Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 47
hafa allii’ einhver ákvæði, misnákvæm þó, um farmflytjandann, þ.e. þann sem tekur að sér gegn gjaldi að sjá um flutning á farminum til áfangastaðar. Sáttmálarnir eru hins vegar afar fáorðir um það hver sé hinn aðilinn að flutningasamningnum og hver hafi rétt til að stefna farmflytjandanum. Það er alfarið komið undir landsrétti að ákveða það. Aðrir sáttmálar en Haag-Visby reglurnar hafa að geyma ákvæði um viðkomandi flutningsskjöl, efni þeirra og eðli. Ekkert ákvæði er að finna í Haag-Visby reglunum sem segir hvað farmskírteini er, sbr. hins vegar 6. mgr. 1. gr. Hamborgarreglnanna. Þess eru þó engin dæmi að það hafi nokkurn tíma valdið vafa hvað væri farmskírteini enda á það sér langa hefð í alþjóðlegri verslun. Það var einfaldlega engin þörf að setja sérstakar reglur um farmskírteini sem slík þegar Haag- reglurnar voru samþykktar 1921. Það vissu allir hvað það var. Ákvæði Hamborgarreglnanna gera í raun ekkert annað en að skrásetja þær venjur sem gilt hafa um farmskírteini. 2.1.5 Túlkun Aðeins í Hamborgarreglunum er að finna ákvæði um túlkun. I 3. gr. þeirra segir mjög almennum orðum að við túlkun og beitingu sátt- málans beri að taka tillit til alþjóðlegs eðlis hans og þeirrar nauð- synjar að stuðla að réttareiningu. Ákvæðið hefur ekkert sjálfstætt gildi því að þetta sjónarmið gildir við skýringu á öllum alþjóðlegum sáttmálum. Við túlkun á Hamborgarreglunum sem og hinum sáttmál- unum gilda því almennar reglur þjóðaréttarins eins og þær er m.a. að finna í Vínarsamningnum frá 1969 um alþjóðasamninga. 2.1.6 Lögfesting í landsrétti Aðildarríkjum að alþjóðlegum sáttmála er í sjálfsvald sett hvernig þau taka sáttmálann upp í löggjöf sína svo fremi sem virtar eru þær þjóðréttarlegu skyldur sem sáttmálinn mælir fyrir um. Efni hans má ekki breyta með landsrétti nema til þess sé heimild í sáttmálanum sjálfum. Tvær aðferðir eru algengastar við að lögbinda flutningasáttmála í landsrétti. Sú fyrri er nefnd „promulgation" aðferðin. Sáttmálinn óbreyttur að efni og orðfæri er gerður að lögum í landsi’étti. Þannig hafa t.d. Englendingar lögfest Haag-Visby reglurnar, Varsjár-Haag og CMR sáttmálana og Norðurlöndin (að Islandi undanskildu) Haag- reglurnar (frá 1924), CMR og COTIF sáttmálana og íslendingar Haag- Varsjár sáttmálann, sbr. 1. 41/1949 og 1. 46/1956. 245

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.