Kirkjuritið - 01.04.1956, Side 24

Kirkjuritið - 01.04.1956, Side 24
166 KIRKJURITIÐ sem ætla sér að skýra upprisufrásagnimar eingöngu á huglægan hátt, verða sér aðeins til aðhláturs. Vangaveltur nútíðar sjálfspekinga koma hér að engu haldi. Heimildirnar eru alveg ótvíræðar um það, hvernig postularnir og fjölmargir aðrir litu á upprisuna: Þeir sáu Krist upprisinn. Þeir meira að segja töluðu við hann. Þeir neyttu jafnvel með hon- um matar. Vel getur verið, að mörgum af oss þyki þetta ótrúlegt. En það eru ekki skoðanir vorar, sem ráða staðreyndum, heldur verða skoðanir vorar að laga sig eftir staðreyndunum. Og er upprisan raunar nokkuð ótrúlegri en mörg undur daglegs lífs, sem vér teljum sjálfgefin, af því að vér sjáum þau og þreifum á þeim? T. d. að rafurmagnið breytist í Ijós, og sáðkornið verður að fagurri jurt. Hvað sem öllu líður, er þetta ekki aðeins hornsteinn kirkjunn- ar, heldur lífsspursmál hennar: Er Kristur upprisinn? Og öryggi og lífsafl kristindómsins, að Kristur er upprisinn. Raunar varðar oss líka einna mestu að vita, livort vér lifum, þótt vér deyjum. Því að sá, sem bíður morgunsins, er vongóð- ur og á sér markmið. Hér er líka ekkert í hættu, því að „Krist- ur er upprisinn, sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru“. Hann er enn að birtast. Kunnur enskur blaðamaður, A. J. Russel, hefir m. a. ritað tvær bækur, sem vakið hafa mikla athygli. For Sinners Only. (Aðeins fyrir syndara) og One Thing I Know. (Eitt veit ég.) Ég ætla að segja hér frá einu atviki, sem höf. lýsir í lok hinnar síðarnefndu. Séra Elias Jenkins, vinur hans, hafði boðið Russel að koma og prédika fyrir sig í Bideford. Sunnudaginn 8. janúar 1933 talaði Russel þar við fjölmenna guðsþjónustu. Nú hefir liann sjálfur orðið: „Hann kom pennan morgun. Söfnuðurinn var að syngja í Háa- strætiskirkjunni í Bideford, og ég stóð í stólnum. Þetta er stór kirkja með fallegum glugga yfir innganginum á vesturstafni-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.