Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 50

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 50
274 SKÓLAHÁTÍÐIN FYRIR RÚMUM 50 ÁRUM EIMRBIÐIN munur eða nú, þegar unglingarnir geta rölt í hægðum sínum, hvíslazt á og jafnvel lagt kinn við kinn, ef svo ber undir. Nei, þá var öldin önnur, en góð öld samt. — Nú var þessi dans búinn, klukkutímasamfélag rofið, einhver annar tók meyna í fang, en önnur var komin í staðinn. Þá var spurningin livort hún gat fyllt skarðið. Máske var hún embættis- manns-, bónda- eða kaupmannsdóttir að norðan, vestan eða austan, sem var í bænum vetrartíma til að forframast, hafði aldrei á slíka stefnu komið fyrr, leit með stórum undrandi augum á alla dýrðina, var máske liálffeimin og þorði ekkert að segja, en gat samt verið falleg og sakleysið uppmálað. Þetta var ekki það versta, því nú var liægt að sýna riddaramennsku og nokkurs- konar móðurumhyggju, fræða með gætni og hressa með lagni, skemmta með spaugi og reyna að fá stúlkuna til að vera sem heima hjá sér. Það gat farið svo, að maður sæi eftir henni, þegar samvistum sleit. Næst tilkynnti „ballkortið“ fína embættismannsdóttur úr liöfuð- staðnum, þaulvana samkvæmislífi og eftirlætisbarn. Þá kom nýU viðliorf. Hvíti glansandi silkikjóllinn, gullband um mitti °S máske enni líka, glitrandi slegið hár niður eftir öllu baki og allt eftir þessu. Hugrekki þurfti til að taka utan um liana, og þe8' ar maður settist hjá henni, þá gat fallegi kjóllinn stungið dálítið i stúf við svörtu buxurnar og jakkann, sem máske voru orðm dálítið snjáð og glansandi — þó var það verra með skóna, sem gátu ekki verið alltaf nýir. En liægt var nú máske að þoka þelin inn undir bekkinn svona til að byrja með. Nú reyndi á karlmennskuna og gáfumar. Ekki dugði nú að talf um veðrið eða gólfið eða músíkina eða Kristján Þorgrímsson, um allt þetta var stúlkan ábyggilega búin að heyra lyst sína 1 næsta dansi á undan. Reynandi máske að minnast á „PiR stúlku“ eftir Jón Thoroddsen eða „Sigrúnu á Sunnuhvoli“, eI1 líklega kom það ekki að gagni — útrætt mál fyrir löngu. Pa var að grípa til Illionskviðu og Odysseifsdrápu Hómers. ÞeUa hafði Sveinbjörn Egilsson þýtt svo snilldarlega, og ef maður var svo heppinn, að stúlkan hefði lesið þessi rit, þá var öllu borgi^ í svip. Þar voru sögupersónur, sem margt var hægt un] að segja' En allt gat þetta brugðizt. Þá var eina bótin, að stúlkan var ináske fær um að bjarga frá strandi og brjóta sjálf ísinn, drepa a

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.