Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 50

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 50
48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Nú er sá fríði floti allur horfinn. þeir undu því sæmilega. Jóni fannst ekki ólíklegt, að það gæti orðið af þessu. En það varð aldrei. Mig tekur sárt, þegar ég er á ferð um Grímsbæ, að sjá suma gömlu skipsfélagana, vera orðna á góðum aldri að algerum reköldum. Þetta er að mestum hluta hásetar, fullvinnu- færir menn, þegar þeir fóru í land. En þeir höfðu alizt upp við fiskveiðar frá blautu barnsbeini, og það var hvorttveggja að erfitt var að fá vinnu, og þeir virtust heldur ekki geta fund- ið sig í neinu öðru. Smámsaman misstu þeir alla fótfestu og flæktust um á atvinnuleysisstyrkjum, og fengu inni hjá Hjálpræðishernum eða hírðust einhversstaðar í skúma- skotum, létu sem sé reka á reiðanum algerlega sinnulausir. Sumir þessara manna voru öndvegis sjómenn, en gáfust bara upp við að bjarga sér í landi. Það er hörmung að horfa upp á hvernig þetta gat leikið duglega sjó- menn, þeir virtust hafa misst alla fót- festu í lífinu. Auðvitað er erfitt að mæla því bót að gefast þannig upp. Fólk með skynsamlega afstöðu til lífsins, leitar sér að annarri atvinnu, og tekur hana heldur en ganga iðjulaus sem bón- bjargarmaður, það var skárra að fara á borpallaskipin, en ráfa um bæinn og heyra fólk segja: — Sjáðu þennan ræfil, þetta er uppgjafa fiskimaður. Nú er miklu auðveldara að fá vinnu en var á fyrstu árunum, þegar fiskiflotinn var að dragast saman. Margir hafa leitað í iðnaðinn, hér og þar í verksmiðjur, sumir hafa komið sér upp smáum einkafyrirtækjum, ég þekki einn skipstjóra með íssjoppu, annar hreinsar glugga. Nú kynnist æska okkar ekki lengur fiskveiðum, og við fáum aldrei jafn- oka gömlu fiskimannanna í hörku og dugnaði. Almennt brugðumst við Gríms- bæingar skynsamlega við breyting- unum. Við gerðum okkur ljóst, að fiskveiðum okkar var lokið og hóf- umst handa við að finna okkur annað til að lifa af. Og við höfum þegar miklu áorkað, við getum orðið aug- lýst Grímsbæ sem mestu matvæla- dreifingarhöfn í Evrópu. Atvinnu- leysi er ekki alveg horfið en það er ekkert í líkingu við það sem var fyrstu árin eftir lok fiskveiðanna. Slæmt háttalag Mikið af þeim vandræðum, sem oft hlutust af enskum fiskimönnum í landi á íslandi var af slæmu háttalagi enskusjómannannaílandi. Eg minn- ist þess, að það kom fyrir, að ég fyrir- varð mig fyrir landa mína, og var þær stundir ekki ýkja stoltur af því að vera Englendingur, þegar landar mínir voru orðnir útúr drukknir og farnir að valda vandræðum í fiski- höfnum. Ég held að mikið af óvild íslenzks almennings í garð enskra sjómanna hafi stafað af þessari hegð- an. Það kom heldur ekki fyrir, að maður sæi enskan sjómann klæðast um við landgöngu. Þeir fóru í vinnu- galla sínum í land, og án þess að snyrta sig neitt. íslenzkir sjómenn, sem landa hér í Grímsbæ klæða sig alltaf um áður en þeir fara í land, og það hefur svo verið alla tíð, það ég veit til. Þeir verða oft drukknir, eins og gengur um sjómenn eftir langa útivist, sjó- menn þurfa lítið til að verða drukkn- ir, en fslendingar eru aldrei til mik- illa vandræða, og margir þeirra svo sem fjölskyldumenn, eru ekkert í drykkju, þeir ganga í búðir og verzla og kaupa til heimilisins (River veit ekki að íslendingar eru verr haldnir af verzlunarsýki en áfengissýki), og við höfum af því góð viðskipti. Ensku sjómennirnir á íslandi voru sínir eigin óvinir í landi. Fólki gat ekki geðjast að þessum illa tilhöfðu mönnum, skítugum og útúr drukkn- um. Auðvitað var margur enski sjó- maðurinn, sem fann fyrir þessu með landa sína, en galt þessa með þeim. Almenningur flokkaði okkur alla undir sama hatt. Það var framámaður í sjómannafé- lagi í Boston, sem stakk uppá því að enskir úthafs-fiskimenn klæddust einkennisbúningi þegar þeir gengju á land í erlendum höfnum. Fólk hló að þeirri tillögu, togara- karlar í einkennsibúningum, öðrum en peysum sínum og trollarabuxum. Ég var sammála manninum, því ég reyndi sjálfur mun á að koma vel eða illa klæddur í land á íslandi. Við átt- um einkennisbúninga, og við klædd- umst einkennisbúningum, þá bar fólk miklu meiri virðingu fyrir okk- ur. Ég minnist þess, að þegar ég var stýrimaður á Prinsess Elizabeth, að við fórum þá tveir í land í Vest- mannaeyjum og á bíó klæddir eink- ennisbúningum okkar. Það tóku ýmsir okkur tali í bíóinu og okkur boðið að koma með fólki heim á heimili og áttum þar ánægjulega kvöldstund. Auðvitað hefði enginn boðið okkur heim í trollaragallan- um.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.