Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 24
262 KIRKJUÍUTIÐ sem hafa siðferðilegt gildi. Félagsskapurinn er byggður á kristi- legum grundvelli, og félagslíf skátanna er fólgið í gagnlegri fræðslu, útilífi, hjálparstarfi, heilbrigðum skemmtunum og margskonar þjónustu. Sir Baden-Powell varð gamall maður, og eins og áður er sagt helgaði hann skátasarfinu alla krafta sína, síðari hluta ævinnar. Hann kvæntist 1912 Olave St. Clair Soames, tók hún virkan átt í skátastarfinu með manni sínum. Baden-Powell var alþjóða skátahöfðingi, en kona hans var alþjóðahöfðingi kvenskáta. Ferðuðust þau víða um heim, heimsóttu bækistöðvar skáta og tóku þátt í skátamótum. B. P. ritaði margar bækur um skáta- félagsskapinn og aðrar bækur fyrir unglinga um útilíf og ferða- lög. Arið 1938 heimsóttu þau hjón ísland á eimskipinu „Orduna“, en þá var B. P. svo lasburða, að hann treysti sér ekk*i í land, en íslenzkir skátar og foringjar þeirra gengu á skipsfjöl og hylltu hann þar. Frú Baden-Powell kom aftur hingað s. 1. sumar og tók þá þátt í mjög fjölmennu og skemmtilegu skátamóti, sem hald- ið var í Hagavík við Þingvallavatn. Fannst henni mikið til um starf íslenzku skátanna. Sir Baden-Powell lézt suður í Kenya í Afríku 7. janúar 1941. Þeir sem sáu hann og heyrðu munu seint gleyma hinum hóg- væra og virðulega foringja, sem vann hjörtu allra með áhrifa- valdi síns þróttmikla persónuleika. Um ókomin ár munu hugsjónir hans lifa í hjörtum ungs fólks, og hjálpa því til, að vera betur viðbúið til þeirra starfa, sem lífið kallar það til. í niðurlagi síðasta bréfs síns til skátanna farast Baden-Powell orð á þessa leið: ' „En það er aðeins hægt að höndla hamingjuna á einn veg, og það er með því að gera aðra hamingjusama. Reyndu að yfirgefa þennan heim ofurlítið betri en þegar þú komst í hann. Þá veiztu, að þú hefir ekki eytt æfi þinni til einskis.“ „Vertu viðbúinn“ að lifa hamingjusamur á þennan hátt. Haltu ávalt

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.