Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 3

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 3
IfiONN| Konan í Hvanndalabjörgum. íslenzk þjóðsaga í ljóðurn eftir Guðmund Magnússon. Öll réttindl á.skiiln. I. BÓNDINN í MÁLMEY. Ég unni þér heitt, og eyjan mín bar ekkert svo dýrmætt sem þig. Með þér hefir alt mitt yndi með öllu skilið við mig. Ég unni þér heitt, — en hugur minn á hvarfli og umsvifum var, því margt þurfti ég að muna um Málmey og stórhúið þar. Ég unni þér heitt, — en afbrýðissöm var ástin þín, viðkvæm og sár. Er þungbúinn svip minn sástu, þá sá ég þér hnigu tár. Þú skildir ei áhyggjur, elskan mín, né aðköst, sem maðurinn ber. Þá hélstu, að hugur minn væri horfinn með öllu frá þér. f*að hlóðst á mig börkur sem björkina þá, sem barin af langviðrum er. En þú geymdir æsku og yndi, því alla tíð hlífði ég þér. Iðunn III. 11

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.