Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 41

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 41
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39 Hér er hann aftur á móti á skrifstofu sinni. Jón býr fremur að hætti Englendinga en ísiendinga um stærð eigin skrifstofu. Hann hefur líklega lært það af karii föður sínum, að meira væri um vert að reka traust fyrirtæki, en sitja í stórri skrifstofu með fyrirtækið undir hamrinum. Árið 1960 yfirtók Rossgrúppan Renovia fyrirtæki föður míns og fé- laga hans og Renovia var rekið sem sér fyrirtæki innan „grúbbunnar“ vegna umboða sem fyrirtækið hafði og voru bundin föður mínum. Ég vann við þetta fyrirtæki. Ég fór til Kanada eitt ár, 1967, á vegum Rossfyrirtækisins, sem rak í félagi við kanadískt fyrirtæki í St. John, frystihús, saltverkun og fiski- mjölsvinnslu. Ross skaffaði fiski- skipin í þennan sameiginlega rekst- ur, og ég var sendur út í sambandi við rekstur á þeim. Þetta fyrirtæki vestra var lagt nið- ur eftir eitt ár. Það var árið sem þorskblokkin lækkaði úr 23 centum pundið niður í 16 cent; þá var ekki lengur unnt að láta dæmið ganga upp, og ég flutti aftur til Englands og fór að starfa hjá Boston Deepsea Fisheries og þá hjá Páli Aðalsteins- syni, sem hafði yfirumsjón með rekstri togara þessa mikla fyrirtækis. Það var haustið 1968, minnir mig, sem þeir byrjuðu að sigla Vestfirð- ingarnir með kola. Þetta voru allt nótaskip, svo sem Guðbjörgin, Sléttanesið, Sóley, Guðrún Guð- laugsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðbjartur Kristján. Skipin stund- uðu þessar togveiðar til að hafa eitt- hvað að gera fyrir skipin að haustinu. Þau fóru oftast eina eða tvær ferðir. Það höfðu opnast tvö hólf upp að sex mílum, annað út af Dýrafirðinum og hitt út af Aðalvíkinni. Vestfirð- ingarnir höfðu þennan háttinn á 1968 og alveg þangað til landhelgisdeilan hófst 1972. Þetta voru fyrstu árin sem maður komst virkilega í kynni við Vestfirð- inga, aðra en Pál Aðalsteinsson, sem var Hnífsdælingur og þau hafa hald- ist síðan. Haustið 1970 fórst Páll Aðalsteins- son í bílslysi, en ég hélt áfram að starfa fyrir Boston Deepsea 1971, en 1972 þegar landhelgin var færð út í 50 mílur 1. september, þá var Fylkisfyr- irtækið stofnað og mér ætlað að reka það, Ég átti það ekki, eigandinn var einn af Parkerfjölskyldunni, sem átti Boston Deepsea. Ég rak það eins og það væri mitt eigið fyrirtæki. Tveim- ur árum seinna eignaðist ég fyrirtæk- ið allt. Og hef rekið það allan tímann sjálfur. Já, já, það hefur vaxið mikið. Það varð náttúrlega hálfgerð bylting eftir lok fiskveiðideilunnar með Oslóar- samningnum í júní 1976. Siglingar byrjuðu þá að ráði í marz 1978, fyrsti báturinn sem sigldi til Hull var Val- þór, í byrjun marz 1978. Við þurftum að funda með þeim tvisvar, fiskkaupendum og verka- lýðsforingjum í Hull til að fá því framgengt að íslenzkt skip mættu selja afla sinn á Humber-svæðinu og þar var ég, með þeim Kristjáni Ragn- arssyni, Vilhelmi Þorsteinssyni og Ágústi Einarssyni. Ég var skipaður vararæðismaður 1972, og aðalræðismaður 1975, og þá héldu margir að ég væri kominn í slæma klípu, annar eins og hitinn var í mönnum og ég búsettur þar sem eldurinn brann heitast. En það bjarg- aðist allt. — Nei, nei, ég varð ekki fyrir neinum teljandi leiðindum. Égþurfti að vísu að breyta um símanúmer einu sinni, en það var nú bara til að spara Fylkisbflar á leið í langferð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.