Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 45
iðunn Heimsmyndin nýja. Eftir Ágúst H. Bjarnason. [Sbr. ))Iöunni« II. ár, l>ls. 312 — tí).] Pá er það þólti sýnt með tilraunum Pasteur's, að »fið gæti ekki kviknað alt í einu og svo að segja af sjálfsdáðum liér á jörðu, án þess að nokkur lífs- frjó væru til staðar, sem það gæti kviknað af; og menn hugðu, að loku væri skolið fyrir það, að lífsfrjó þessi gætu myndast úr dauðu efninu hér á jörðu, fóru menn að liugleiða þann möguleika, hvort lífið mundi ekki hafa getað borist hingað til jarðar utan úr himingeimnum á einn eða annan hátt. Tilgáta sú, sem liggur til grundvallar fyrir hug- ttiynd þessari, er á þá leið, að lífsfrjóunum sé eins °g sáð út um allan liimingeiminn (panspermia), óg þá eitt af tvennu hugsanlegt, að líflð sé eilíft og .íafn-upprunalegt og efnið sjálft, eða þá hitt, að það hafi einhverntima orðið til á einhverri jarðstjörnunni e>nhversstaðar úli í himingeimnum, en hafi siðan fiorist þaðan á eipn eða annan hátt frá einni jarð- sfjörnunni til annarar. Sú lilgáta, að lítið sé jafn-upprunalegt og efnið, e>' næsta ósennileg. Eins og sjá má af því, sem á undan er farið, þykir nú sennilegt, að efnið sjálft sé orðið til og hafi þróast stig af stigi, f)rrst frumefnin fiverl af öðru, og svo hafi þau aflur myndað jrmis- fionar efnasambönd, í fyrstu ólífræn og síðan lifræn efnasambönd; en eins og kunnugt er, eru líkamir allra lifandi vera orðnir lil úr lífrænum efnasam- fiöndum. Hinir lifandi líkamir eða lífsfrjó þeirra liafa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.