Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 61

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 61
eimreiðin NÁGRANNAR 285 í gleði, þegar hann skipaði henni að setja pottinn á lilóðirnar og vera tilbúin til að elda súpn eftir nokkur augnablik. .. . Er hann var húinn að sundra selskrokknum og bera kjötið heim, fór hann yfir til Odds nágranna síns. „Ég lief skotið sel“, sagði liann formálalaust. „Og nu liofiun við nógan mat í nokkra daga handa liyski okkar, því að auðvitað skiptum við til helminga“. Oddur varð þungur á svip. „Það er ekki of mikið lianda þér sjálfum“, sagði liann, án þess að láta bera á undrun sinni, „ég kemst af án þess . „Nú, varstu ekki að tala um að fara út að Hóli og biðja Bjarna hjálpar?“ sagði Torfi meira en hissa. „0, ég sló því svona fram í liugsunarleysi , anzaði Oddur Eæruleysislega. . Torfi reyndi með öllu mögulegu móti að fá Odd til að taka á móti boði lians, en Oddur neitaði því þverlega. Hann vissi hvílíka þörf Oddur liafði fyrir það og gramdist þessi framkoma lians stórum. En er liann sá að Oddur var að verða reiður, gafst hann upp 0g fór heim til sín, þar sem sjóðlieit selkjötssúpa beið lians. „Svei mér ef ég lield ekki að liann Oddur sé orðinn sjóðandi vitlaus!“ sagði hann meðan hann gleypti matinn í sig. Nokkrir dagar liðu. Torfi lifði í velsæld. Hann sa ekki na- granna sinn; liann kom alls ekki út fyrir dyr, og sjálfur hafði hann ekki skap til að ganga eftir lionum meira en liann þegar hafði gert. . . . Oddi leið ekki vel. Auðvitað höfðu það ekki verið annað en raannalæti, þegar hann vildi ekki taka á móti lijálp frá I orfa. Hann sárlangaði í spikfeitt selkjötið. Og liann vissi, að 1 orfi myndi ekki taka honum það illa upp, þótt hann kæmi og hæði hann um það. En honum var það ómögulegt. Honum fannst að það myndi vera léttara að svelta í liel en biðja 1 orfa nokkurs núna. Honum var gramt í geði við Torfa. Honum liafði ekki aðeins gramist, að Torfi vildi ekki fara að ráðum lians og biðja um hjalp, lieldur einnig hitt, að Torfi skyldi verða fyrir þessu happi. Honum fannst liann liafa beðiö ósigur. Hann var búinn að sætta s'g við liugsunina um að leita á náðir annarra, svo að lioiium fannst eins og hann yrði fátækari ef hann varpaði henni frá

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.