Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 17
IÖUNN| Konan í Hvanndalabjörgum. 175 sem rætnustu rægikjaftar ræfla, sem frægð manna naga. Bergið er alsett augum — augum ragmensku-blauðum, bólgnum öfundar-augum, eitruðum, haturs-rauðum. Teygjast fram tungur klofnar, titra af grimdar-æði, eins og illmenna sálir ólgandi’ af máttvana bræði. Seilast fram svartar loppur með sveðjur, sem vantar ei bitið, en hrökkva sem brendar til baka í bergið, ef við þeim er litið, Svo vaða fram voða-myndir, sem velti úr berginu skriður, en verða að eintómum eimi, áður en koma þær niður. Það suðar og ýlfrar og sönglar, og svipirnir skælast og þenjast. — Hálfdán les beiskar bænir, og — bóndinn er farinn að venjast. En nú tekur Hálfdán að hamast. Þá briktir í bergveggjum þungum. Alt leikur í landskjálflakippum og lýsir af eldi í sprungum. Gólflð í hellinum gljúpnar og gengur í hnykla og boða. — L

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.