Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 68

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 68
68 að viðurkenna þá þætti sem eru undirliggjandi, þætti sem tilheyra hinni duldu nám- skrá, og horfast í augu við áhrif þeirra, annaðhvort til að viðurkenna þá og vinna með þeim eða til að breyta þeim meðvitað. Ef menn koma auga á og viðurkenna þá þætti duldu námskrárinnar sem hafa áhrif í skólastarfi er líklegra að hin formlega námskrá nái fram að ganga. Ef viðurkennt er að kennarar þurfi hjálp til að skilja og temja sér vinnubrögð og viðhorf sem þeim eru ekki töm er líklegra að hjálpin verði boðin. Ef viðurkennt er að kennarar þurfi vandað námsefni til stuðnings nýjum vinnubrögðum sem fylgja nýjungum í námskrá er líklegra að slíkur stuðningur verði veittur. Menntamálayfirvöld þurfa að gera sér ljóst að ekki er nóg að koma hugmyndum og hugsjónum í formlegu námskrána heldur þarf að fylgja þeim vel eftir með margvís- legum stuðningi. Styrkja þarf nýsköpunarmennt með því að efla námsgagnagerð og kynna námsgreinina og ávinninginn sem af henni hlýst fyrir almenningi, atvinnulífi, kennurum, skólastjórnendum og öðru skólafólki. Æskilegt væri að í kennaramenntun væri kynning á nýsköpunarmennt fyrir alla kennaranema og einnig að hún væri í boði sem sjálfstæð valgrein eða sem aukavalgrein. Námskeið fyrir starfandi kennara þurfa að vera í boði en með þeim hætti að unnið sé með skólunum að því að prófa og þróa nýsköpunarstarfið svo að varanlegt gagn verði af. Þá væri æskilegt að styrkja nokkra skóla til frekara þróunarstarfs í nýsköpunarmennt, helst ólíka skóla að stærð og stað- setningu og byggja vinnuna á því þróunarstarfi sem Foldaskóli hefur lagt grunninn að. HEIMILDIR Aðalnámskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt (1999). Reykjavík: Menntamála- ráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt. Drög (2007). Reykjavík: Mennta- málaráðuneytið. Allyson Macdonald, Þorsteinn Hjartarson og Þuríður Jóhannsdóttir (2005). „Við vorum ekki bundin á klafa fortíðarinnar“: Tilurð og gerð aðalnámskrár í upplýsinga- og tæknimennt. Uppeldi og menntun, 14(2), 71–92. Amabile, T. M. (1989). Growing up creative. Nurturing a lifetime of creativity (2. útgáfa). Buffalo: The Creative Education Foundation. Andri Ísaksson (1983). Námskrárgerð og námskrárfræði. Í Sigurjón Björnsson (Ritstj.), Athöfn og orð (bls. 25–44). Reykjavík: Mál og menning. Bogdan, R. C. og Biklen, S. K. (2003). Qualitative research for education. An introduction to theory and methods (4. útgáfa). Boston: Allyn and Bacon. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (2002). Netnám og nemendasjálfstæði. Óbirt M.A.-rit- gerð, Háskóli Íslands, Félagsvísindadeild. Börkur Hansen (2003). Stofnanamenning og stjórnun. Í Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir (Ritstj.), Fagmennska og forysta. Þættir í skólastjórnun (bls. 49-61). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Creswell, J. W. (1998). Qualitative inquiry and research design. Choosing among five tradi- tions. London: Sage Publications. NÝSKÖPUNARMENNT Í ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.