Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 32

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 32
30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ LANGIR BIÐLISTAR Yfirlitsljósmyndir af Hrafnistuhverfínu. Þarna blasir við hið auða svæðið, sem húsin eiga að rísa á, milli Jökulgrunnshúsanna og Hrafnistu til hægri. s ítarlegri árs skýrslu stjórnar Sjó- mannadagsráðs og á aðalfundi 4. maí sl., greindi formaður samtakanna Pétur Sigurðsson frá því helzta sem hefði verið unnið frá síð- asta aðalfundi og hvað væri framund- an. Fer hér á eftir stutt samantekt úr skýrslu og ræðu formannsins. „Ótrúlegur árangur hefur náðst í málefnum aldraðra á síðustu 10-15 árum. Þrátt fyrir það eigum við fram- undan glímu við mikið vandamál, sem er skorturinn á hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þessu valda þrjár megin ástæður, mikil lenging á lífaldri fólks, þá fjölg- un þeirra sem ná háum aldri auk breytinga á þjóðfélagsháttum. Fyrir þessu finnum við greinilega á Hrafnistuheimilunum. Á fyrstu ár- um Hrafnistu í Reykjavík var meðal- aldur vistmanna rúm 70 ár en er nú 81 ár á vistdeildinni, en 85 ár á hjúkrun- ardeildum, og þar dvöldu um sl. ára- mót 181 vistmaður af 336 alls á heim- ilinu. Þá dvöldu á Hrafnistu í Hafn- arfirði 210 vistmenn og af þeim njóta 65 sérstakrar umönnunar og 86 á hj úkrunardeildum. Af þessu má m.a. sjá að innan þess ramma sem Hrafnistuheimilin eru, er sjáanleg mikil þörf hjúkrunarrýma á næstu árum. Þá ber okkur einnig að hafa í huga þá mörgu sem búa í sér- hönnuðum íbúðum aldraðra, sem við höfum byggt og munum byggja, en of lítill gaumur hefur verið gefinn á þörf margra sem búa í slíkum íbúð- um, fyrir hjúkrunarrými á þar til byggðum heimilum. En að því kem- ur fyrir mikinn fjölda, þrátt fyrir stór- bætta heimilishjálp og heimahjúkr- un. Miklar og óhjákvæmilegar breyt- ingar hafa átt sér stað á Hrafnistu í Reykjavík samhliða alhliða endur- nýjun innan húss. Þessu hefur fylgt fækkun vistmanna á liðnum árum. Fyrir nær aldarfjórðungi voru þar 453 vistmenn, en eru nú 336. Þessum fjölda réði m.a. annað daggjalda- kerfi sem nú er búið við og gífurleg eftirspurn allsstaðar af landinu, allt aðrar húsnæðiskröfur, og lítil sem engin félagsleg þjónusta eða endur- hæfing. Ur þessu hefur verið bætt, og að því er enn unnið eins og frekar verður drepið á hér á eftir. Þótt við munum á næstu árum geta fullnægt hjúkrunarrýmisþörfum þeirra sem eru á okkar vegum, þá er eftir að leysa vanda mikils fjölda sem bíður eftir slíkri þjónustu. Þar hafa myndast langar biðraðir. Hár meðal- aldur er ekki bara að finna á heimil- um aldraðra heldur um alla Reykja- víkurborg og víða um landsbyggð- ina. Þótt sum sveitarfélög séu sjálfum sér nóg í þessu efni þá fylgja tilflutningum fólks að höfuðborgar- svæðinu ekki aðeins ungt vinnandi fólk, heldur koma þeir öldruðu og sjúku í kjölfarið, séu þeir ekki farnir á undan. Breyttir þjóðfélagshættir valda svo því að þess er enginn kostur fyrir al- menning að veita þessu gamla fólki, sem er hjálparþurfi á heimilum þá umönnun sem það þarf og nútíminn krefst, þótt mikil bót verði að heimil- ishjálp þar sem henni verður komið við. Við vitum það öll hver vandræði það eru orðin fyrir heimili sökum aukinnar vinnu kvenna utan heimilis að sinna börnum nægjanlega. Það hefst ekki undan að byggja barna- heimili til að taka við börnum for- eldra sem bæði vinna utan heimilis. Vandræðin eru hin sömu með há- aldraða fólkið, sem skiljanlega er margt orðið svo heilsuveilt og ósjálf- bjarga, að það þarfnast mikillar um- önnunar. Sjúkt gamalmenni, sem getur illa og oft enga björg sér veitt, má ekki liggja eitt sér í húsum. Þá geta og allir skilið hvert álag það er á það fólk, sem þarf að sinna sjúku gamalmenni, að þurfa að bæta því á erfiðan vinnu- dag útivið, uppeldi barna og önnur heimilisstörf að sinna hinum aldr- aða, en þarfir þeirra eru miklar og oft á nóttu sem degi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.