Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 78

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 78
EIM'REIÐIN • • # Orlög mannsbarnsms. Smásaga eftir Jens Benediktsson. Á litlu nesi stendur lítill kotbær, og bárurnar skola klappirnar og sandinn, hvítan af skeljabrotum, en steinarnir eru dökkir og núnir. Sjórinn er ládauður, öldurnar kveða svo vært og róandi við ströndina, þar sem þær brotna með hvítu kögri upp í sandinn. Og í krikanum sunnanvið nesið stendur lítill bátur skorðaður. Hann er auðsjáanlega orðinn gamall og feyskinn og bikið dottið af honum í skellum. Grasið teygir sig fram á klappimar á nestánni. Það er grænt og mjiikt, töðuborið. Þar er hálfgert tún. Og á miðju nesinu stendur kotið, lítið og sligað, varla mannabústaður. 1 þýfinu að baki kofanna er gamall maður að slá. Fötin bans eru bæði stagbætt og ólirein, bárið og skeggið hvítt. Öðra livoru livílir bann sig og brýnir lengi; hann er orðinn lúinn og mæðinn. Þúfurnar eru líka snöggar og seinslegnar í svona þurrki. Meðan liann brýnir horfir hann fram á sjóinn, sem er ljósblár og gárast af sumar- blænum. Og liann sér móta fyrir enn Ijósblárri fjöllum í fjarska. Svo fer bann aftur að slá. Blærinn ýfir grátt hárið. í hlaðvarpanum fyrir framan kotið situr smámey og leikur sér að blómum og skeljum. Hún er svo lítil enn, að liún getur rétt aðeins vafrað og skríður frekar en hún gengur út í þýfið við og við, til þess að ná sér í fífil eða sóley. Og bún lijalar við sjálfa sig, gefur lilutunum nöfn. Hún er bústin og rjóð í kinnum, það gerir sumarið. En ekki þætti öllum hæfilegt, að börn þeirra væru búin að klæðum eins og bún er. Þetta litla nes, þessi litli bær, er sá lieimur, sem bún þekkir. Stundum liættir bún leik sínum, eins og gamli maðurinn slætt- inum, og borfir út' á sjóinn, og sólskinið glampar í ljósu lokkunum, sem eru svo óstýrilátir um litla böfuðið hennar. Og hún ldustar á bárumar falla að sandinum, finnur hvernig golan gælir við vangana, og bún réttir fram litlu liendurnar eftir sólskininu og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.