Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 76
74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri á Akur- eyri. Það er ef til vill einkennilegt að skipstjóri standi hér fyrir framan ykkur og ávarpi ykkur úr þessum stól. En gleymum ekki hver dagurinn er og hver ábyrgð okkar sjómanna er gagnvart honum. Sjómannadagurinn á Islandi hefur í gegnum tíðina verið nátengdur kirkjunni. Það hefur verið góður sið- ur að ganga til kirkju að morgni þessa dags og hefja þar með hátíðarhöldin. Kirkjan hefur líka skilið vel hugsun og starf sjómannsins, því postularnir fyrstu voru fiskimenn. Þegar Kristur kallar þá til fylgdar við sig, þá var hann að kalla fyrstu menn í áhöfn sína og hann vildi menn með áræði og styrk, menn sem hann gæti treyst. Við getum reynt að sjá þessa at- burði fyrir okkur, þegar meistarinn gekk á bökkum Genesaretvatnsins og hitti fyrir þreytta menn, sem ekk- ert höfðu fiskað dögum saman. En fyrir hans orð vildu þeir reyna og það gekk. Þetta er forsaga þeirra at- burða, sem gerir það að verkum, að í dag getum við sjómenn siglt í Jesú nafni. Sjómannadagurinn hér á Islandi hefur átt sínar lægðir og hæðir. Ef til vill finnst ykkur eins og mér, að þetta hafi verið meiri hátíðardagur áður fyrr. Eg óttaðist jafnvel að hann væri að týnast á tímabili, þegar sjómenn voru flestir víðsfjarri við vinnu sína. Nú eru lög um það, að sjómenn skuli vera heima á þessum degi, og fagna ég þeim lögum. Aður fyrr var annað munstur í sjó- mennsku en nú er. Hefðbundin vetr- arvertíð var að baki, þegar sjó- mannadagurinn heilsaði og síldveið- ar ekki hafnar. Þá voru menn heima og nutu dagsins með fjölskyldu sinni. Menn voru uppáklæddir og sem strákur man ég vel gömlu sjómenn- ina, sem ljómuðu þegar þeir gengu í bæinn snemma dags og festu merki dagsins í barm sinn. Þessir starfs- bræður voru stoltir af deginum og í þeirra huga var þetta helgur dagur. Síðar breyttist þetta allt, þegar togararnir komu og bátunum fækk- aði að sama skapi. Togararnir voru hafskip, sem ekki áttu að vera í landi og þeir voru gerðir út með krafti og hörku. Eg minnist þess, sem strákur, hve þessi dagur var annar í mínum huga, þegar faðir minn var heima. Þá var hátíð, sem heilög skylda var að taka þátt í. Það voru gamlir sjómenn og þeir sem komnir voru í land, sem unnu að hátíðarhöldunum. Þá var oft erfitt að finna menn til þátttöku í hátíðar- höldum, því sjómenn voru langflestir í burtu. Og þá má spyrja fyrir hverja þessi dagur hafi verið haldinn? Fjöl- skyldur sjómannanna komu saman, en hvaða hátíð var það þegar fjöl- skyldufaðirinn var á sjónum? Dagur- inn á ekki að bera einkenni eigin- kvenna okkar sem koma saman með barnahópinn og pabbann á sjónum. Sjómenn hafa vilja til þess, að hefja þennan dag aftur til virðingar. Og því er vert að fagna sérstaklega þeim lögum sem vernda þennan dag og kveða á um að sjómenn skuli vera heima, ef þess er nokkur kostur. Saga Sjómannadagsins í 50 ár hef- ur kennt okkur, að án þátttöku sjó- manna muni þessi dagur heyra sög- unni til. Við sjómenn þurfum því að vera ábyrgir um framkvæmd þessa dags, standa saman um það, að hefja hann til fyrri virðingar og vera fúsir til að taka þátt í skemmtun jafnt og helgihaldi dagsins. Sú vissa, að vita með fyrirvara, að skipið verði í landi á Sjómannadegi, gjörbreytir öllu við- horfi til hans. íslenskir sjómenn verða að lifa líf- inu hratt. I stuttum inniverum verða þeir að lifa fjölskyldulífi tveggja til þriggja vikna. Eiginkona og börn þurfa að eiga sínar stundir með föð- urnum. Börnin þurfa að segja frá sigrum og ósigrum og hjónin verða að eiga sínar stundir til að tala sam- an. Allt tekur þetta sinn tíma og þar ofan á bætist tími sem fer í að þjóna kerfinu. Sjálfum finnst mér sárt í inniverum, að þurfa að lenda í ver- aldlegu vafstri, sem ekki verður hjá komist. Það styttir enn frekar stundir okkar með fjölskyldunni. Eiginkon- ur okkar eru sífellt á þönum en kerfið krefst þess, að sumt verður sjómað- urinn að gera eigin hendi. Þetta sýsl tekur of mikinn tíma og sárt að snúast í þessu öllu, þegar fjölskyldu- lífið er loks innan seilingar. Það er oft sárt að geta ekki verið nær fjölskyldu sinni, þegar hún þarf á því að halda. Ég veit ekki hvort menn almennt gera sér grein fyrir þeim tilfinningum, sem síminn verð- ur að flytja á milli. Hann er okkar samband við fjölskylduna stærstan hluta ársins. Það er því krafa okkar sjómanna að hann geti þjónað okkur á öllum miðum í kringum landið. Ég hef litið til baka um farinn veg í þessum orðum mínum. 50 ára tíma- mót gefa tilefni til þess. En ég vil einnig horfa fram á veginn. Hvað ætlum við sjómenn að gera úr þess- um degi? Við getum ekki ætlast til þess að einhverjir aðrir geri þetta allt fyrir okkur. Við verðum að vera ábyrgir fyrir hátíðarhöldum þessa dags og njóta aðstoðar þeirra starfs- bræðra, sem komnir eru í land. Þá mun þessi dagur verða að þeirri há- tíð, sem sameinar sjómenn og fjöl- skyldur þeirra. Þjóðin öll mun taka þátt í hátíðarhöldunum og þannig á það að vera hjá þjóð, sem byggir af- komu sína á sjávarafla. Hjarta þjóð- arinnar slær með sjómönnunum. Fiski þeir ekki sem skyldi hefst grát- urinn í landi um að allt sé á niðurleið. Þannig leggur þjóðin þær skyldur á sjómenn sína að þeir afli vel þjóðar- búinu til heilla. A þessum morgni höfum við kom-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.