Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 13

Morgunn - 01.12.1946, Side 13
MORGUNN 83 merkastar slíkra heimsókna hingað. Nielsen er ekki einungis líkamningamiðill, heldur miðill beinna radda. Og hjá hon- um gerast hin furðulegustu flutningafyrirbæri. Sjálfur hefi eg reynt hjá honum slíkt fyrirbæri, sem þeir einir trúa, er vita, að eg hefi enga tilhneigingu til þess að fara með ósannindi um þessi mál. Þó kveður mest að líkamn- ingafundum Nielsens. Líkamningafyrirbærin eru slíkrar tegundar og svo stórkostleg, að þeir einir trúa, er sjá þau og reyna. Efalaust tel eg, að Einar Nielsen muni vera einn hinn mesti líkamningamiðill, sem nú er uppi í heiminum, ef ekki mestur. Meðan á mótinu stóð hélt Nielsen þrjá fundi. Fyrsti og annar fundurinn heppnuðust ágætlega, en hinn þriðji mis- heppnaðist með öllu, enda var miðillinn þá orðinn mjög þreyttur af umstangi mótsins. Eg átti kost á að vera á ■öllum fundunum, og skal nú tilraun gerð að lýsa þeim nokkuð. Verur þær, sem starfa fast við sambandið hinum meg- in frá og líkamnast að jafnaði á fundunum, eru þessar: Mika, stjórnandinn, Rita, ung stúlka, Knud, drengur, Dr. Monark, Johannes, Haraldur Níelsson, Dómprófastur Mar- tinus, Larsen, Saxonius, Pastor Mathias, Pastor Peter Christiansen. Meðan fundur er undirbúinn ganga fundargestir um stofurnar. 1 einu horni innri stofunnar er byrgið. Þar er þægilegur, leðurklæddur stóll í horninu. Framan við hann hanga sparlök úr þunnu, svörtu efni niður að gólfi. Með- an á undirbúningi stendur er sparlökunum slegið upp. 1 horninu er ekkert nema stóllinn, ekki svo mikið sem mynd á vegg. Tvísett röð stóla mynda hálfhring um hornið. Venjuleg tala fundargesta er um 16 manns. Þegar gestir eru seztir, heldur miðillinn stutta tölu framan við byrgið, býður gesti hjartanlega velkomna. Hann gerir grein fyrir skoðun sinni á því, hvernig fyrirbærin gerist. Hann er eins konar orkumiðstöð, sem hleðst af magnetiskum krafti fundargesta, En sérhæfileikar, sem honum séu léðir, geri

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.