Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 34
192 Stephan G. Stephansson: l IÐUNN Á sama stað kirkjan og kotið sem kunningjar dauðtryggir þrautbiðu mín. En hvar eru börnin á bænum? Varð bernskan að fránuma umskifting þar? Er tyrft undir torfunum grænum all tilhugalíf okkar, sveit mín, sem var? Sjá, kirkjan er auðari en áður, sem uppgefin sé hún á framleiddra vörn; sá kórbekkur hruninn og hrjáður, sem hnésetti forðum oss spurninga-börn. — Þið krókbekkjar-krakkarnir léttir, æ, hvar eru svörin vor — já vor og nei, vor kepni, vor iðrun á ettir um aðhlægni að þessum, sem kunnu þau ei? Hver mætir á bæjartúns-bala og býður í hópinn, til leika við sig? Hvar hilti eg í hlíðinni smala, sem hestinum óbeðið skiftir við mig? Hver grefur upp barnæðis-bögu og býður að kenna mér, — leynt fór þó sú! — Hver lánar mér Ijóð eða sögu? Hver ljær eða gefur mér kertið sitt nú? IV. Ha, hæ! Yfir gullunum grátið við getum sem börnin. Við höfum ei elzt! við fjörður minn! — Lágt um oss látið sem landstólpa verði, við kysum oss helzt: að hjálpast að heygja hann Svaða í holunni þeirri, sem öðrum hann tók1), 1) Svaöi á Svaðastöðum réð til að lóga iátæku fólki af fóðrum > hallæri, segir sagan; liafði lekið því gröf, en hné þá sjálfur örendur og var dysjnður i gryijunni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.