Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1965, Page 20

Eimreiðin - 01.05.1965, Page 20
124 EIMREIÐIN tökum Stephans á íslandi og gjöí'um, er honum voru gefnar. Ljóðakverið Heimleiðis hefst á Kveðjum Stephans, kvæði, er birzt hafði í blaðinu Heimskringlu 24. maí 1917, þremur dögum eftir að Stephan fór frá Winnipeg. Um þær mundir vofði ylir, að komið yrði á almennri herskyldu í Kanada, og gátu þá böndin bori/.t að Steph- ani, því að hermanns aldurinn var þá nýlega kominn upp í 65 ár. Kvæðið lýsir vel viðhorfi Stephans til styrjaldarinnar og þátttöku ís- lendinga vestra í henni, en er um leið varnarorð gegn hverjum þeim, er kynni að deila á liann fyrir að fara í skemmitferð, þegar aðrir væru óspart kvaddir til vígvallanna. Seinasta erindi Kveðja er á þessa leið: Flý ég ekki lósturjörð, þá illa komið er! eftirsjá þó Iítil myndi þykja helzt í mér. Koma skal ég ai'tur, hve óralangt sem fer, ef ekki fyrr á dómsdegi að vitna einn með þér. Stephan beið brottfarar nokkra daga í New York og bjó Jrá seinast um borð í Gullfossi. I bréfi til Helgu 28. maí segir Stephan m. a. svo frá dvölinni í New York: „Ég hefi . . fylgdarmann ísl., meðan ég er hér, hvert sem ég vil um New York, sem Ólafur Johnson leggur mér til. Hann heitir Tryggvi Jóakimsson, sonur Jóakims „snikkara" frá Árbót í Fnjóskadal, bezti drengur, hefur verið 12 ár í New York og Jrekkir hér allar götur og merkisstaði, liefir sýnt mér Broadway og 5th Avenue, auðkýfingastrætin í New York, og fleira. í gærkveldi fór hann með mig út á Coney Island, kveldlystistað New York búa, þar sem <"»11 glaðværð New York safnast saman og gengur af göflun- um og allt heimsins „humbúgg" leikur og ginnir í álfahöllum raf- ljósanna. „Þaðan komst Jró áður enginn óskemmdur nema ég,“ sagði Gröndal um kaþólskuna. Við komum úr ferðinni, fram á skip, kl. 12 í nótt. Ég er á einlægum þönum, meira en ég vil, eins og t Winni- peg, en þeir vilja ekki sleppa mér frá að sjá New York. Ég fór samt á fætur kl. 6 í morgun til að skrila J»ér og nokkrum öðrum, J»ví ann- ars var enginn friður.“ Meðan Stephan beið í New York, barst honum bréf frá vini sín- um, Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót, er þá bjó á Siglunesi við Manitoba- vatn. Höfðu bréfaskipti tekizt með J»eim Stephani árið 1913, en Jreir aldrei hitzt augliti til auglitis. í bréfinu segir Jón svo: „Ég kem því aðeins til að kveðja }»ig og óska J»ér fararheilla af heilum hug. Það gleður mig svo ósegjanlega, að Jxi fer heim, þín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.