Kirkjuritið - 01.04.1956, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.04.1956, Qupperneq 9
ÞÁTTUR KRISTXINNAR í SÖGU ISLANDS 151 hinnar mestu trúboðskirkju, er sögur fara af, kirkju, er sendi menn sína hiklaust til herskáustu heiðinna þjóða. Einhverjir þessara manna hafa því sennilega lvft sínum krossi og boðað trú sína og látið lífið að launum. En vel má þó vera, að þessir menn hafi meira þráð einlífi en trúboð og því farið á brott, er næðið brást. Einhverjir hafa ef til vill orðið hér eftir. Og ýmislegt bend- ir til þess, að eitthvert samband hafi fyrst í stað haldizt við írsk- skozku kirkjuna. Víst er um það, að hingað komu kristnir áhuga- menn, er launa vildu brottrekstur bræðranna með þeirri beztu gjöf, sem þeir gátu í té látið, en það var að boða hér kristna trú. Hingað kom til dæmis Ásólfur alskik, undarlegur maður, með hóp manna, ef til vill einmitt til þess að koma liér á fót einu af hinum nafntoguðu trúboðsklaustrum, sem kirkja þeirra átti víða um álfuna. Þá rennur upp hin heiðna öld. Landið var alheiðið nær hundr- nði ára, segir í niðurlagi Landnámu. Þetta er þó ofsagt, því að þáttur kristninnnar slitnaði aldrei alveg. Það er og víst, að sumir landnámsmanna voru kristnir. hfesti ættfaðir íslenzku þjóðarinnar, Ketill flatnefur, var kristinn. Svo voru og böm hans öll, er vér vitum um, nema sonur sá, er ekki var með honum vestan hafs. En hvernig þessi kristindómur hefir verið, er annað mál. Það er kristindómur trúboðskirkjunn- ai’ þegar hún var að leggja undir sig löndin. Kirkja þessara alda s°tti hart fram. Hún lagði á það megin áherzlu að ná fótfestu 1 löndunum og því næst löghelgi. Þá gat hún farið að sá orðinu °g hún vissi, að sæðið grær og vex. Þá gat hún komið súrdeginu í brauðið, og hún vissi að súrdegið sýrir allt brauðið. En ein- staklingar þessarra þjóða gátu haft býsna undarlegan kristindóm °g margvíslegan. Þeir hafa verið fleiri en Helgi magri, sem þótti Hssara að varpa ekki því gamla alveg frá sér, þó að þeir bæru hristið nafn. Margt bendir til þess, að kristindómur niðja Ketils flatnefs hafi ekki rist djúpt. Er í því efni merkileg saga Unnar djupúðgu, sem lagði svo fyrir, að hana skyldi jarða í flæðarmáli. því að hún vildi ekki liggja í óvígðri mold. Hvemig má það vera, að þessi drottning landnámsmannanna, af slíkri ætt og með

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.