Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 84

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 84
308 LEIKLISTIN EIMREIÐIN kemur manni hið nýja viðhorf hins sænska skálds þægilega á ó- vart eftir að hafa séð „Böddelen“ og lesið „Han, som fick leva om sitt liv“. Hinu er ekki að leyna, að dramatísku áhrifin eru næsta lítil, leikurinn allur eiginlega ekk- ert annað en ljóðræn tilbrigði við gömlu söguna: Einu sinni var —. Söguefnið er í rauninni þrotið, þegar fyrsta þætti lýkur. Meðferð leiksins mæddi að lang- mestu leyti á Gesti Pálssyni í hlutverki blinda sjómannsins. Furðu oft tókst honum að stikla bilið milli ævintýris og mann- heims. Kom honum þar að góðu liði mjúk og viðfeldin rödd, góð- látleg kímni og látlaust yfirbragð. Beztu atriði leiksins voru endur- fundir elskendanna í ævintýrinu. Studd af góðri leikstjórn Lárusar Pálssonar náðu þau Gestur og Alda Möller fögrum og látlausum blæ í þessum leikatriðum. Hitt mistókst leikkonunni, að sýna konu, sem hefur kalið á hjarta. Þarf leikkonan, sem hefur í raun- inni fríðasta andlit, að strjúka bui't úr svip sínum munnviksvipr- ur, sem tíðast eru til stórra lýta,en verkuðu hér eins og hjá viðvan- ingi. Athygli vakti kornung stúlka, Bryndís Pétursdóttir. Ár og dagur er síðan jafnbarnslega ung og ó- þvinguð yngismær hefur stigið á gólf í Iðnó. Brynjólfur Jóhannes- son stóð fyrir skemmtun kvelds- ins — eins og oft endranær. Vist- maður hans á fátækraheimilinu var eitthvað langt fram í ættir skyldur Friðmundi Friðar, en sú frændsemi vai' ekki til að spilla ánægju áhorfenda. Jón Aðils var utan gátta í hlutverki ótugtar- karls og illfyglis, Valdemar Helga- son of tilbreytingalaust hávær til að ná trúnaði áheyrenda. Gunn- þórunn Halldórsdóttir var þarna í smáhlutverki úttaugaðrar og slit- innar þvottakonu. Var kostulegt að líta Gunnþórunni, Brynjólf og Valdemai' frammi fyrir hásæti kóngsins í ævintýi'inu. Baksvipur vistmannanna var eins og klipptur í svartan pappír, berandi við skín- andi trón hátignarinnar. Það var gott leikstjórnaratriði. Eitt af mörgum, sem Lárus Pálsson beitti í nærfærnislegri túlkun á athyglis- verðu skáldverki, sem frekar er borið uppi af ljóðrænni fegurð en dramatískum mætti. Leikfélögin úti um sveitir lands- ins og í kaupstöðunum eru velflest byrjuð vetrarstarfsemina eða um það bil að byrja hana. Leikfélag Akureyrar, annað merkasta leik- félag landsins, hóf sýningar á frönskum gamanleik: „Varið yður á málningunni“ eftir René Fauc- hois, 23. nóv. s. 1., og Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi skopleikinn „Húrra, krakki!“ eftir Arnold og Bach, 19. s. m. — Fjarlægðin gerir oss ókleift að njóta sjón- leiks þeirra á Akureyri, en hand- bragð höfundar á honum er með því bezta í nútímaleikritum, svo ekki hafa Akureyringar valið af verri endanum. — Nálægðin við Hafnarfjörð gerir Reykvíkingum hinsvegar tiltölulega auðvelt að sækja sýningar þeirra í Firðinum á „Húrra, krakki!“ og fá sér hressandi hláturskvöld eftir ar- mæðu dagsins, enda fyllir Har. A. Sigurðsson & Co. stærsta leikhús landsins kvöld eftir kvöld glöðum áhorfendum úr Reykjavík og Firð- inum — og er þá ekki allt unnið. L. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.