Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 75
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73 fjölskyldum þeirra. Þar er samhugur- inn mikill og engar guðsþjónustur á ég sterkari og kærari í minningunni en einmitt þessar. Það er ekki það, sem sagt er, sem gerir útslagið heldur hinn sterki samhugur og lotning fyrir skaparanum, sem þar ríkir. Þessar stundir eiga sér undirtón þeirrar sögu sem sjómennskan hér við land hefur skráð. Þetta er saga átaka, áræðni og aflasældar. Einnig er þar skráð saga ógæfta og afla- brests. En að baki þessu öllu er meitluð í undirvitund okkar saga þeirra atburða, sem vekja með okkur sárar tilfinningar. Saga ósigra í bar- áttu við Ægi konung, saga slysa og óhappa. Sú saga er skráð en hún er sjó- mönnum ekki töm til umræðu, því hún vekur með þeim minningar um vinina sem horfið hafa. Engu að síður er hún þeim ofar- lega í huga. og í dag á 50 ára afmæli sjómannadagsins á Akureyri þá hef- ur verið afhjúpaður minnisvarði um drukknaða og týnda. Minnisvarði, sem er verk sjómanna, útgerðar- manna og fjölskyldna þeirra. Oft hefur verið talað um slíkan varða en ekki orðið úr fyrr en nú og minning vina sem hurfu í hörmuleg- um slysum voru hvati þessa verks. Einn fyrir alla, allir fyrir einn, þannig stendur þessi varði. Þannig mun hann tala í látleysi sínu og minna okkur um leið á þá, sem geng- ið hafa á vit þeirrar eilífðar sem Guð einn getur gefið. Minnisvarðinn segir frá trú, von og kærleika. Trúnni í því að hann bendir til himins, voninni, sem táknuð er í ankerinu og kærleikanum í orðum Jesú, sem þar standa: „Ég er uppris- an og lífið. Sá, sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“. Efni varðans er bjargið, tákn um þann grundvöll kristinnar kirkju, sem hún er reist á. A slíkum stundum fer ekki hjá því, að sæki á hugann myndir og minning- ar þeirra hetja og drengskapar- manna, sem búin hefur verið hvíla í hinni votu gröf. Sú vitund minnir okkur á hættur hafsins og eðli sjómannastarfsins. Að eiga sitt starf í baráttu við það afl, sem enginn mannlegur máttur ræður kallar í senn á innri styrk og æðru- leysi þess, sem sjómennskuna velur. Það er auðvelt fyrir okkur land- krabbana að horfa á skipin sigla slétt- an sjó og sjá þau aftur sigla inn hlaðin auðæfum hafsins og öfundast út í af- komu sjómannanna. En við sleppum svo mörgu, sem snertir tilfinningar, fjölskyldu og starfsskilyrði. Ef við í einlægni skoðum starf sjómannsins, þá mun hver Islendingur, sem það gerir taka ofan fyrir íslenskri sjó- mannastétt. í þeirra starfi liggur grundvöllur þjóðhagslegrar afkomu okkar og þar er einnig fólginn undir- tónn þeirrar lífsjátningar, sem felst í kristinni trú. Þetta vitum við og þess vegna fögnum við og gleðjumst og gerum sjómannadaginn að hátíðardegi. Við viljum sýna samhug, sýna skilning og biðja með og fyrir sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Biðja þess að blessun Guðs megi fylgja þeim, biðja þess, að okkur megi ljós vera ábyrgð okkar í sköpunarverkinu, biðja þess að blessun megi fylgja minningu þeirra, sem sérstaklega er minnst á þessum degi og vaka yfir fjölskyldum þeirra. Þannig göngum við saman mót nýjum degi, sem ein stór fjölskylda, fjölskylda Guðs í þeirri kirkju, sem hann hefur gefið okkur til blessunar. Minnisvarði gerður af steinsteypu Sig- urðar Egilssonar. Guð blessi íslenska sjómenn og fjöl- skyldur þeirra og gefi þeim og okkur öllum gleðilegan og bjartan hátíðar- dag. RÆÐA ÞORSTEINS VILHELMSSONAR SKIPSTJÓRA ennan sama sunnudag steig Þorsteinn Vilhelmsson, skip- stjóri einnig í prédikunarstól Glerárkirkju og hélt Sjómannadags- ræðuna fyrir hönd stéttar sinnar. Sú ræða á erindi á prent. Þorsteinn ræddi um guðstrú sjó- manna, sem væri miklu ríkari með stéttinni í hljóði en í orði. Þá minnti hann á ábyrgð sjómanna á Sjó- mannadaginn, og á þann algilda sannleika, sem gilti um Sjómanna- dagshaldið, eins og einstaklinga, að sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér, hlýtur ekki virðingu annarra. Ef sjómenn bera ekki virðingu fyrir Degi sínum, með því að fjöl- menna og gera veg Dagsins sem mestan, hljóti virðing almennings og athygli einnig að minnka. Með Sjó- mannadeginum, sem lögskipuðum frídegi, segir Þorsteinn, að sjómönn- um gefist tækifæri til að auka veg Sjómannadagsins. „Góðir kirkjugestir, ég vil byrja á því, að óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar. Sérstaklega vil ég óska sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.