Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 79
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77 SAGA SJÓMANNADAGSINS Á AKUREYRI Jón Hinriksson: SJÓMANNADAGURINN Á AKUREYRI 4. JÚNÍ 1939 egar þau tíðindi bárust hing- að til Akureyrar vorið 1938, að stéttarfélög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði hefðu ákveðið að halda hátíðlegan fyrsta sunnudag í júnímánuði sem sérstak- an hátíðisdag sjómanna, ræddu ýms- ir um að sjálfsagt væri, að halda hann hátíðlegan hér líka. En þar eð undir- búningstíminn var mjög stuttur, var horfið frá því í það sinn. Um áramótin næstu hóf svo Guð- mundur L. Guðmundsson, formaður Skipstjórafélags Norðlendinga máls á þessu í félagi sínu, og var þar kosin 5 manna nefnd til undirbúnings. Nefndin ræddi þetta síðan við Sjó- mannafélag Akureyrar og Vélstjóra- félag Akureyrar, og kusu þau félög einnig nefndir. Allar þessar nefndir komu síðan í eina nefnd, og hlaut hún nafnið Sjómannadagsnefndin. í stjórn voru kosnir: Formaður: Þorsteinn Stefánsson, Skipstjórafélagi Norðlendinga, rit- ari: Tryggvi Helgason, Sjómannafé- lagi Akureyrar, féhirðir: Tryggvi Gunnlaugsson, Vélstjórafélagi Ak- ureyrar. — Vegna fjarveru Þorsteins Stefánssonar, tók við formannsstörf- um Guðmundur L. Guðmundsson skipstjóri. Nefndin ákvað, að væntanlegur ágóði dagsins skyldi ganga til Björg- unarskútusjóðs Norðlendingafjórð- ungs. Sjómannadagurinn á Akureyri fór fram í aðalatriðum fram þannig: Um morguninn voru fánar dregnir að hún á öllum skipum, sem lágu á höfninni, einnig víða um bæinn. Merki dagsins voru seld allan dag- inn. Ungu stúlkurnar voru duglegar Jón Hinriksson. að selja, þó skaraði ein þeirra (Ása Guðmundsdóttir úr Reykjavík) langt fram úr. Hún seldi fyrir um 300 krón- ur, eða tæplega Ve hluta þess, er selt var. Kl. 10 f.h. hófst hóganga sjómanna frá innri hafnarbryggjunni. í göng- unni tóku þátt stéttarfélög sjómanna hér: Skipstjórafélagið, Sjómannafé- lagið og Vélstjórafélagið, og undir merki þeirra skipuðu sér aðkomusjó- menn, sem staddir voru í bænum. Gengið var út Hafnarstræti og Brekkugötu, niður Gránufélags- götu, suður Norðurgötu upp Strand- götu og staðnæmst á Kaupvangs- torgi. Hópgangan var fjölmenn og fór skipulega fram. Athöfnin á torginu hófst með því, að Guðmundur Pétursson, útgerðar- maður, mælti nokkur velviljuð orð í garð sjómannastéttarinnar, og til- kynnti, að Útgerðarmannafélag Ak- ureyrar hefði gefið bikar til verð- launa í kappróðrinum. Þá sté í stólinn séra Friðrik J. Rafnar. Talaði hann um líf og starf sjómanna, og hversu þýðingarmikið það væri fyrir þjóðarheildina. Einnig minntist hann hinna mörgu sjó- manna, sem í baráttunni við Ægi hefðu hlotið hina votu gröf, og bað mannfjöldann að minnast þeirra með einnar mínútu þögn. — Karlakórinn „Geysir“ söng á undan og eftir prédikuninni. Kl. 4 e.h. hófst kappróðurinn við höfnina. í honum tóku þátt 6 báts- hafnir af þessum skipum: „Hjalteyr- inni“, „Jarlinum“, „Rúnu“ og „Ol- af“, ein frá Sjómannafélagi Akureyr- ar, og önnur frá Vélstjórafélagi Akureyrar. Róið var frá innri hafn- arbryggjunni út að Torfunesbryggju, rúmlega 800 metra vegalengd 4 ræð- arar voru á hvorum bát auk stýri- manns. Fljótastir urðu milli marka ræðararnir af „Jarlinum“, réru vega- lengdina á 4 mín. 59.5 sek., og hlutu því bikar Útgerðarmannafélagsins. Ræðararnir voru: Guðvarður Vil- mundarson, Finnur Daníelsson, Jó- hann Hafstein og Jón Gestsson. Stýrimaður: Þórhallur Einarsson. Næstir urðu að marki ræðarar Vél- stjórafélagsins á 5 mín. 05,4 sek. og þriðju ræðarar af „Olav" á 5 mín. 07,2 sek. Að kappróðrinum loknum, kom m.s. „Kristján“ á fullri ferð upp und- ir Torfunesbryggjuna, hægði þar ferðina, bátarnir voru látnir síga í sjó niður, skipverjar hlupu í þá, og réru síðan frá skipinu og köstuðu nótinni, til þess að lofa áhorfendum að sjá aðferðina við að veiða síld í herpinót. — Bryggjan og skipin við hana — var þéttskipað áhorfendum, og fylgdust þeir með athygli með því, sem fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.