Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 44
282 KIRKJUBITIÐ Edouard Herriot, hinn heimsfrægi foringi franskra jafnaðannanna, lézt í vetur. Þá vakti það mikla athygli þar í landi, að hann hlaut hina síðustu smurningu og kirkjulega greftrun. Telst þetta vera eitt af ljósum merkjum þess, að franska þjóðin gerist almennt vingjamlegri í garð kristni og kirkju. En allir muna stefnuna, sem tekin var gagnvart trúarbrögðun- um á dögum stjórnarbyltingarinnar miklu, og gengi þeirrar heimspeki, sem ýmist bjó í haginn fyrir byltinguna eða spratt upp úr jarðvegi hennar. Enska stórblaðið Daily Mail hefir flutt margar greinar um trú- og kirkjumál undanfarið. Berst því og stöðugt fjöldi bréfa um þessi efni hvaðanæva úr Iandinu. I þessu sambandi hefir verið bent á þá staðreynd, að það er óþekkt fyrirbrigði enn í dag, að nokkurt blað eða tímarit, sem náð hefir vemlegri útbreiðslu í Englandi, hafi verið andsnúið kristni eða kirkju. Enskir prestar, allir aðrir en fríkirkjuprestar og prestar í Wales, eru samkvæmt gömlum lögum ekki kjörgengir til Neðri málstofunnar. Þykir mörgum þetta að vonum kyndugt og næsta órættmætt, og var nýlega borið fram frumvaqr í þá átt að veita öllum prestum þessi mannréttindi. Það var fellt eftir langar og harðar heilur, og situr alft við það sama. Ymsir málsmetandi menn kaþólskir, og einnig lútherska kirkjan í Frakklandi, hafa mótmælt hryðjuverkum Frakka í Alsír. Þykir það litlar málsbætur, þótt Serkir hafi haft margt illt í frammi. Joost de Blank, aðstoðarbiskup í Stepney, Englandi, hefir verið skip- aður erkibiskup í Höfðaborg. Hann er hollenzkrar ættar. Bíður hans næsta vandasamt hlutverk, eins og rnálum er komið þar syðra nú. Vonandi, að lionum takist að efla meir kristinn anda meðal oddvita hvítra manna en verið hefir. Við rætur Sinaifjalls er frægt grísk-kaþólskt Katrínarklaustur. Það er mjög afskekkt, og dvelja þar aðeins 12 munkar. En í klaustrinu er varð- veittur fjöldi fomra og merkra handrita af Biblíunni. Papyrus 66, heitir nýfundið handrit af um það bil hálfu Jóhannesar- guðspjalli. Próf. Victor Martin í Genf hefir tilkynnt fund þennan og er sagt, að hér sé um að ræða elzta handrit af Nýja testamentinu, sem enn hafi í ljós komið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.