Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 15
iðunn | Konan í Hvanndalabjörgum. 173 Mætti nú reyna, hvað man ég og kann í máttugum fræðum. — Eirspennill minn! Geti ég nú ekkert, þá grýti ég þér. Bóndi, nú máttu’ ekki bregðast mér; það beggja’ okkar eilíf glötun er. Eg lít ekki upp — en ekkert, sem þú sér, má nú ógna þér. VII. GALDRAMESSAN. Hann opnar bókina. — Brestur heyrist, um bergið titringur fer, sem einhver voldugur vakni og viðjunum spyrni af sér. Hann flettir við fyrsta blaði. — Þá ferlegur briingnýrinn þagnar í svip, og steinfrosnir sjóarnir standa með stróka af löðri, sein hásigld skip. Hann flettir við enn þá einu. — Þá alt verður bergið sem drjúpandi blóð. í bókinni logar á römum rúnum og rýkur úr hálf-kæfðri glóð. Ramflóknir, stórir stafir standa í böndum og lengjum. Svellandi lög eru letruð og læst í eldlegum strengjum. Svo byrjar bann sönginn að syngja. Hann syngur ei hátt, en með dimmum róm.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.