Samtíðin - 01.02.1939, Page 17

Samtíðin - 01.02.1939, Page 17
SAMTlÐIN 13 Guðmundur Marteinsson: Nokkur orð um rafmagn Hagnýting pess og framtíðarskilyrði RITSTJÓRI SamtíÖarinnar fór þess á leit við mig fyrir nokkru, að ég skrifaöi fyrir tíma- ritiö greinarkorn, eitt eða fleiri, um rafmagn og not þess, — lil fróö- leiks og skemtunar fyrir lesendur. f>að er vissulega næstum ótæm- andi, sem mætti skrifa um þetta efni, svo óendanlega margvisleg eru not rafmagnsins, og svo ævintýra- legar framfarirnar á sviði rafmagns- fræöinnar og rafmagnsnotkunarinn- ar a siðastliðnum 50 árum eða svo. Hér mun þó aðeins verða sliklað á stóru og litillega minst á nokkur atriði rafmagnstækninnar, sem að þvi er mér virðist, skipta sérstak- lega máli fyrir okkur íslendinga. Eins og gefur að skilja, eru það fjölda margir menn, uppfinninga- menn, eðlisfræðingar, stæirðfræð- ingar o. fk, sem verið hafa að verki og unnið að hinum hraðfleygu og stöðugu framförum rafmagnstækn- innar, og eiga þeir þakkir og heið- ur skilið fyrir það, hve alment þetta undarlega og lieillandi náttúruafl liefir verið tekið í þjónustu mann- anna, svo að segja um allan hinn mentaða heim. Einn merkilegasti brautryðjand- ínn a sviði rafmagnstækninnar var án efa Thomas Alva Edison. Hann gerði, eins og kunnugt er, fjölniarg- Guðmundur Marteinsson ar uppfinningar, sérstaklega raf- magnsfræðilegs eðlis; m. a. fann hann upp rafmagnsglóðarlamp- ann. Og mun ekki fjarri sanni, að sú uppfinning hafi frekar nokkurri annari orðið til þess að hraða og útbreiða notkun rafmagns. Það var árið 1880, sem glóðar- lampi Edisons „fæddist“. Árið eftir var liann sýndúr á heimssýning- unni í París, og' árið 1882 bygði Edi- son rafmagnsstöð í New York, sem framleiddi rafmagn fyrir 2000 glóð- arlampa. Þar með var rafmagnsöld- in liafin fyrir alvöru. Þess ber þo að geta, i þessu sambandi, að aðr- ir uppfinningamenn höfðu fyrir nokkrum árum fundið upp raf- magnsvélina eða rafalinn, en það

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.