Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 94

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 94
92 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Gamalt hákarlaskip Hríseyjan. um hríð. Þeir veiddu að vísu sfld á Pollinum, en það hafa þeir alla tíð gert sér til matar allt frá dögum Helga magra, þótt ekki séu kunnar af því sagnir. Eyfirðingar vilja gjarna eigna sér fyrsta íslenzka herpinótaskipið og það á að hafa verið gert út með herpi- nót sumarið 1905. Þetta er trúverð- ugt, þar sem skilgóður maður, Sig- urður Sumarliðason segir svo, en hann hafði allar aðstæður til að vita þetta rétt. Súlunnar er ekki getið í landhagskýrslum á þessum veiðum. Og almennt er tekin gild frásögn Matthíasar Þórðarsonar um Leslie, sem fyrsta íslenzka skipið með herp- inót, og það hafi verið 1906 og það styður skipaskrá. Það hljóta að finn- ast fleiri heimildir um útgerð þeirra Túliníusarbræðra á Súlunni 1905. En hvað þá um Wathne-skipin? En þótt þetta hafi verið að Túliníus- arbræður hafi gert út Súluna á herpi- nót 1905 með norskum skipstjóra, var á fyrstu árum síldveiðanna eins og Eyfirðingar væru dasaðir eftir hákarlasóknina. Líkt og þreyta væri í hákarlamönnum í þessum nýju veið- um. Eyfirzkir skip- stjórar fóru helzt ekki útúr firðinum til síldveiða árum saman. En svo komu synir há- karlamannanna, og þar endurnýjaði sig þreytta hák- arlablóðið og Eyf- irðingar urðu manna ákafastir síldveiðimenn, og áttu jafnan stærstu síldarskipin í sí- ldveiðiflotanum, önnur en togarana. Þegar ég var á sfld fyrir Norður- landi á fjórða ára- tugnum var hver eyfirzkur aflamað- urinn öðrum meiri í síldarflotanum og eru mér minnistæðir aflakóngar eins og Arnþór Jóhannsson á Dagnýu, Eggert Kristjánsson á Birninum, Eg- ill Jóhannsson á Ernu, Guðmundur Jörundsson á Narfa, Þorsteinn Ste- fánsson á Súlunni og Eyþór Hallsson á Bjarka. Hinsvegar lá það orð á, ef ég man rétt, að sumir Eyfirðinganna fiskuðu af kröftum, sem kallað var, og hefur þar sagt til sín hákarlagangurinn í blóðinu. Þeir gátu valið sér vanan síldveiðimannskap og höfðu skip stór gátu þjösnast á þessu, kastað lon og don. Það var misjafnt verklag skipstjóra á sfldinni meðan kastað var aðeins á vaðandi síld. Svo hvarf sfldin og 1947 eða í þann mund sem ég settist að á Akureyri hófu Akur- eyringar togaraútgerð. Eg hafði litla trú á togaraútgerð frá Akureyri og lét þá skoðun mína í ljós í Degi. (Ætli ég hafi verið Framsóknarmaður. Getur það verið?). Mig minnir ég héldi því fram, að Akureyringar gætu hugsanlega mannað einn togara en ekki fleiri, Steinsen bæjarstjóri var á sama máli og ég, nema hann sagði, að bærinn gæti risið undir tapi á einum togara en ekki fleirum. Svona geta ólíkir menn orðið sam- mála stöku sinnum, ef þeir reikna dæmið hvor á sinn veg. Nú þegar engum tekst betur en Akureyring- um, þótt nokkrum gangi jafnvel, er ég ekkert ákafur í að finna þessa grein í Degi. Ég hafði ekki kynnzt Eyfirðingum nema sem sfldveiðimönnum og taldi þá vera sumarveiðimenn, sem ekkert erindi ættu á togara og til þeirrar út- gerðar kynnu þeir ekkert. Þá var og bærinn setinn verzlunar-skrifstofu- og iðnaðarfólki og í þann hóp yrðu ekki sóttir togaramenn. Ég hafði gleymt Ut-Eyfirðingunum í dæminu, og mátti þó muna Böggviðstaða- bræður, sem komu vestur til Bol- ungavíkur um aldamótin, þar sem sjósókn var þá hörðust í landinu. Þeir voru náttúrlega ókunnir miðum og aðstæður allar þeim framandi, grýtt- ar fjörur og erfiður setningur báta, róið á nóttum og harka mikil í sókn- inni. En Eyfirðingarnir, sem nefndu sig eftir firðinum, gáfu ekki heima- mönnum eftir í sjósókninni og voru toppaflamenn. Þá átti ég einnig að gera mér grein fyrir að Út-Eyfirðingum rynni há- karlablóðið og einmitt það blóð var togarablóð. Eins var það, að þótt Akureyring- arnir sjálfir væru ekki togaralegir, þá eru þeir hyggnir rekstrarmenn fyrir- tækja, og þeir réðu sér úrvals skip- stjóra að sunnan. Út-Eyfirðingarnir flyktust á togar- ana, og eftir fjögur ár eða svo, gátu Akureyringar búið að sínu um allan mannskap, yfirmenn sem háseta, sem sagt Eyfirðingar, sem vissu ekki hvað togari var 1947, áttu 4 togara 1952 og gátu fullmannað þá alla Ey- firðingum, og ráku skipin svo að til fyrirmyndar var. Ég fullyrði blákalt, að þetta hefðu engir landsmenn leikið eftir þeim. Þessir Eyfirðingar. Ásg. Jak.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.