Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 93

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 93
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 91 ÞESSIR EYFIRÐINGAR Ekki er það meiningin að skrifa saman ágrip af ey- firzkri eða akureyriskri út- gerðar- og fiskveiðisögu. Akureyr- ingar þurfa enga hjálp við að banga saman sinni sögu og tækju því eflaust illa, að utanbæjarmaður færi að sletta sér fram í það verk. Reyndar eru til slitur víða á bókum af útgerð- ar- og sjósóknarsögu Eyfirðinga, en þó engin af útgerð Helga magra, enda mun þar fátt um heimildir. í hverju því efni, sem engar eru heimildir, geta allir lagt orð í belg og skrifað sem nefið horfir. Á minni tíð á Akureyri, fyrir ald- arfjórðungi, stóðu og standa máski enn gerðarleg hjón, steinsteypt, þau Helgi magri og kona hans Þórunn hyrna. Ég hafði alla tíð annan skiln- ing á þessu listaverki en almennt gerðist. Helgi heldur hægri hendi ut- an um konu sína miðja og svo virðist í fljótu bragði að vísifingur hans, óeðlilega stór af vísifingri að vera, vísar fram í fjörð, og héldu menn að hann væri að benda konu sinni á væntanlegan bústað þeirra hjóna í Kristnesi. Þetta gat þó ekki verið við nánari aðgát, Þórunn gat ekki fylgt stefnu fingursins niðri á henni miðri, enda horfir hún beint fram, og er þetta frjóSemistákn komið fyrir á áberandi stað, og höfðar til þess að niðjar þeirra hjóna muni byggja fjörðinn. Og þau hjón eru alls ekki að horfa fram í fjörð, heldur hefur Helgi séð síldartorfu á firðinum, framund- an skipi sínu og segir, ef ég hef skilið hann rétt: „Hér skulum við setjast að Hyrna mín. í þessum firði mun gott til mat- ar“. Þannig var nefnilega mál vaxið, að fyrstu landnámsmenn hugðu fyrst að því, hvort fiskur væri í sjó, þar sem þeir settu sig niður með búsetu og bátalending góð og skipalægi. Landnámsmenn gátu ekki haft með sér sauðfé, nema eins og einn hrút og tvær eða þrjár kindur fyrir hann að lemba. Þeir urðu að treysta á sjófangið meðan þeir voru að koma sér upp bústofni. Svo fór það nú svo eins og alþjóð er kunnugt af hörm- ungarsögu sinni, að landnámsmenn og þeirra afkomendur snéru sér frá sjónum, héldu þetta grasi- og skógi- vaxna land gott undir bú, en landið reyndist ekki svo sem það sýndist, og hlauzt af aldalangt hungurbasl þjóð- arinnar með mannfelli og rollur dauðar á klakanum, en sjór fullur af fiski allt í kringum landið og fiskur eftirsótt vara, og er nú ekki hér stað- ur til að rekja þjóðlífsganginn, sem hlauzt af forsóman fiskveiðanna. Orsakirnar til ófaranna voru marg- þættar. Landnámsmenn kunnu vel til fisk- veiða, öngullinn og netið þekkt veið- arfæri á þeirra tíð, og þeir hafa haft með sér hvorttveggja. Helgi magri hefur haft með sér eftirbát, en svo voru þeir bátar nefndir, sem dregnir voru, en líka var til að menn hefðu aðeins litlar skektur, sem þeir skutu út, svo sem ef þeir vildu kanna land áður en þeir lentu skipum sínum. Helgi hefur sent menn sína strax til veiða, að afla langþráðs nýmetis eftir langa útivist og tekið að sneyðast um skrínukostinn. Sem sagt, Helgi hefur byrjað á að kanna sjóinn, en ekki landið, það blasti við honum grasi vaxið. Hann hefur svo farið að rölta um að athuga um bæjarstæði, þegar hann var búinn að háma í sig soðninguna. Kristnes hefur í þennan tíma verið í nánd vjð sjó, samanber Festarklett við Kaup- vang, en þangað var skipgengt. Nú gæti horft til langrar sögu um útver og innver, og skreið og skreið- arverð og fiskveiðarnar sem undir- grein landbúskapar, en það verður hlaupið yfir margar aldir, aðeins komið við í Kaupvangi og á Gásum. Eyfirðingar hljóta á tíma kaupskapar þar að hafa notað sér að senda út skreið, sem fór að hækka í verði á seinni hluta þjóðveldisaldar, og þá hert róðra sína, og legið við á vorin fram að slætti og trúlega einnig á hausttíma eftir sláturtíð fram að jóla- föstu, svo sem víðast gerðist um ald- ir. Vermennska Eyfirðinga syðra hefur trúlega ekki hafizt fyrr en á 15du öld að neinu ráði. Annars fer fremur lítið fyrir Eyfirðingum í hinni almennu fiskveiðisögu, þótt þeim bregði víða fyrir, þar til einn daginn, ef svo má segja, að þeir hefjast sem sjósóknarar til hinnar mestu frægðar og taka hreinlega foryztu í sjósókn landsmanna. Vestfirðingar og Breið- firðingar voru búnir að reka þilskipa- útgerð í tvo áratugi, án þess að Éy- firðingar eignuðust þilskip til fisk- veiða, og það er komið fram á 1855, þegar aðeins eru sögð tvö þilskip fyrir Norðurlandi öllu. Eyfirðingar hafa alla tíð verið búhöldar góðir, og búnast betur en nágrönnum sitt hvoru megin við þá, og Eyfirðingar fundu fljótt peninga- lykt af hækkandi lýsisverði um miðja öldina. Þeir brugðu ekki við af minna krafti en svo að 1858 eru þilskip norð- anlands orðin 31 og helmingur þeirra í Eyjafirði. Svo mikla ást festu þeir á hákarlinum, að þeir héldu framhjá sauðkindinni, köstuðu fornum átrúnaði á hana blessaða og réru til hafs þótt hún jarmaði sáran eftir þeim. Þeir blönduðu blóði við há- karlinn, og hinir friðsömu og hæglátu bændur umhverfðust í blóðþyrsta víkinga, sem horfðu ekki í mannfall og harðræði ógurlegt og eru af því miklar sögur. Hákarlasókn Eyfirðinga verður ekki til minna jafnað en víkingaald- ar. Tryggvi á Látrum og Hákarla- Jörundur og þeirrar nótar voru eins og stokknir útúr Víkingaöld með hákarlaskálmar sínar og allan at- gang. Þetta skyndilega stökk frá minni háttar fiskveiðigutli í ígripum frá landbúskap, til þess að taka foryztu í tvo áratugi í hörðustu sjósókn sem fiskveiðisagan getur um, er einkenn- andi fyrir Eyfirðinga. Þegar hákarlaveiðar lögðust af um aldamótin færðist ró yfir Eyfirðinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.