Samtíðin - 01.02.1939, Page 12

Samtíðin - 01.02.1939, Page 12
8 SAM-TÍÐIN GRÍMNIR: Hún hvarf mér [Höfundur, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefir leyfl Samtíðinni að birta þessa snjöllu smásögu]. Tveggja ára skeið var ég vinnu- maður í sjúkrahúsinu í Firði. Mátti með sanni segja, að ég væri allra gagn þarna i sjúkrahúsinu. Ég dró í búið fyrir ráðskonuna, gætli mið- stöðvarketilsins og var í sífeldum sendiferðum fyrir lækna og hjúkr- unarkonurnar. Alla snúninga fyrir hjúkrunarkonurnar gerði ég með hjartans ánægju, einkum fyrir eina ljóshærða, sem imér leist sannasl að segja nokkuð vel á. Þáð var einnig hlutverk niilt, að aðstoða sjúklingana við burtför þeirra af sjúkrahúsinu, hæði þá, sem sneru þaðan út í þennan lieim, og þá, sem lentu yfir um lil hinna heimanna. Mér var í fyrstu, og reyndar allaf, lítið um það gefið, að þurfa að hjálpa þeim síðarnefndu út í lik- húsið. Þó fór það i vana, eins og ;flest annað. Líkliúsið var þannig bygt, að vagni varð ekki ekið inn i það. Varð ég því ætið að taka likin í fangið úti fyrir dyrunum og hera þau þannig inn á líkbörurn- ar. Gerði ég það æfinlega hjálpar- laust, því að ég vildi gjarnan lála hjúkrunarkonurnar sjá, að ég væri sæmilega að manni. Það var farið að líða að lokum síðara ársins, sem ég dvaldi þarna í sjúkrahúsinu, þegar það atvik gerðist, sem ég ætla að skýra hér frá. Ég var orðinn alveg lieimavan- ur jiarna og líkaði lífið og starfið að öllu samanlögðu í hetra lagi. Sú ljóshærða sendi mér öðru livoru hýrt auga, svo að vonir mínar gagn- vart henni glæddust frekar en dofn uðu. Það stakk mig þó öðru livoru dálitið, að hún legði óþarflega mikla alúð við að hjúkra langa slánan- um á númer 7, þeim með skömm- ina i ristarbeinunum. Ég hafði séð hana fara þangað inn nokkrum sinnum, án þess að þar væri hringt. En sannanir fyrir því, að liún ætti vingott við slánann, vissi ég eng- ar. Þó var ég fullur andúðar gagn- vart manninum, en ekki þó meir en svo, að ég hefði með glöðu geði aðstoðað hann burt af hjúkrahús- inu, meira að segja út í líkhúsið, ef liann hefði farið þá leiðina. Sjúkrastofa nr. 7 var aðeins fyr- ir tvo menn. í öðru rúminu lá, eins og áður er sagt, sá langi, en i hinu lá Brandur, sextugur drykkjuber- serkur, Iieljarmikill lieljaki með brennivínsístru. Rösk 100 kíló hafði hann vegið, meðan liann var heill heilsu, og hann mun frekar liafa bætt við þyngdina en ])að gagn- stæða, eftir að hann kom i sjúkra- húsið, þvi að bjúgur. sótti stöðugt á skrokkinn á honum. Það var strax á allra vitorði, þeg-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.