Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 13
IÐUNN] Konan í Hvanndalabjörgum. 171 Blakkur, Durabur. Skyndið ykkur, Skellinefja, Skjaldvör, Gláipa, Brana, Fála, Henginkjafta, Hrottintanna, Hágríður, Blágríður! Gerið sköll og skelli, skark og hark í felli, hjá oss er í helli Hálfdán á Felli, Hálfdán á Felli«. Rödd konunnar: Ég má ekki nafnið þitt nefna. Þó skal ég mitt skirnarheit efna, og mynd þína, blóðuga, bjarta, ég ber inst í leynum iníns hjarta. Heilagi, krossfesti, hjálpaðu mér, hjálpaðu mér! Tröllin: Veifum að þeim skorpnum skrám, skellum og smellum og hrellum. Sveiflum að þeim hörðum hám, hemjum þá, lemjum og kremjum. Villum þá og tryilum, veltum á þá björgum og hörgum. Opnum gljúp undirdjúp, yfir þá með funandi, dunandi bruna. Sendum inn i óbygðir, út um nes og Hornstrandir. Vekjum þursa, þríhöfða, þverhöfða og ranghöfða, smalaætur, sköss og skessur, skolla, ármenn, hraunbúa,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.