Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 47

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL 109 af því, sem hann hefur misst, en lélegi nemandinn hefur engan. Veikindaf jarverur eru að því leyti bagalegri en aðr- ar fjarverur, að börnin eru venjulega ónóg sér langan eða skamman tíma eftir veikindin, þó að þau séu farin að sækja skólann. Þýðingarmikið atriði er hið sálræna ásigkomu- lag barnsins. Hinn mikli munur heyrnar- og sjónar-skynj- unarinnar, sem ekki er neitt háður gáfnafari þess, getur einnig orsakað mikinn mun. Vel gáfað barn, sem hefur vanþroskaða heyrn eða sjón, getur staðið langt að baki treggáfuðu barni, sem hefur þessi skyn vel þroskuð. Þessum börnum getur orðið nær ógerlegt að kenna lestur nema með hreyfiskynjun. Þessi misþroski skynfæranna getur valdið því að miklu leyti að 7 ára barn standi ekki framar 3—4 ára barni. Það er talið almennt, að 7% barna þjáist af þessum sökum. Greint barn þroskast fljótar en treggáfað, bilið milli þroska slíkra barna eykst því með aldrinum. Afkastamunur barnanna fer því vaxandi. Við vitum öll, hve sorglegur árangurinn verður, ef við reynum að kenna börnum það, sem er þeim langt um megn, og aftur á móti hve létt þeim reynist að læra það, sem þau hafa öðl- azt nógan þroska til að læra. Það er því þýðingarlaust að pína nemanda til þess að fylgjast með þeim hóp, sem er langt um duglegri en hann sjálfur. Mörg börn hafa ekki náð þeim þroska, sem lestrarnám- ið krefst af þeim, þótt þau hafi gáfur til. Þau geta ekki gef- ið sig óskipt að starfinu, eru á sífelldu flökti, sífellt leitandi að því, sem skeður, og vita oft miklu betur um, hvernig bekkjarsystkini þeirra vinna heldur en jafnvel kennarinn. Þessi börn hafa ekki náð þeim þroska og áhuga, sem þarf til þess að gefa sig starfinu á vald, þó að stuttan tíma sé og nám þeirra hlýtur að verða í molum. Þau eru oft óþolin- móð að bíða þess, sem næst skeður, og sést alveg yfir að vinna það, sem bíður þeirra. Það er staðreynd, að eiginleik- ar eins og iðni, ástundun og þrautseigja eru atriði, sem geta haft úrslitaþýðingu við lestrarnámið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.