Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 49

Morgunn - 01.12.1946, Page 49
MORGUNN 119 „Högg á Tindastóli u Eftir Kr. Linnet, f. sýslum. 1 einu hefti Eimreiðarinnar árið sem leið birtist frá- saga eftir mig, með þessari fyrirsögn. Sagði ég þar frá „höggum“, sem heyrðust í húsi mínu „Tindastóli" í Vest- mannaeyjum, án þess að minnstu líkur væru til þess, að þau stöfuðu af venjulegum orsökum. Ástæða var til að ætla, að þau stæðu í einhverju sambandi við, að ung- ur maður, sem ég þekkti vel, var um sama leyti að drukkna rétt við Eyjarnar. Hér skal nú sagt frá svipuðum atburðum, en þó nokk- urs annars eðlis. Það var annar dagur í jólum árið 1929. Á „Tindastóli“ voru þá, þegar þetta gerðist, engir heima nema við hjón- in og börn okkar. Elzta 10 ára. Klukkan var langt geng- in tólf um kvöldið. Þá var það, er ég gekk upp á loft af miðhæð hússins til þess að ganga til svefns, að ég nam staðar í stiganum, því ég heyrði allt í einu mörg og há högg, sem ég þá þegar, ósjálfrátt og umhugsunarlaust, staðsetti þannig, að barið væri á útidyr hússins, eldhúsmegin á neðstu hæðinni. En er ég hugsaði um þetta seinna, eftir að ég hafði geng- ið til dyra, og reyndi að endurvekja í huga mínum þessi augnablik, sem ég heyrði höggin, fann ég, að í raun og veru hefði þetta.verið eins og hljóðin heyrðust frá mið- hæð hússins, sem ég þá var á, en alls ekki svipuð því, þegar barið er að dyrum. Högqin voru miklu fleiri og mun hcerri. En hugur manns leitar ávallt ósjálfrátt til Þess, sem er venjulegt, til daglega lífsins. Og þá í svip- inn datt mér — ósjálfrátt — ekkert annað í hug en þetta

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.