góðar til að selja þær. Ég mundi vilja eiga þær, allar með tölu. — Enéghefþegartekiðfrá...O, þetta hefði ég ekki átt að segja! Hann brosti. — Jólagjöf? Ég hlakka til. — Finnst yður þær virkilega góðar? spurði hún vantrúuð. — Mjöggóðar! Hún ljómaði. — Er þá einhver annar lista- verkasali, sem ég get snúið mér til? — Já, égþekkieinn,semverður yfir sig hrifinn. En þú mátt ekki... — Leyfið mér að ráða þessu. Viljið þér vera svo vænn að vísa mér veginn? Hann hélt aftur af henni. — Tessa, varðandi það, sem gerðistígærkvöldi.. — Segið ekki meira, greip hún fram í fyrir honum. — Ég var örvingluð af þreytu, það var allt ogsumt. Hann greip um axlir hennar og þrýsti henni niður í sætiö. — Jú, nú skaltu hlusta á mig, litla púðurtunna! Hefur þér nokk- urn tíma dottið í hug, hvað ég má halda aftur af mér til að snerta þig ekki? Jú, hún hafði reyndar haft hugboö um það. — Hvers vegna má ég ekki sýna þér, hvað mér þykir vænt um þig? sagði hann lágt. Tessa lokaði augunum, svo aö hann sæi ekki, hversu mikla hamingju þessi orð hans færðu henni. — Þaö hef ég þegar skýrt fyrir yður. Kristján er dáinn og ég elsk- aði hann. Eg er hins vegar of raunsæ til að eyða tilfinningum mín- um í vonlausa ást um aldur og ævi, ást til látins manns. En stúlkan yðar lifir, og þar gegnir því öðru máli. Ég get ekki barist við skugga. — Berst ég þá ekki lengur við skugga frænda míns? spurði hann vantrúaður. — Þrátt fyrir tal þitt um raunsæi. — Höfuðsmaður af Ilmen! Þetta þjónar engum tilgangi. Nú skulum við koma. I þetta sinn lét hann undan, treg- lega þó. Þau fylgdust þegjandi að til listaverkasalans. Og í þetta skipti hafði hún heppnina með sér. Listaverkasal- inn keypti mikinn hluta myndanna hennar og greiddi henni vel fyrir. Ef til vill hafði það sín áhrif, að hann þekkti höfuðsmanninn, því það var hingað, sem hann hafði komið með hin verðmætu málverk á Hedinge. En ef til vill gerði hann sér einnig grein fyrir því, að þessar litlu myndir yrði auðvelt aö selja. — Getið þér kannski borgað ein- hvern hluta skuldarinnar núna? spurði hún stolt, þegar þau voru á leiðinni til lögfræðingsins. — Einhvern hluta? Ég get greitt hana alla. Því eins og ég sagði, þá er hér ekki um stóra upp- hæð að ræða, þaö var aðeins FYRIRTÆKI - ATVINNUREKENDUR - Samkvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs er langhagstæð- ast að auglýsa í VIKUNNI af íslenskum tímaritum. - Kostnaður auglýsenda við að ná til hvers lesanda er lægstur hjá VIKUNNI. Auglýsingasími VIKUNNAR er 85320. 3«. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.