Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 27

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Blaðsíða 27
H EI M I R 23 54) og symfónían í c-dúr. Ennfremur samdi hann söng- leikinn Genoveva (1848), en hann er mislukkaður, enda þótt í lionum séu margir fallegir kaflar. Þetta var bæði að kenna liöf. textans, sem hafði lítinn skilning á þvi, scm vel fór á leiksviði, og tónskáldinu sjálfu, sem var með sama merkinu brenndur. Wagner hafði varað Schumann við textanum, en hann vissi allra manna bezt livað við átti i þessum efnum. í Dresden stofnaði Schumann söngfélag og stjórnaði hann því sjálfur. Þetta varð til þess að hann samdi nokkur kórverk, þar á meðal karlakórslög. Ilér á landi munu me’nn liclzt þekkja kórverkið „Hirðingjar“ eftir hann. Iiann fór konsertferðalög með konu sinni öðru liverju, og var píanóleik liennar hvarvetna vel lekið, en tónsmíðar lians mættu ekki skilningi að sama skaj)i. Hann reyndi mikið til að fá l'asta stöðu. FjtsI reyndi hann að komast að á Tónlistarskólanum i Vínarborg sem skólastjóri, og síðan var hann vongóður um að fá söngstjórastöðuna við Dresdenarsöngleikhúsið, sem Wagner hafði orðið að stökkva frá vegna pólitískra skoðana. En þcssar vonir hans brugðust. Um liaustið árið 1850 fékk hann loks hljómsveitarstjórastöðuna í Diisseldorf, eftir að tónskáldið Ililler hafði látið af störfum. Mendelsolin Iiafði um tíma gegnt þessari stöðu. Dússeldorf. Áður en liann fluttist til Diisseldorf, skrif- aði hann Hiller vini sinum þessar línur: „Ég fletti upp i gamalli landfræðisbók til þess að sjá, hvað stæði þar skrifað um Diisseldorf. Meðal markverðra bygginga var þar gelið um þrjú nunnuklaustur og eilt geðveikrabæli. Mér stóð alveg á sama um klaustrin, en liitt snerti mig ónotalega. Ég ætla að segja þér, hvernig á því stend- ur. Þegar ég var í Maxen fyrir nokkrum árum, þá tók ég eflir því, að glugginn minn vissi beint í áttina til Sonnenstein (nafnkunnugt geðveikraliæli). Það var mér rdveg óþolandi að lokum. Mcira að segja kvaldi þetta mig meðan ég dvaldi þarna. Mér datt í hug, að þannig

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.