Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1980, Page 18

Æskan - 01.11.1980, Page 18
láta gera sér ónæöi svo snemma, og gættu nú að þér að fara ekki á fætur fyrir klukkan tvö.“ ,,Nú, er það bara álfurinn", sagði Karen, hún lét sér nú ekki allt fyrir brjósti brenna. ,,Mig varðar ekkert um þenna álf, og komi hann til mín, þá skal ég svei mér koma honum út aftur." Fólkið sagði að hún skyldi vara sig, en hún skeytti því engu, og þegar klukkan var rúmlega eitt um nóttina, fór hún á fætur og kveikti upp undir bruggkatlinum, sem stóð á hlóðunum. En hún hafði bara ekki við að kveikja upp, eldurinn slokknaði jafnharðan aftur, en hver það var, sem eldinn slökkti, gat hún ekki séð. Að lokum varð hún reið og tók eldibrand og barði innan með honum allt eldhúsið og sagði. ,,Reyndu að koma þér burtu, hver sem þú ert, heldurðu að þú getir hrætt mig.“ ,,0, svei þér," var svarað úr einu dimmasta skotinu. ,,Ég hef klófest sjö sálir hér í húsinu, og hélt að ég gæti náð í eina í viðbót". Síðan hefir enginn séð eða heyrt til húsálfsins í Skíða- garði. ,,Æ, við verðum hrædd við svona sögur," sögðu börnin, „seg þú heldur frá, liðsforingi, þá verðum við aldrei hrædd, þú segir svo skemmtilegar sögur". Þau vildu fá að heyra söguna af stúlkunni, sem dansaði við húsálfinn. Ég kærði mig nú ekki mikið um að segja þá sögu, því að í henni þurfti að syngja og ég er lítill söngmaður. En frú Skau kom mér til hjálpar og sagði. „Verið þið nú ekki svona hávær, börnin góð, þá skal ég segja ykkur nokkrar sögur." Þá hljóðnaði í stofunni, og frúin tók til orða: „Það eru sagðar svo margar af þessum álfa- og huldufólkssögum, en ég trúi nú ekki miklu af þeim. Ég hef nú ekki ferðast mikið um dagana, og held að þær séu flestar tilbúningur, þessar sögur, en Stína gamla elda- buska, hún hefur séð húsálfinn, að því er hún segir. Þegar ég var um fermingu, var hún hjá foreldrum mínum, og til þeirra kom hún frá gömlum skipstjóra, sem var hættur siglingum. Það var ósköp rólegt og kyrrlátt þar, og skip- stjórinn fór aldrei lengra en niður á bryggjuna, ég man vel eftir honum, hann gekk á inniskóm og með hvíta nátthúfu og í síðum bláum frakka með fægðum stál- hnöppum. Hann fór alltaf snemma að hátta, og sagt var að húsálfur væri þar í húsinu. En svo var það eitt kvöld, sagði Stína, að ég og önnur stúlka sem var þar, sátum uppi hjá okkur og vorum að sauma, og leið að háttatíma, og næturvörðurinn hafði þegar hrópað, að klukkan væri orðin 10. Við vorum orðnar syfjaðar, sagði Stína, og vorum farnar að draga ýsur. En allt í einu hrukkum við upp við óskaplegan gauragang niðri í eldhúsinu og þá æpti eldabuskan upp yfir sig: Þetta er húsálfurinn. Og ég varð svo hrædd, að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara niður í eldhúsið. Eldabuskunni varð heldur ekki um sel, en hún tók kjark í sig og læddist niður, og þegar við komum niður í eldhúsdyrnar, sáum við alla diska, bolla og föt, skálar og glös, liggja á gólfinu, en ekkert var brotið, og húsálfurinn stóð uppi á borðinu og skellihló. En nú hafði hún heyrt, að stundum væri hægt að gabba húsálfinn til þess að flytja sig, þegar einhver bæði hann um það og segði honum, aó það væri betra að vera á öðrum stað, og svo sagði hún honum, dálítið skjálfrödd- uð var hún reyndar, að hann ætti að flytja til kopar- smiðsins hinumegin við götuna, þar væri enn rólegra, því aö þar væri farið að hátta klukkan 9 á hverju kvöldi. Það var líka satt, en þeir voru líka á fótum allan daginn, koparsmiðurinn og sveinar hans og hömruðu og börðu án afláts frá því klukkan þrjú á morgnana. En síðan sást ekki húsálfurinn í húsinu skipstjórans. Honum hefur víst liðið vel hjá koparsmiðnum, þó hávaðinn væri nokkuð mikill, því grautur var settur uþþ á loft handa honum á hverju föstudagskvöldi, og þá var nú engin furða, þótt 16 ÆSKAN — Dyggðin er heilbrigði og fríðleiki sálarinnar

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.