Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 4

Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 4
Hjarta yðar skelfist ekki (Prédikun flutt af dr. Valdimari J. Eylands í Reykjavíkurdómkirkju 12. ágúst 1956). „Hjarta ySar skelfist ekki, trúiS á GuS og trúiS á mig. 1 húsi föS- ur míns eru mörg híbýli, væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt t/8ur, aS ég færi burt a8 búa y8ur staS? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið ySur stað, kem ég aftur og mun taka tjSur til mín, til þess að þér séuS og þar sem ég er. ... Eg er vegurinn, sannleikurínn og lífiS.“ - Jóh. 14:1-3 og 6. Kæru kristnu vinir. Skáldsaga ein, sem ég las nýlega, hefst á frásögu um mann, sem dvaldist nætursakir í húsi, sem var rómað fyrir reimleika. Það varð að sönnu, um kvöldið, er maðurinn var seztur að, slokkn- uðu ljósin eitt eftir annað, án þess að eðlilegar orsakir kæmu til, að því er séð varð. Manninum leið mjög illa, hann þjáðist af einhverjum geig, sem hann fékk ekki með öllu gert sér grein fyrir. Lærisveinum Jesú var sennilega líkt farið um það bil, er hann talaði til þeirra og sagði: „Hfarta yðar skelfist ekki.“ Heimur þessara manna var ekki mikið stærri en stofan, sem þeir sátu í, og ljósin höfðu verið að slokkna eitt eftir annað. Kristur hafði talað við þá leyndardómsfull og óskiljanleg orð um burtför sína, og margt hafði borið við, sem skapaði þeim ugg og ótta. Allt virtist þeim vera á hverfanda hveli, og glórulaust myrkur fram undan. En með orðum textans dregur Kristur þetta myrkra for- tjald til hliðar, og sýnir lærisveinum sínum inn í annan bjartari og betri heim. Að efninu til segir hann þeim, að þeir skuli vera rólegir og ekki láta bölsýni eða dapurlegar hugsanir þjá sig, öllu sé óhætt, því að lífið sé guðleg náð, og dauðinn aðeins heimför til föðursins. En til þess að öðlast þessa lífsskoðun og geta tamið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.