Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 21
Framhaldssaga Hún hallaði sér aftur á bak. Hún hafði lokið við bókina A Passage to India. Hún kveikti sér í sígarettu. Þaö var allt of heitt. Hún drap í henni aftur. Hún færði sig svolítið framar svo að fót- leggirnir voru í sólinni. Hér var svo heitt að engum datt í hug að fara í sólbað. Hún klóraði moskítóbitið á leggnum. Hana dauðlangaði til þess að úða gras- flötina. Hana hafði alltaf langað til þess að eiga garð. Fram að þessu höfðu þau búið í tveggja herbergja íbúö í Crouch End. En mali-inn var að úða. Hann hafði fært sig úr stað og sólskinið skein í gegnum vatnsúðann. Hér um slóðir þurfti ekki að hafa fyrir því að hirða garðinn ef maður yfirleitt hafði ráð á að eiga garð. Et hún léti mali-ann fara yrði hann atvinnulaus. Hún hafði með hjálp wrdu-kennslubókarinnar spurt hann að því hversu mörg kitne — börn — hann ætti og hann haföi talið átta á fingrum sér. Það var tæpast þess virði að fá aö vökva grasið og komast þannig í snertingu við Pakistan. „Getum við ekki farið eitthvað út?” spurði hún Donald síðar. „Ef þetta nýja digital-úr er rétt eru nákvæmlega fimm mínútur þangað til við förum svo fremi við verðum ekki of sein.” Hann hneppti skyrtunni. „Við höfum nú tæpast verið heima, eða hvað. Við fórum til Duke Hanson á mánudaginn, til Charles og Rose- mary Whatsit í gærkvöldi. Það er nóg að gera.” „Ég á við inn í sjálfa borgina. Burt frá öllu þessu.” Hún stóð úti við gluggann. „I mannhafið þar sem þeir inn- fæddu eru. Veistu um lyklana mína?” Hann sneri sér brosandi að henni. Hún hafði ekki áður séð hann jafnhamingjusaman og hann hafði verið þennan síðasta hálfa mánuð. Hann var alltaf að hringja heim úr vinnunni til þess að vita hvort allt væri í lagi hjá henni. „Ég er með hálfgert sam- viskubit vegna þess að þú þarft að vera hér allan daginn. Við skulum fara í smáferðalag um helgina og líta í kringum okkur.” „Mig langar ekki bara að fara og horfa á heldur taka þátt í þessu öllu.” Hann stóð við snyrtiboröið og var að færa lykla og smápeninga úr gömlu buxunum yfir í vasana á þeim nýju. Hann var þrekinn, með ljósan hárhýjung á hand- leggjunum. Andlitið var hvers- dagslegt og reglulegt. Það yrði manni ekki minnisstætt nema maður elskaði hann. Gerði hún það enn? Hann var sólbrenndur á nefinu og hún sömuleiðis. Þau voru næsta lík. Fólk hafði oft haldið að þau væru systkin. Nú erum við ein, hugsaöi hún með sér. Hér er nýtt land, nýr himinn. Húsið var úr kalksteini, með átta herbergjum og flötu þaki. Þau voru með töskur fullar af fötum og hér voru þau aðeins tvö ein. Myndi þetta bæta hjóna- bandið? Það hlaut að breyta því. Sólin skein. Út um gluggann var hægt að horfa á milli húsa nágrannanna. I fimm kílómetra fjarlægð lá borgin. Til vinstri mátti sjá húsin í úthverfunum. Þar fyrir handan lá eyðimörkin. Það var búið að leggja vegina sem þarna áttu að vera í fram- tíðinni og þeir lágu eiginlega út í buskann. Staurar höfðu verið reknir niður til þess að merkja fyrir byggingarlóðunum. Staur- arnir voru orðnir upplitaðir í birtunni. Þeir teygðu sig langt út og settu sóðalegan svip á landið, eins og allt væri ófrágengið. Enn lengra í burtu mátti sjá Indlands- hafið eins og silfurþráö. Donald hafði alist upp við hafið. Það var kyrrlátt haf. Brinton, á Kent-ströndinni, var ekki langt frá Broadstairs. Það var sumardvalarstaður með hlykkjóttum göngustígum við ströndina og öllu öðru sem slíkum stað tilheyrði. Gamlar konur sátu í tehúsunum. Það glitti í hafið meðfram sjávargöt- unni á milli bílanna. Þarna bjó hann með móður sinni, afa og ömmu. Faðir hans hafði fallið í stríöinu. Hann var karlmaðurinn í fjölskyldunni. Hann kunni vel að meta ábyrgð- ina. Sem drengur hafði hann verið alvarlegur og fullorðinsleg- ur eftir aldri og átti litla samleið með skólafélögunum. Hann hafði alltaf flýtt sér heim til Durradee. Sérstaklega hafði hann sótt til afa. Afi var eins og faðir sem aldrei var of upptekinn. Hann var að því leyti ólíkur ömmu að hann leit ekki út fyrir að eldast neitt og mátti alltaf vera að því að sinna drengnum, ólíkt því sem var um móður hans sem þó var honum mikils virði en var alltaf úti að vinna eða upptekin við eitt- hvað annaö. Afi var einasta mannveran sem alltaf kom fram við Donald eins og fullorðinn mann, eins og karlmaður kemur fram við annan karlmann. Hann haföi gert flest sem hann mundi eftir með afa sínum — farið í gönguferðir út á klettana þegar hann varð að flýta sér til þess að hafa við afanum sem gekk á und- an honum löngum skrefum. Og afi hafði alltaf nógan tíma. Hann hafði gegnt herþjónustu í Indlandi og þess vegna komist snemma á eftirlaun og bjó nú í stóru húsi með verönd sem sneri út að sjónum. Veröndin sneri mót austri. Hann hafði nú orðið lítið viö að vera annað en rifja upp endurminningar liðinna ára sem enginn vildi hlusta á, eins og Donald komst að raun um þegar hann stækkaði. Hann tók minja- gripina sína frá herþjónustuárun- um af veggjunum, pússaði þá og setti þá upp aftur. „Allt þetta dót rykast svo mikið,” sagði amma. Hún talaði næstum aldrei um Ind- land. Það var ekki hennar líf heldur hans. Hún hafði aðeins búið þar í þrjátíu ár áður en hún gat, guði sé lof, snúið aftur heim til gamla góða Englands. Hann vissi hver Christinevar löngu áður en hann hitti hana í fyrsta sinn. Hann haföi séð hana á tennisvellinum. Hún var sumar- dvalargestur og vírnetið skildi þau að á vellinum. Hún var í hvítri skyrtu og felldu pilsi. Hunangslitt hárið var tekið aftur og fest með teygju í hnakkanum. Hún stökk upp eftir boltanum. Hún var svo sem ekki mikið öðruvísi en hinir en samt tók hann eftir henni. Hún' sló boltann hátt með léttum högg- um og tók fyrir munninn til þess að leyna því að hún gretti sig. Á eftir lét hún fara vel um sig og teygði úr fótleggjunum við borðið í kaffihúsinu, ruggaði sér á stólnum og saug pepsíið sitt í gegnum rör. Næsta sumar talaði hann við hana í fyrsta skipti. Hann hafði gleymt henni um veturinn. Hún hafði setið á trébryggjunni í blá- röndótta sundbolnum sem átti eftir að verða kunnugleg sjón. Hún dinglaði fótunum. Hún var ein. Hún var til í allt. Hún var fimmtán ára. Hann skellti sér í sjóinn og vildi sýnast. Hún fylgdi á eftir, hopp- andi og skoppandi eins og folald, og skrækti svolítið. Hún buslaði í sjónum en hann tók virðulegri sundtök til þess að sýna henni hvað hann gæti. Þegar hún steig á land í fjörunni var hún skjálfandi og í einum kút, með gæsahúð á fót- leggjunum. Hún sýndist grennri og minni en áður en hann þorði ekki aö þurrka henni. Hann lang- aði óendanlega mikið til þess. Þess í stað rak hann upp gól og þau hlupu af stað eftir sandinum og tóku undir sig stór stökk. Hún var þarna með foreldrum sínum og Joyce systur sinni. Á hverju ári leigðu þau sér sumar- hús. Hann sniglaðist í kring, sautj- án ára og hálfklunnalegur. Þau fóru í gönguferðir út á klettana. Hann greip í hönd hennar þegar leiðin var erfiðust yfirferðar en sleppti henni aftur þegar þau voru komin á öruggan stað. Hún rólaði sér í barnarólunum. Hann var hálfringlaður yfir henni en þorði ekkert að gera. Ef hann snerti hana myndi það breyta henni í vinkonu hans. Síðan hlyti þetta einhvern tíma að taka enda. Þau voru ekkert að hafa fyrir því að skrifa. Þessi Lundúna- Christine, dúðuð í ullarfatnað sem hann hafði aldrei séð, var jafnæs- andi fyrir hann og Christine í sundfötum hlaut að vera í huga keppinauta hans í borginni sem aöeins höfðu séð hana fullklædda. Um veturinn sat hann stundum í gluggakistunni í Durradee með skólabókina á hnjánum og regnið streymdi niður eftir rúðunni. Næsta sumar sá hann hana fara inn í söluturninn og koma út aftur með sígarettu í munninum. Þetta var árið sem hann kyssti hana í fyrsta skipti í fiskasafninu. Hún hafði staðið upp við grindurn- ar og hann kyssti þurrar varir hennar á meðan álarnir hringuðu sig fyrir aftan þau. Eftir það höfðu þau oft látið vel hvort að öðru en þó aldrei nema í kvikmyndahús- inu eða á álíka stöðum. Þau voru kærustupar í myrkrinu en ósköp venjuleg þar fyrir utan. Hann vildi ekki ganga lengra. Hann vildi ekki eyðileggja þetta samband þeirra. Næsta ár fór hann til London í vinnu sem lærlingur hjá Cameron. Hann kynntist öðrum stúlkum, en Christine var öðruvísi. Þá um sumarið kom hún aftur en nú virt- ist hún vera einhvern veginn inni- lokaðri þegar hún gekk eftir ströndinni og sparkaði í steina og stundi út af foreldrum sínum. Hann var eins og einn úr f jölskyld- unni nú orðið. Honum fannst þess vegna að kvartanir hennar næðu til hans sjálfs. Hún ætlaði aö fara í háskóla um haustið. Kossar þeirra voru enn heitir en fullkomlega sið- samir. Honum fannst hann sjálfur vera uppburðarlítill og leiðin- legur. Stundum hreytti hún ein- hverju í hann og hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Hann lang- aði til þess að þrífa í hana og taka hana með valdi en um leið langaði hann til þess að vernda hana frá fólki eins og honum sjálfum. Hún átti sitt leynilega líf sem hvorki hann eða foreldrar hennar fengu 32. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.