Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 27

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 27
kimreiðin REGNBOGINN 251 — Eigum við . . . eigUm við öll að reyna? Það tekur ekkert frá mér, þó að þið óskið ykkur einlivers. Nú var að hrökkva eða stökkva — og Þorgils stökk, þó ekki Eeint fram: —■ Hvers ætlar þú þá svo sem að óska þér? Tónninn var tomlátlegur, en allt hið glannalega yfirlæti var liorfið úr rödd- inni. helpan hoppaði upp á þúfunni, sem hún stóð á, og minnti á stelk, sem er að lyfta sér til flugs. Hún var svo hagkvæm, þessi l’úfa, mjúk og fjaðurmögnuð í senn: — Að ég gæti flogið, flogið livert sem ég vil, til Bjarmalands °g Blálands og Indíalands og Arabíu og Gyðingalands og allt °g allt — hvert, sem ég vil! Hún var orðin rjóð í kinnum, hin njörtu augu voru lieit og hreyfingarnar léttar og eins og svif- kenndar. Og þursinum Þorgils hitnaði í hamsi. Hendurnar komust á Gdnikennt kvik, og hann skotraði augunum sitt á livað. J*á var það, að Egill talaði ótilkvaddur og vék máli sínu til bróðurins: "— Manstu eftir máfsvængjunum, Gilli, í lilöðunni í liitteð- fvrra? Þorgils lirökk við og stappaði niður fæti: Þegiðu! Svo sneri liann sér að telpunni: — Það var þá l'ka óskin! Það getur reyndar verið gott fyrir stelpuskjátur, svoleiðis flökt, en ef ég ætti á annað borð að óska mér einhvers, þá yrði það líklega frekar það, að ég væri orðinn voða berserkur, sem gæti haft sjö í höggi og vaðið jörðina upp að hnjám. Þá skyldu þeir sjá, liérna í sveitinni, bæði Oddur á Breiðabóli og ^jarni tröBi! . .. Hvers mundir þú svo óska þér, Egill? — Að ég ætti svo stórt skip, að það gætu ekki þúsund manns hreyft það í logni! Þetta kom fljótt og ákveðið — eins og ger- liugsað mál. Nú sneri telpan sér að Agli: ~~ Og svo . . . og svo færir þú milli landa, og ])á . . . þá settist eg á masturstoppinn hjá þér til að hvíla mig, ef ég yrði lúin a,,í fljúga ... Og nú var eldra bróðurnum allt í einu orðið þarna ofaukið,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.