Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 12
74 MENNTAMÁL vill fram sem illska gagnvart yngri börnum og minni mátt- ar eða gagnvart dýrum, eða barnið verður þrjózkt og van- stillt. Tilfinningar og hvatir hverfa ekki við það, að menn reyna að sitja á sér, það er víst um það. Við þær þarfir, sem við höfum áður rætt um, bætist því þörfin á að láta tilfinningar sínar í ljós. í þess stað látum við barnið oft á okkur skilja, að reiðin sé eitthvað ljótt, eitthvað, sem beri að fordæma. Barnið á þeirra kosta völ að láta tilfinningar sínar í ljós eða varð- veita ástúð og skilning foreldra sinna. Það er ekki einungis erfitt fyrir barnið að stilla sig, heldur er sektartilfinningin því enn þungbærari. Sú tilfinn- ing að vera „vondur“, er miklu áhrifaríkari en við gerum okkur í hugarlund. í fyrsta lagi geta börnin ekki rætt um slíkt við aðra, því að þau skilja það ekki, finna aðeins fyrir því. „Ég er versti maðurinn í veröldinni", eins og lítill drengur komst að orði. Sú tilfinning að vera vondur bland- ast ugg, ugg gegn sjálfum sér og vanmætti sínum, ótrú á sjálfum sér. Þessi ótrú gerir barninu erfiðara um að telja sjálft sig samboðið félagsskap annarra. Eitthvert öryggis- leysi kemur í veg fyrir það, og þar sem gott samband við aðra er bein lífsnauðsyn,verður sektartilfinninginaðteljast hin mesta meinvættur. Og enn er eitt ósagt: sá ótti og sú ótrú, sem í upphafi var runnin frá sambandi við einn sér- stakan mann, nær tökum á öllu sálarlífinu og veldur geig gagnvart sambandi við alla aðra menn. Þessi ótrú á sjálfum sér kemur oft ekki beint í ljós, en leynist á bak við yfirlæti og sjálfhælni. Við skulum draga það saman, sem hér hefur sagt verið, og segja það skýrar. Barnið býr yfir ýmsum lífsnauðsyn- legum þörfum, sem taka breytingum með aldrinum og eru mismunandi að styrk og varanleik hjá einstaklingunum. Ein þörf gengur eins og rauður þráður gegnum alla bernsk- una, það er þörf barnsins á ósviknu sambandi við foreldr- ana, Ef foreldrarnir líta á tilteknar þarfir og hvatir barns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.