Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 17

Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 17
PISTLAR 255 rýni og heilbrigt mat er alltaf nauðsynlegt, eins þótt um helgi- rit sé að ræða. En allt niðurrif á að helgast betri uppbyggingu. Því verður vart í móti mælt, að á þeim miklu uppbyggingar- tímum, sem vér íslendingar höfum lifað undanfarið, að því er varðar atvinnulífið og íbúðir og lífskjörin yfirleitt, hefir hin andlega uppbygging ekki verið samstíg þeirri efnislegu. Nú ætti að vera að því komið, að hér yrði breyting á, líka í trúmálun- um. Einn gleðilegur vottur þess er líka sá, að þrjú dagblöð höf- uðstaðarins (Morgunblaðið, Tíminn og Vísir) flytja stuttar greinar og hugleiðingar um trúarleg efni um hverja helgi. Eftir- spurn mun líka vera nokkur eftir erlendum ritum um þau efni. Innlendar bækur þess háttar eru enn of fáar. Gunnar Árnason. Orþodoxakirkjan rússneska hefir skorað á alla orþodoxa rússneska söfnuði utan Sovét-bandalagsins að viðurkenna veldi partiarkans í Moskvu. í ávarpi þess efnis segÍT, að margir Rússar hafi yfirgefið ættjörð sína árið 1917, af því þeir hafi verið sannfærðir um það, að stjómarfyrir- komulagið nýja í Rússlandi myndi smám saman koma kirkjulífinu þar í kalda kol, enda þótt það dæi ekki alveg út þá þegar. >,Þessi ótti hefir reynzt ástæðulaus. Tíminn hefir sannað hið gagn- stæða. Fyrir Guðs náð hefir Orþodoxakirkjan rússneska haldið velli. Með þvi einu móti að fylkja sér um Orþodoxu kirkjuna rússnesku munu Orþodoxar menn ná andlegri höfn ástar og friðar. Prestum þeim, sem hverfa heim aftur, er heitið starfi og góðum við- tökum. * * * Við emm eins og eldneistar, sem vindurinn feykir, án þess að við vit- vm hvert. Remarque.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.