Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 36

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 36
34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ eldast og þarf á aðstöðu að halda til endurhæfingar. En þetta verk er enn í deiglunni, en það sem að ofan er rakið um byggingu íbúðarblokkar og smáhýsa er þegar ákveðið en þessar íbúðir verða allar í eigu íbúanna sjálfra. Þann misskilning erum við oft að leiðrétta, en hann skýtur öðruhvoru upp kollinum, að sjómenn og sjó- mannskonur hafi ekki lengur for- gang um vistun á Hrafnistuheimilun- um. Þetta er alrangt. Má til dæmis benda á mörg dæmi um aldraða for- eldra sem aldrei stunduðu sjó, en lentu inn á heimili sona eða dætra sem voru sjómenn eða sjómannskon- ur. Sömu vandræðin komu að sjálf- sögðu upp þar sem á öðrum heimil- um. Um tveir þriðju vistfólks á Hrafn- istuheimilunum eru sjómenn og sjó- mannskonur, eða alls 151 sjómaður og 164 sjómannskonur samtals 315 manns af 546. Flest af hinu fólkinu er tengt sjávarútvegi, útgerðarmenn, fiskvinnslufólk eða fólk sem þjónust- að hafa sjávarútveginn, eða tengt á annan hátt. Nú hafa verið sett lög um opinbert vistmat aldraðra, sem öllum ber að fara eftir en stjórnendur heimila taka áfram ákvarðanir um hverjir vistast hverju sinni. Þá er það annar nokkuð algengur misskilningur að Hrafnistuheimilin þjóni eingöngu Reykjavík og Hafn- arfirði. Svo er ekki og veldur að sjálf- sögðu sú staðreynd að fjáröflun okk- ar kemur af nær öllu landinu. Staðreyndin er aftur á móti sú, að á Hrafnistu í Reykjavík er fjórði hver vistmaður eða 82, með lögheimili ut- an Reykjavíkur og í Hrafnistu í Hafnarfirði eru 87 með lögheimili þar, 43 annarsstaðar úr Reykjanes- kjördæmi, en 107 vistmenn með lög- heimili utan Reykjanesskjördæmis. Sjómannadagssamtökin hafa stað- ið við það, að láta sjómenn og sjó- mannskonur hafa forgang og þar næst fólk tengt sjávarútvegi. Hitt er rétt að í uppbyggingu Hrafnistu- heimilanna hafa einstaklingar, fyrir- tæki og félög lagt fram fé sem svaraði byggingu eins, tveggja eða fleiri her- bergja, og haft þann fyrirvara, að fá að hlutast til um hverjir fengju vist á þeim herbergjum, ef þeir uppfylltu vistunarskilyrði. Happdrætti D.A.S. Aðaltekjustofn Sjómannadags- samtakanna til uppbyggingar er happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem jafnan er skammstaf- aðD.A.S. Sjómannadagssamtökin fengu lengst af 60% af tekjum happdrættis- ins, en ríkið tók 40% í Byggingarsjóð aldraðra en þessu hefur nú verið breytt. í þann sjóð borgaði happ- drætti okkar 175.5 milljónum fram- reiknað til ársloka 1989. Nú hefur það gerzt að sala hinna föstu happdrætta hefur dregizt sam- anstórlega í samkeppni við ýmiskon- ar „lotterí“, sem njóta mikilla vin- sælda. Hér áður fyrr fylktu sjómenn og aðstandendur þeirra sér um kaup á miðum í Happdrætti D.A.S. Veru- legur munur til hins verra hefur orðið á þessari samstöðu hin síðari ár. Eins og rakið hefur verið, hafa sjó- menn fyrst og fremst, en síðan einnig aðrir landsmenn, gilda ástæðu til að halda til happdrættis, sem rekið er til uppbyggingar fyrir aldraða. Það er fyrr nefnt, að Sjómannadagssamtök- in telja sér skylt að halda þeirri starf- semi áfram, þar sem þau eru helguð þessu máli. Þá sýna verkin, að Sam- tökunum er vel treystandi til átaka, og ekki öðrum betur, þar er að baki áhugi sjómanna, það eru eingöngu sjómenn í foryztu, og þar er einnig að baki 35 ára reynsla í byggingu og rekstri heimila fyrir aldraða. Sú er von Sjómannadagssamtakanna að sjómenn og þeirra aðstandendur fylki sér á ný um happdrætti D. A. S. “ Tangi h.f. Vopnafírði Starfrækjum: Frystingu — Skelvinnslu — Saltfiskverkun — Loðnuverksmiðju — Síldarsöltun. Gerum út: Bretting NS 50 — Eyvind Vopna NS 70 Kaupum loðnu til bræðslu og síld til söltunar og frystingar. Sími: 97-31143 — 97-31117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.