Valur 25 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 34

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 34
34 VALUR 25 ÁRA 19 1 1—1 9 3 6 NoJi&fys- oq, DaJWL&hJaoi^öx Vjoj&s 1935. EFTIR FRlMANN HELGASON. Frá því sumarið 1931, að Val- ur fór utan, hefir Valsmönnum fundist „íslands álar“ mun mjórri en áður, og þegar einu sinni var búið að vekja þessa út- þrá, sem við íslendingar eigum i svo ríkum mæli, með ágætri ferð til nágrannanna, létu Valsmenn sér ekki í augum vaxa, að hugsa um aðra ferð. Um þetta var oft rætt, og loks snemma á árinu 1934 var sú ákvörðun tekin, að fara utan 1935, um sumarið. Þá þegar var farið að undir- búa ferðina, bæði heima og heiman. Það starf er mikið og krefst nákvæmni, þvi sé ekki alt í lagi í byrjun, hefnir það sín síðar. Að vísu var liægara að byggja á þeirri reynslu, sem ferðin 1931 gaf, um undirbúning allan, þó þessi ferð væri að mörgu leyti umfangsmeiri og fjölþættari, og auk þess erfiðleikar nú, sem ekki voru þá. Undirbúningsstarfinu var reynt að koma þannig fyrir, að sem flestir a|f þátttakendum ferðar- innar bæru ábyrgð á einhverju, er að þvi laut. Þetta gafst vel. Heima og heim- an gekk undirbúningurinn vel. Okkur var það i upphafi ljóst, að slík för sem þessi, gæti ekki orðið nein sigurför livað snertir unna kappleiki, þegar tekið er tillit til þess, að mörg þau félög, sem við keptum við, standa framarlega í knattspyrnu og svo þess aðstöðumunar, sem við liöf- um til æfinga og þeir. En aftur á móti vorum við vissir i að af slíkum flokkum gátum við séð og lært eitthvað, af því, sem okkur liér lieima vantar og tek- ið það með heim. Með það fyrir augum og eins hitt, að koma þann- ig fram, bæði utan vallar og inn- an, að frændur vorir og nágrann- ar sannfærðust um, að á íslandi byggi menningarþjóð, en ekki hálfgerðir „skrælingjar“, lögðum við í þessa ferð. Hvort okkur hef- ir tekist það eða ekki, má sjá af ritdómi, sem um flolckinn er hirt rétt eftir að liann yfirgaf Noreg, skrifuðum af þektum verkfræð- ingi og íþróttafrömuði, sem kynt- ist Val. Hér má og taka með þá skemtun og þá menningu, er slík- ar ferðir veita þátttakendum. Hinn fyrirfram ákveðni farar- stjóri, Reidar Sörensen, gat ekki komið með, vegna verslunar sinn- ar. Var það mjög leiðinlegt, i fyrsta lagi vegna þess, að hann var svo mikið virkur i undirbún- ingsstarfinu, við æfingar og ann- að, þar sem hann sýndi sérstak- an dugnað og fórnfýsi. í öðru lagi vegna þess, hve kunnugur hann er í Noregi. Voru því kosnir í fararstjórn þeir Frímann Helga- son, Jóhannes Bergsteinsson og Hólmgeir Jónsson. Gjaldkeri ferðarinnar var kosinn Sveinn Zoega. Þess má og geta, að 3 af leik- mönnum Vals tóku konur sínar með, þeir Frímann, Agnar og Hólmgeir (brúðkaupsferð). Ferðin til Noregs. Glaðir og reifir stigum við um horð í „Lyra“ 13. júní, sem átti að flytja okkur í austurveg. Það skygði nú ekki á gleðina, að við höfðum tveggja daga gamlan „Is- landsmeistara-titilinn“ á sam- viskunni. Fjöldi fólks liafði safn- ast niður á „Sprengisand“ til að kveðja Val. Ben. G. Waage ósk- ar i nafni Í.S.Í. góðrar ferðar. Að því loknu þrumar mannfjöldinn ferfalt liúrra fyrir Val, sem við svörum með ferföldu húrra fyrir Reykjavík. Skipið líður frá. Vasaklútar eru teknir upp, þeir tala sínu máli, bæði blautir og þurrir. Við erum á leið til æfintýranna — óviss- unnar, en fólkið, — vinirnir á „Sprengisandi“ — halda heim aftur til þess hversdagslega. Snemma morguns 14. júní, er komið að Vestmannaeyjum. Stíga nokkrir á land til að hitta kunn- Danmerkur- og Noregsfararnir 1935.

x

Valur 25 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.