Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 15

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 15
Leiðin yfir „Söðulinn" er farin í kuldastorni en framundan er líka hinn goðumlíki Kibo-tindur. upp á 16—17 kílómetra gönguleiöinni upp aö þriöju og síðustu sæluhúsunum. Þaö eru meira aö segja sagöar sögur um fólk sem hefur oröiö hættulega veikt og orðiö aö fá súrefnisgjöf undir eins til aö bjarga lífinu. . . Þaö er líka til aö undirstrika hvaö okkar getur beöiö aö viö sjáum þarna fólk meö sára- umbúöir fyrir mestum hluta andlitsins, fólk sem varaði sig ekki á því hvaö sólin er brennandi í svona þunnu lofti. Þaö skapar einhverja undarlega óróleikatilfinningu aö standa þannig frammi fyrir lýsingum þeirra sem eru á leiöinni niður, og nú, þeg- ar viö eigum svo skammt ófariö, vaknar í fyrsta sinn efi um aö okkur muni yfirleitt lánast að gera þaö sem viö ætlum okkur. Klukkan 21 göngum viö til hvílu til aö vera sem best hvíld fyrir erfiöi morgundagsins. Vellíðanin kvödd Klukkan er sjö aö morgni þriöja dags. Það er sól, loftið tært og svalt, minnir á október. Istindurinn er óendanlega skýr þarna uppi, baöaöur í sól, og dálít- ið austar sést næsthæsti tindur Kilimanjaro, ókleifi og klettskorni drangurinn Mawenzi. í dag er ferö- inni heitið úr 3.780 metra hæö í 4.730 metra hæö, aö síöasta sæluhúsi á leiöinni, Kibo-kofunum. Við höf- um ekki gengið nema svo sem klukkutíma þegar á vegi okkar veröur skilti sem tilkynnir aö hér sé „the last water” á leiðinni. Þaö þýöir aö buröarmenn okkar veröa aö bera meö sér allt vatn sem þarf til matargeröar og drykkjar næsta sólarhringinn, og þaö er þungt að bera vatn í þessari hæö. (Þvottur er vitaskuld óhugsandi lúxus hér!) Landslagið verður nú hrikalegt fyrir alvöru. Stór björg liggja hver um annaö þvert. Gróöur er hér ennþá en lágvaxinn og harögeröur. Nú getum við ekki lengur efast um að viö þjáumst af súrefnis- skorti. Höfuðverkjarseyöingurinn er oröinn aö reglulegum höfuöverk og feröahraöinn er oröinn hlægilega lítill. Viö neyöumst einfaldlega til aö fara óendanlega hægt, sérstaklega þar sem brattast er. Viö vitum allt of vel aö margir hafa oröiö aö gefast upp af því að þeir ofmátu þrótt sinn og ætluðu sér meiri hraöa en þeir réöu viö. Svo viö endurtökum með sjálfum okkur aftur og aftur ráðiö sem viö höf- um fengið hjá svo mörgum: „Rólega — rólega! Hægt,mjöghægt!” Söðullinn — ískalt tungllandslag Klukkan er 12 á hádegi og viö erum nú komin upp á öxlina milli hæsta tindsins, Kibo, og þess næst- hæsta, Mawenzi. Þessi fjallshryggur, „Sööullinn”, er næstum láréttur og dæmigert tungllandslag. Eftir honum liggur leiö okkar næstu tímana. Viö komum upp á Söðulinn skammt frá Mawenzi og höf- um dýrölegt útsýni í átt til Kibo, og grillum Kibo- kofana viö rætur tindsins. Ferðina yfir Söðulinn myndu líklega fæstir kalla skemmtiferð. I fyrsta lagi er ískalt og stööugur næðingur rekur okkur í kuldaúlpurnar í fyrsta sinn. Viö drögum líka fram vettlingana. Landslagiö er undarlega dautt, stór og smá hraunbjörg liggja á víö og dreif í auöninni sem annars er einkennalaus og flöt og einkennilega rykug. Viö hverja hreyfingu okkar þyrlast upp rykmökkur sem kaldinn feykir langar leiöir. Yfir daginn erum við sjálf með nestispakka sem viö getum fengiö okkur af þegar okkur langar til og þegar viö getum fundið okkur hæfilegan staö til áningar. En hér eru engir hæfilegir staöir og við verðum að hnipra okkur saman undir einu bjarginu til að finna sæmilegt skjól, og þar tekst okkur, meö hetturnar reimaöar ofan í augu og upp á höku, aö gleypa í okkur matarbita og drekka dálítiö te úr hitabrúsanum. Þaö er ekki auögert aö skrifa dag- bók hér — þaö sem maður er aö krota endar sem ólæsilegt hrafnaspark. Hörmungar fjallaveikinnar Viö erum komin aftur á leiö eftir Söðlinum, gróöurlausum og eyðilegum, og síöan komum viö aö jöfnum halla sem liggur upp aö Kibo-sæluhúsinu, 4.730 metra yfir sjó. Þótt þetta sé ekki tiltakanlega bratt veröur það þó fyrir okkur bæöi þaö sem breyt- ir líðan okkar úr sæmilegu í hábölvað. Eftir fáa kíló- metra er höfuðverkurinn oröinn dúndrandi, okkur finnst viö vera staöuppgefin og er óglatt. Sídegis náum viö Kibo-kofunum og látum þegar í staö fallast í fletin til aö hvíla okkur, en þaö er svo kalt hér aö viö höldum ekki á okkur hita þótt viö sé- um í kuldaúlpunum, meö húfurnar og vettlingana. Þar viö bætist að fjandans höfuöverkurinn rænir okkur allri hvíld. Auövitaö höfum viö fengið mörg góö ráð um hvernig viö eigum aö ráöa viö síðasta áfangann, og eitt af þeim er því miöur aö taka engin lyf, ekki einu sinni höfuðverkjarlyf, því þau geti veikt okkur svo aö viö komumst ekki þessa tíu kíló- 32 Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.