Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 49

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL 111 sálfræðingarnir höfðu eftirlit með bekkjum þessum og sögðu fyrir um meðferð hvers barns. Oft voru vandræði með að útvega börnum þessum viðunandi lesefni, og fyrir sum þeirra fannst ekkert, sem þau virtust geta ráðið við. Kennarar þessir höfðu gert afar mikið að því að leita að lesefni fyrir mörg þessi börn og endurskrifað og klippt úr blöðum og bókum æði mikið til þeirra nota. Voru þeir með talsvert af samanheftum, vélrituðum bókum, sem höfðu orðið þann veg til, eða þá að saga hafði verið límd inn í þessar bækur og klippt úr blaði eða bók. Einn hafði fengið nokkur lélegus.tu börnin til þess að segja sér frá einhverju, sem þeim þótti merkilegt, skrifað það orðrétt upp jafn- óðum og vélritað síðan. Sagði hann, að þetta hefði orðið albezta lesbókin fyrir þá og á henni hefðu þeir bókstaflega lært að lesa. Þetta voru börn, sem hann sagði að hefðu átt erfiðara með lestrarnámið en nokkur önnur. Barnið verður að hafa lesefni við sitt hæfi. Það liggur í hlutarins eðli, að þegar aðrar eins bókaþjóðir og Nórður- landaþjóðirnar kvarta sáran yfir of einhæfu lesefni, muni ástandið vera slæmt fyrir okkur, jafnfámennir og við er- um. Þó er ekki svo að skilja, að við eigum ekki margt ágætra barnabóka og mikið af góðu lesefni. En lesefni og lestrar- tæki okkar eru mikils til of fábreytt, og úr því þurfum við að bæta með tíð og tíma. I dönskum skólum sá ég jafnan mjög mikið af lesefni, sem var þannig útbúið, að öðrum megin á fletinum, sem ýmist var úr þykkum pappa eða þunnum við, voru stafir og þó eftir vissum reglum, orð, setningar eða stuttar frásagnir. En á hinn flötinn var prentuð mynd, og var þetta þann veg útbúið, að væri stöf- um, orðum eða frásögn rétt raðað, þurfti ekki annað en snúa því við, þá var myndin á baki spjaldsins rétt. Gat barnið þannig séð sjálft, hvort það hafði leyst verkefnið rétt af hendi eða ekki. Alltaf urðu þau að sýna kennaranum, að þau höfðu unnið verkið rétt, áður en þau fengu að skipta um áhald. Margir kennarar gerðu talsvert að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.