Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 41

Morgunn - 01.12.1946, Page 41
MORGUNN 111 sem var fyllilega spíritiskt fyrirbrigði, er jafnframt sann- ar merkilegan skyggnihæfileika hins ósýnilega auga undir- vitundar persónuleikans. Ég hafði um hríð haft sjúkling einn, er við skulum nefna Smith, til meðferðar, hann þjáðist af einkennilegum sjúkdómi. Liðamót hans stirðnuðu svo að hann fékk hvorki hreyft legg eða lið, né litið við, og var næstum því búinn að missa málið. Mér hafði tekizt að koma liðamótum hans í lag; hann gat nú matast og gengið upp stiga og bjargað sér að mestu hjálparlaust. Mér var ljóst, að hægt mundi að veita honum fullan og varanlegan bata, ef hann vildi leyfa mér að dásvæfa sig, en til þess var hann ófáanlegur. Ég ætlaði að fara að vekja máls á þessu að nýju, er Arthur, gamall sjúklingur minn, kom óvænt inn til okkar, en hann hafði ekki heyrt neitt af samtali okkar. Mér þótti bera vel í veiði, sagði Smith hvað mér hefði tek- izt að gera fyrir piltinn í dásvefni, og bauðst nú til að sýna honum, hve einfalt það væri að láta svæfa sig. Smith virt- ist hafa áhuga fyrir þessu og bað mig, er hann var sofnað- ur, að láta sig heyra, hvers hann kynni að verða var í dá- svefninum. Hve margir menn eru hérna í herberginu? spurði ég. Þrír, gamli maðurinn, þú og ég. Sérðu fleiri? spurði ég. Enga aðra, svaraði hann. Mér datt nú Japaninn í hug og spurði: Sérðu nokkura andaveru inni hjá okkur? Já. Hvar? Á bak við stól gamla mannsins. Hvað geturðu sagt okkur um hana? Þetta er gamall maður, hann hefur sítt alskegg, og hár hans er næstum hvítt. Hann skiptir þvi í miöju, það er þunnt uppi á höfðinu, en þykkara kringum eyrun. Hann er í svörtum, síðum fralcka. Hann leggur hægri höndina á öxl gamla mannsins og er að tala við hann. Hann segir: „Hvers vegna ferðu ekki að ráðum Erskines, hann getur veitt þér fullan bata, ef þú vilt fara að ráðum hans. Þú veizt, að þér er óhætt að fara eftir ráðum mínum, ég veit, hvað við á“. Nú er hann farinn". Ég vakti piltinn og hann hélt heim til sín án þess að ég segði honum þá, hvað hann hefði séð og hvað hann hefði sagt okkur. Smith sat hugsi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.